Blæs á gagnrýni á bjartari Friðarsúlu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 12:31 Friðarsúlan verður tendruð samkvæmt áætlun 9. október, á afmælisdag John Lennon. Vísir/Vilhelm Friðarsúlan í Viðey mun skína skærar eftir að viðgerð á henni lýkur í september. Ristjóri Stjörnufræðivefsins gagnrýnir breytinguna en borgarfulltrúi segir verkið eiga enn meira erindi nú en áður og fólk hljóti að geta lifað með skærari geisla. Forysta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og -sviðs Reykjavíkurborgar hefur unnið að því síðustu ár að ná samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og sjóð Yoko Ono, sem stóðu að uppsetningu Friðarsúlunnar, að ráðast í endurbætur á verkinu. Verið er að skipta út ljósabúnaði sem var úr sér genginn og óstöðugur og erfitt að fá varahluti í. Skúli Helgason borgarfulltrúi segir Friðarsúluna eiga meira erindi nú en oft áður.Vísir/Vilhelm „Bæði stóru ljósin og minni ljósin, þau eru LED-vædd í leiðinni. Í leiðinni er verið að gera upp sökkulinn eða það sem Yoko Ono kallar Óskabrunninn, sem hefur að geyma þessi fleygu orð „Hugsum okkur frið“,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Áætlað er að verkið kosti tæpar 33 milljónir króna og eru framkvæmdir þegar hafnar. „Það sem þetta mu hafa í för með sér er að Friðarsúlan verður miklu bjartari og þéttari eftir þessar endurbætur.“ Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, gagnrýndi áformin á samfélagsmiðlinum X í gær og sagði þau ljósmengandi vitleysu. Þá gagnrýni ég bara þessa peningasóun. En dapurlegt að sjá 33 milljónum sólundað í þessa ljósmengandi vitleysu. Við lærum sífellt meira um skaðleg áhrif ljósmengunar á okkur sjálf og lífríki og aukum svo bara birtuna. 😭https://t.co/upUzHv49jV— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) August 30, 2024 „Friðarsúlan er auðvitað bara stórkostlega merkilegt tákn um frið og þann boðskap sem Yoko Ono og John Lennon breiddu út á sínum tíma, á sjöunda og áttunda áratugnum. Eins og staða heimsmála er í dag, bæði í Úkraínu og Palestínu, þá held ég að það sé engin spurning að Friðarsúlan á meira erindi en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli. „Ég held að við getum vel þolað það að friðarsúlan skíni bjartar, með fullri virðingu fyrir Sævari og öllum hans merku innleggjum í gegnum tíðina.“ Kveikja á, á súlunni samkvæmt áætlun. „Það verður að vera klárt 9. október þegar Friðarsúlan er tendruð á afmælisdegi Lennons.“ Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Borgarstjórn Viðey Tengdar fréttir Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31 Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Forysta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og -sviðs Reykjavíkurborgar hefur unnið að því síðustu ár að ná samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og sjóð Yoko Ono, sem stóðu að uppsetningu Friðarsúlunnar, að ráðast í endurbætur á verkinu. Verið er að skipta út ljósabúnaði sem var úr sér genginn og óstöðugur og erfitt að fá varahluti í. Skúli Helgason borgarfulltrúi segir Friðarsúluna eiga meira erindi nú en oft áður.Vísir/Vilhelm „Bæði stóru ljósin og minni ljósin, þau eru LED-vædd í leiðinni. Í leiðinni er verið að gera upp sökkulinn eða það sem Yoko Ono kallar Óskabrunninn, sem hefur að geyma þessi fleygu orð „Hugsum okkur frið“,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Áætlað er að verkið kosti tæpar 33 milljónir króna og eru framkvæmdir þegar hafnar. „Það sem þetta mu hafa í för með sér er að Friðarsúlan verður miklu bjartari og þéttari eftir þessar endurbætur.“ Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, gagnrýndi áformin á samfélagsmiðlinum X í gær og sagði þau ljósmengandi vitleysu. Þá gagnrýni ég bara þessa peningasóun. En dapurlegt að sjá 33 milljónum sólundað í þessa ljósmengandi vitleysu. Við lærum sífellt meira um skaðleg áhrif ljósmengunar á okkur sjálf og lífríki og aukum svo bara birtuna. 😭https://t.co/upUzHv49jV— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) August 30, 2024 „Friðarsúlan er auðvitað bara stórkostlega merkilegt tákn um frið og þann boðskap sem Yoko Ono og John Lennon breiddu út á sínum tíma, á sjöunda og áttunda áratugnum. Eins og staða heimsmála er í dag, bæði í Úkraínu og Palestínu, þá held ég að það sé engin spurning að Friðarsúlan á meira erindi en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli. „Ég held að við getum vel þolað það að friðarsúlan skíni bjartar, með fullri virðingu fyrir Sævari og öllum hans merku innleggjum í gegnum tíðina.“ Kveikja á, á súlunni samkvæmt áætlun. „Það verður að vera klárt 9. október þegar Friðarsúlan er tendruð á afmælisdegi Lennons.“
Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Borgarstjórn Viðey Tengdar fréttir Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31 Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31
Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31