Aðstoð eftir afplánun hjálpar fyrrverandi föngum að fóta sig á ný Jakob Smári Magnússon skrifar 30. ágúst 2024 11:03 Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Upphaflega var þetta hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára en fljótlega kom í ljós að þörfin er mikil og því er verkefnið enn í gangi. Áfall að fara í fangelsi og að koma út Það er áfall að fara í fangelsi og það er líka áfall að koma þaðan út. Það eru fá úrræði sem bíða þeirra sem eru að koma úr afplánun og það getur reynst erfitt að fóta sig í lífinu á ný. Það er erfitt að fá atvinnu og húsnæði og margir þeirra sem koma úr afplánun glíma við félagslega einangrun. Þar af leiðandi fer fólk gjarnan aftur þangað sem það finnur sig velkomið og þekkir best til, þ.e.a.s aftur í afbrot og svo aftur í fangelsi. Þarna stígur Rauði krossinn inn með hjálp sjálfboðaliða, því eins og öll verkefni Rauða krossins byggir Aðstoð eftir afplánun á sjálfboðnu starfi. Sjálfboðaliðar sækja um í gegnum vefsíðu Rauða krossins og koma í viðtal í framhaldinu. Að því búnu fara þau á undirbúningsnámskeið sem eru sérútbúin fyrir þetta verkefni, auk þess að sækja almennt skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænni skyndihjálp sér að kostnaðarlausu. Einnig er boðið uppá handleiðslu með sálfræðingi. Sjálfboðaliðar skuldbinda sig svo til að hitta þátttakanda einu sinni í viku, klukkustund í senn, í eitt ár og byrja að hitta þátttakanda um það bil 3 mánuðum áður en viðkomandi losnar úr fangelsi. Félagslegur og praktískur stuðningur Þátttaka í verkefninu stendur öllum sem eru að koma úr afplánun til boða og líkt og hjá sjálfboðaliðunum hefst þátttakan með viðtali þar sem þörfin á aðstoð er metin. Upplýsingarnar sem fást með þessum viðtölum hjálpa til við að para hvern þátttakanda saman við réttan sjálfboðaliða. Eitt af mörgu sem er fallegt við þetta verkefni er að þarna eru einstaklingar sem koma úr afplánun að hitta manneskju sem er ekki hluti af „kerfinu“ og ekki ættingi, heldur bara manneskja með hjartað á réttum stað sem hefur sóst eftir að taka þátt í verkefninu og hjálpa fyrrum föngum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar þátttakandann svo með ýmis praktísk mál eins og t.d. að finna atvinnu eða húsnæði, en oft er þetta fyrst og fremst félagslegur stuðningur. Verkefnið hefur gengið vel og það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hversu vel gengur að halda þessu sambandi, sem stundum hefur orðið að vináttu tveggja einstaklinga sem lifir áfram eftir að verkefninu lýkur formlega. Langar þig að taka þátt og gerast sjálfboðaliði í verkefninu? Þá getur þú sótt um á heimasíðu Rauða krossins: Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Höfundur er verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Félagsmál Fangelsismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Upphaflega var þetta hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára en fljótlega kom í ljós að þörfin er mikil og því er verkefnið enn í gangi. Áfall að fara í fangelsi og að koma út Það er áfall að fara í fangelsi og það er líka áfall að koma þaðan út. Það eru fá úrræði sem bíða þeirra sem eru að koma úr afplánun og það getur reynst erfitt að fóta sig í lífinu á ný. Það er erfitt að fá atvinnu og húsnæði og margir þeirra sem koma úr afplánun glíma við félagslega einangrun. Þar af leiðandi fer fólk gjarnan aftur þangað sem það finnur sig velkomið og þekkir best til, þ.e.a.s aftur í afbrot og svo aftur í fangelsi. Þarna stígur Rauði krossinn inn með hjálp sjálfboðaliða, því eins og öll verkefni Rauða krossins byggir Aðstoð eftir afplánun á sjálfboðnu starfi. Sjálfboðaliðar sækja um í gegnum vefsíðu Rauða krossins og koma í viðtal í framhaldinu. Að því búnu fara þau á undirbúningsnámskeið sem eru sérútbúin fyrir þetta verkefni, auk þess að sækja almennt skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænni skyndihjálp sér að kostnaðarlausu. Einnig er boðið uppá handleiðslu með sálfræðingi. Sjálfboðaliðar skuldbinda sig svo til að hitta þátttakanda einu sinni í viku, klukkustund í senn, í eitt ár og byrja að hitta þátttakanda um það bil 3 mánuðum áður en viðkomandi losnar úr fangelsi. Félagslegur og praktískur stuðningur Þátttaka í verkefninu stendur öllum sem eru að koma úr afplánun til boða og líkt og hjá sjálfboðaliðunum hefst þátttakan með viðtali þar sem þörfin á aðstoð er metin. Upplýsingarnar sem fást með þessum viðtölum hjálpa til við að para hvern þátttakanda saman við réttan sjálfboðaliða. Eitt af mörgu sem er fallegt við þetta verkefni er að þarna eru einstaklingar sem koma úr afplánun að hitta manneskju sem er ekki hluti af „kerfinu“ og ekki ættingi, heldur bara manneskja með hjartað á réttum stað sem hefur sóst eftir að taka þátt í verkefninu og hjálpa fyrrum föngum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar þátttakandann svo með ýmis praktísk mál eins og t.d. að finna atvinnu eða húsnæði, en oft er þetta fyrst og fremst félagslegur stuðningur. Verkefnið hefur gengið vel og það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hversu vel gengur að halda þessu sambandi, sem stundum hefur orðið að vináttu tveggja einstaklinga sem lifir áfram eftir að verkefninu lýkur formlega. Langar þig að taka þátt og gerast sjálfboðaliði í verkefninu? Þá getur þú sótt um á heimasíðu Rauða krossins: Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Höfundur er verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun