Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 10:33 Sambandið virðist strax hafa orðið mjög gott á milli Heimis Hallgrímssonar og Johns O'Shea, þó að segja megi að Heimir hafi tekið starfið af O'Shea. Getty/Stephen McCarthy John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. Heimir var ráðinn aðalþjálfari Írlands í júlí og lagði á það áherslu að fá O‘Shea sem aðstoðarmann. Eyjamaðurinn taldi það mikilvægt í ljósi þess að O‘Shea væri öllum hnútum kunnugur en hann hafði verið tímabundið aðalþjálfari liðsins í hálft ár. O‘Shea fékk að hafa mikil áhrif á valið á fyrsta landsliðshópi Heimis, fyrir leikina við England og Grikkland, á meðan að Heimir er enn að kynnast þeim leikmönnum sem honum standa til boða. Og O‘Shea er sáttur við hlutverk sitt. „Líkar hvernig hann horfir á hlutina“ „Ég er hérna til að styðja við stjórann í Þjóðadeildinni og undankeppni HM,“ sagði O‘Shea samkvæmt Irish Independent, en þar segir að orðrómur hafi verið um að O‘Shea færi aftur að starfa hjá félagsliði. Hann gaf lítið fyrir það. „Við höfum séð hvað hlutirnir geta breyst í fótbolta en ég fór af fullum huga í viðræður við stjórann um hvernig við myndum vilja vinna þetta. Þegar við hittumst þá varð strax til mjög gott traust á milli okkar, samtalið var gott, um hvernig hann vill hafa hlutina einfalda og árangursríka. Mér líkar hvernig hann horfir á hlutina. Það þurfti ekkert að sannfæra mig. Maður sá strax að hvað persónuleika og traust snertir þá myndi ég njóta þess að vinna með honum og auðvitað að læra af honum,“ sagði hinn 43 ára O‘Shea sem eftir 12 ár undir stjórn Sir Alex Ferguson ætti að hafa ýmislegt til að miðla sjálfur. John O'Shea og Heimir Hallgrímsson sinntu fjölmiðlum í gær eftir að hafa tilkynnt landsliðshópinn.Getty/Stephen McCarthy „Góð manneskja til að læra af“ Hann hefur hins vegar sáralitla þjálfarareynslu og vill læra af Heimi. O‘Shea vissi að írska knattspyrnusambandið væri að leita að aðalþjálfara og fékk fréttir af leitinni. „Það var síðan lykilatriði fyrir mig að fara yfir hlutina af yfirvegun, og sjá „nei, þetta er í alvörunni gott fyrir mig.“ Ég er enn að læra og þetta er góð manneskja til að læra af,“ sagði O‘Shea og kvaðst ekki geta beðið eftir því að kynna leikmenn fyrir Heimi. Írland mætir Englandi laugardaginn 7. september, í beinni útsendingu á Vodafone Sport, og tekur svo á móti Grikklandi þremur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Heimir var ráðinn aðalþjálfari Írlands í júlí og lagði á það áherslu að fá O‘Shea sem aðstoðarmann. Eyjamaðurinn taldi það mikilvægt í ljósi þess að O‘Shea væri öllum hnútum kunnugur en hann hafði verið tímabundið aðalþjálfari liðsins í hálft ár. O‘Shea fékk að hafa mikil áhrif á valið á fyrsta landsliðshópi Heimis, fyrir leikina við England og Grikkland, á meðan að Heimir er enn að kynnast þeim leikmönnum sem honum standa til boða. Og O‘Shea er sáttur við hlutverk sitt. „Líkar hvernig hann horfir á hlutina“ „Ég er hérna til að styðja við stjórann í Þjóðadeildinni og undankeppni HM,“ sagði O‘Shea samkvæmt Irish Independent, en þar segir að orðrómur hafi verið um að O‘Shea færi aftur að starfa hjá félagsliði. Hann gaf lítið fyrir það. „Við höfum séð hvað hlutirnir geta breyst í fótbolta en ég fór af fullum huga í viðræður við stjórann um hvernig við myndum vilja vinna þetta. Þegar við hittumst þá varð strax til mjög gott traust á milli okkar, samtalið var gott, um hvernig hann vill hafa hlutina einfalda og árangursríka. Mér líkar hvernig hann horfir á hlutina. Það þurfti ekkert að sannfæra mig. Maður sá strax að hvað persónuleika og traust snertir þá myndi ég njóta þess að vinna með honum og auðvitað að læra af honum,“ sagði hinn 43 ára O‘Shea sem eftir 12 ár undir stjórn Sir Alex Ferguson ætti að hafa ýmislegt til að miðla sjálfur. John O'Shea og Heimir Hallgrímsson sinntu fjölmiðlum í gær eftir að hafa tilkynnt landsliðshópinn.Getty/Stephen McCarthy „Góð manneskja til að læra af“ Hann hefur hins vegar sáralitla þjálfarareynslu og vill læra af Heimi. O‘Shea vissi að írska knattspyrnusambandið væri að leita að aðalþjálfara og fékk fréttir af leitinni. „Það var síðan lykilatriði fyrir mig að fara yfir hlutina af yfirvegun, og sjá „nei, þetta er í alvörunni gott fyrir mig.“ Ég er enn að læra og þetta er góð manneskja til að læra af,“ sagði O‘Shea og kvaðst ekki geta beðið eftir því að kynna leikmenn fyrir Heimi. Írland mætir Englandi laugardaginn 7. september, í beinni útsendingu á Vodafone Sport, og tekur svo á móti Grikklandi þremur dögum síðar.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira