Staða vegarins „grafalvarleg“ og boðar til nefndarfundar Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2024 08:22 Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, heimsótti Siglufjörð í gær og fundaði með bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra um ástand Siglufjarðarvegar. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. Greint var frá því fyrr í vikunni að Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, hafi sagt veginn hafa færst að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefði orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu og tilfærslan á mánudag og þriðjudag mælst sjö sentímetra þar sem hún væri sem mest. Nýverið þurfti að loka veginum í einhverja daga vegna vatnsveðurs og skriðufalla. Frá Siglufjarðarvegi norðan við Strákagöng. Myndin er úr safni.Stöð 2 Bjarni tjáði Feyki í gærkvöldi að hann mæti stöðuna grafalvarlega og hættuna mikla. Hann hafi átt fund með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Jóhanni K. Jóhannssyni, slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, í gær þar sem farið var yfir stöðuna á veginum. Bjarni greinir í samtali við Feyki frá því að hann hafi boðað til fundar en samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði nefndarmaðurinn Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, eftir því á mánudag að nefndin kæmi saman til fundar um málið. Formaðurinn hafi svo nú boðað til fundarins. Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa lengi barist fyrir því að boruð verði jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að aka veginn. Í samtali við Feyki segist Bjarni vera því sammála að flýta eins og nokkur kostur væri gerð slíkra ganga sem myndi leysa „þessa hættulegu leið af hólmi“. Alþingi Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20 Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13 Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Greint var frá því fyrr í vikunni að Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, hafi sagt veginn hafa færst að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefði orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu og tilfærslan á mánudag og þriðjudag mælst sjö sentímetra þar sem hún væri sem mest. Nýverið þurfti að loka veginum í einhverja daga vegna vatnsveðurs og skriðufalla. Frá Siglufjarðarvegi norðan við Strákagöng. Myndin er úr safni.Stöð 2 Bjarni tjáði Feyki í gærkvöldi að hann mæti stöðuna grafalvarlega og hættuna mikla. Hann hafi átt fund með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Jóhanni K. Jóhannssyni, slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, í gær þar sem farið var yfir stöðuna á veginum. Bjarni greinir í samtali við Feyki frá því að hann hafi boðað til fundar en samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði nefndarmaðurinn Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, eftir því á mánudag að nefndin kæmi saman til fundar um málið. Formaðurinn hafi svo nú boðað til fundarins. Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa lengi barist fyrir því að boruð verði jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að aka veginn. Í samtali við Feyki segist Bjarni vera því sammála að flýta eins og nokkur kostur væri gerð slíkra ganga sem myndi leysa „þessa hættulegu leið af hólmi“.
Alþingi Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20 Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13 Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20
Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13
Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08