Þrír nýir ráðherrar í Danmörku: „Við erum farin inn að spila skák“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:43 Ráðherraskákin í Danmörku mun skýrast betur á morgun en leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen, Troels Lund Poulsen og Lars Løkke Rasmusen kynntu áformin á blaðamannafundi í dag. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Þrjú ný ráðuneyti verða stofnuð í Danmörku og næsti fulltrúi Dana í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur verið valinn. Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um þetta í hádeginu í dag á blaðamannafundi ásamt þeim Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmusen utanríkisráðherra en saman mynda flokkar þeirra ríkisstjórn landsins. Stofnuð verða ný ráðuneyti Evrópumála, ráðuneyti samfélagsöryggis og neyðarvarna og ráðuneyti sem mun stýra innleiðingu loftlagsaðgerða. Þá verður Dan Jørgensen fulltrúi Danmerkur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en hann gegnir nú embætti ráðherra þróunarsamvinnu og hnattrænna loftslagsmála í dönsku ríkisstjórninni. Á morgun verður tilkynnt um hverjir taka við nýju ráðuneytunum og eftir atvikum frekari uppstokkun í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem í sitja þegar tuttugu og þrír ráðherrar. Ýmis atriði á eftir að útskýra nánar hvað varðar þessar boðuðu breytingar hjá ríkisstjórninni að því er fram kemur í umfjöllun DR um málið. Fyrir liggur þó að ríkisstjórnarflokkarnir munu á næsta ári greiða atkvæði með því að hækka eftirlaunaaldur í 70 ár á næsta ári, mál sem hefur verið þónokkuð umdeilt í dönsku samfélagi og var til umræðu á blaðamannafundinum fyrr í dag. Undir lok blaðamannafundarins og eftir að hafa svarað spurningum fréttamanna þakkaði Mette Frederiksen forsætisráðherra áheyrnina og boðaði að frekari tíðinda væri að vænta á morgun um uppstokkunina í ríkisstjórninni. „Takk fyrir að hlusta, við erum farin inn að spila skák,“ sagði Frederiksen áður en þremenningarnir yfirgáfu fundarsalinn. Danmörk Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Stofnuð verða ný ráðuneyti Evrópumála, ráðuneyti samfélagsöryggis og neyðarvarna og ráðuneyti sem mun stýra innleiðingu loftlagsaðgerða. Þá verður Dan Jørgensen fulltrúi Danmerkur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en hann gegnir nú embætti ráðherra þróunarsamvinnu og hnattrænna loftslagsmála í dönsku ríkisstjórninni. Á morgun verður tilkynnt um hverjir taka við nýju ráðuneytunum og eftir atvikum frekari uppstokkun í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem í sitja þegar tuttugu og þrír ráðherrar. Ýmis atriði á eftir að útskýra nánar hvað varðar þessar boðuðu breytingar hjá ríkisstjórninni að því er fram kemur í umfjöllun DR um málið. Fyrir liggur þó að ríkisstjórnarflokkarnir munu á næsta ári greiða atkvæði með því að hækka eftirlaunaaldur í 70 ár á næsta ári, mál sem hefur verið þónokkuð umdeilt í dönsku samfélagi og var til umræðu á blaðamannafundinum fyrr í dag. Undir lok blaðamannafundarins og eftir að hafa svarað spurningum fréttamanna þakkaði Mette Frederiksen forsætisráðherra áheyrnina og boðaði að frekari tíðinda væri að vænta á morgun um uppstokkunina í ríkisstjórninni. „Takk fyrir að hlusta, við erum farin inn að spila skák,“ sagði Frederiksen áður en þremenningarnir yfirgáfu fundarsalinn.
Danmörk Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira