Ein þjóð í einu landi Þorgrímur Sigmundsson skrifar 28. ágúst 2024 12:32 Öryggi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Hvað fær Fjarðabyggð til baka í þjónustu frá hinu opinbera t.d. í formi heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu eða samgöngumálum? Þau atriði sem brenna m.a. á landsbyggðarfólki eru samgöngur sem hafa að vísu farið mjög batnandi á hluta Suðurlands (í kjördæmi fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra) undanfarin fjögur eða fimm ár en aðrir landshlutar búa enn við lélega og jafnvel ónýta vegi, jafnvel lífshættulega. Það er öryggismál. En nú rétt þremur vikum áður en þing kemur saman birtist þjóðinni endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og viðbótin hljóðar uppá 141 milljarð þ.e. rúmar eitthundrað fjörtíu og eitt þúsund milljónir. Sem þýðir að heildaráætlunin hljóðar uppá 311 milljarða eða rúmlega þrjúhundruð og ellefu þúsund milljónir í stað þeirra 120 milljarða sem áætlaðir voru 2019. Á sama tíma bíða nauðsynlegar vegabætur á austurlandi og nýjar brýr yfir Skjálfandafljót við Húsabakka og við Goðafoss (þjóðvegur 1) frestast. Þá eru auk þess boðað af fyrrverandi innviðaráðherra (núverandi fjármálaráðherra) að hefja gjaldtöku í öll jarðgöng og hugsanlega víðar. Og það þrátt fyrir að hafa verið afar skýrmæltur í kosningabaráttu um að ekki kæmi til greina að leggja vegtolla á vegfarendur „Getum við ekki verið öll sammála um það?“ Tvískinnungur Nú eru að berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að leggja skuli kílómetragjald á bifreiðar. Skynsamir sjá að landsbyggðarfólk þarf að sækja sér aðdrætti um langan veg sem stærstur hluti landsmanna þarf ekki. Það skýtur því skökku við að áformað kílómetragjald skulu leggjast þyngst á landsbyggðina og íbúa hennar, fólkið sem þarf að skrölta lökustu vegina. Notkun bifreiða fer ekki eingöngu eftir eknum kílómetrum heldur einnig tíma sem bílvél er í gangi t.d. í umferðarteppu eða á rauðu ljósi en það telur ekki í þessum 101 miðuðu útfærslum. Núverandi tillögur um kílómetragjald munu vega þyngst á landsbyggðinni enda allir aðdrættir komnir um langan veg. Hugmyndir stjórnvalda varðandi bann við nýskráningu bensín og dísel bíla eru í besta falli skýjaborgir sem allir heilvita menn sjá að eru óraunhæfar a.m.k. næstu áratugi. Frasar á borð að þeir borgi sem noti eru í besta falli aðhlátursefni, enda gildir það lögmál nú þegar í núverandi kerfi. Þeir sem aka mest og á þyngstu bílunum nota mesta eldsneytið og greiða þ.a.l. mest í ríkissjóð. Sama gildir um innanlandsflugið þrátt fyrir misheppnaða tilraun varðandi loftbrú er það vart á færi venjulegs fólks að fljúga innanlands og það neyðist því til að keyra illa farna vegi landsins gegn vilja stjórnvalda ( sem vilja draga úr umferð) á boðuðu kílómetragjaldi. Allt er þetta hinn mesti tvískinnungur. Vegna þess að þessi akstur og eða flugferðir eru oftar en ekki ekkert val. Þetta er pólitísk stefna. Stefna sem um langt skeið hefur snúist um að þjappa nauðsynlegri opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði samanber uppbyggingu Landsspítalans á umferðareyju við Hringbraut. Landsbyggðin þarf ekki fleiri þverhandarþykkar skýrslur um stöðu mála. Heldur miklu frekar almennar aðgerðir sem gera hana eftirsóknarverðari fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum ein þjóð í einu landi Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Miðflokkurinn Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Öryggi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Hvað fær Fjarðabyggð til baka í þjónustu frá hinu opinbera t.d. í formi heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu eða samgöngumálum? Þau atriði sem brenna m.a. á landsbyggðarfólki eru samgöngur sem hafa að vísu farið mjög batnandi á hluta Suðurlands (í kjördæmi fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra) undanfarin fjögur eða fimm ár en aðrir landshlutar búa enn við lélega og jafnvel ónýta vegi, jafnvel lífshættulega. Það er öryggismál. En nú rétt þremur vikum áður en þing kemur saman birtist þjóðinni endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og viðbótin hljóðar uppá 141 milljarð þ.e. rúmar eitthundrað fjörtíu og eitt þúsund milljónir. Sem þýðir að heildaráætlunin hljóðar uppá 311 milljarða eða rúmlega þrjúhundruð og ellefu þúsund milljónir í stað þeirra 120 milljarða sem áætlaðir voru 2019. Á sama tíma bíða nauðsynlegar vegabætur á austurlandi og nýjar brýr yfir Skjálfandafljót við Húsabakka og við Goðafoss (þjóðvegur 1) frestast. Þá eru auk þess boðað af fyrrverandi innviðaráðherra (núverandi fjármálaráðherra) að hefja gjaldtöku í öll jarðgöng og hugsanlega víðar. Og það þrátt fyrir að hafa verið afar skýrmæltur í kosningabaráttu um að ekki kæmi til greina að leggja vegtolla á vegfarendur „Getum við ekki verið öll sammála um það?“ Tvískinnungur Nú eru að berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að leggja skuli kílómetragjald á bifreiðar. Skynsamir sjá að landsbyggðarfólk þarf að sækja sér aðdrætti um langan veg sem stærstur hluti landsmanna þarf ekki. Það skýtur því skökku við að áformað kílómetragjald skulu leggjast þyngst á landsbyggðina og íbúa hennar, fólkið sem þarf að skrölta lökustu vegina. Notkun bifreiða fer ekki eingöngu eftir eknum kílómetrum heldur einnig tíma sem bílvél er í gangi t.d. í umferðarteppu eða á rauðu ljósi en það telur ekki í þessum 101 miðuðu útfærslum. Núverandi tillögur um kílómetragjald munu vega þyngst á landsbyggðinni enda allir aðdrættir komnir um langan veg. Hugmyndir stjórnvalda varðandi bann við nýskráningu bensín og dísel bíla eru í besta falli skýjaborgir sem allir heilvita menn sjá að eru óraunhæfar a.m.k. næstu áratugi. Frasar á borð að þeir borgi sem noti eru í besta falli aðhlátursefni, enda gildir það lögmál nú þegar í núverandi kerfi. Þeir sem aka mest og á þyngstu bílunum nota mesta eldsneytið og greiða þ.a.l. mest í ríkissjóð. Sama gildir um innanlandsflugið þrátt fyrir misheppnaða tilraun varðandi loftbrú er það vart á færi venjulegs fólks að fljúga innanlands og það neyðist því til að keyra illa farna vegi landsins gegn vilja stjórnvalda ( sem vilja draga úr umferð) á boðuðu kílómetragjaldi. Allt er þetta hinn mesti tvískinnungur. Vegna þess að þessi akstur og eða flugferðir eru oftar en ekki ekkert val. Þetta er pólitísk stefna. Stefna sem um langt skeið hefur snúist um að þjappa nauðsynlegri opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði samanber uppbyggingu Landsspítalans á umferðareyju við Hringbraut. Landsbyggðin þarf ekki fleiri þverhandarþykkar skýrslur um stöðu mála. Heldur miklu frekar almennar aðgerðir sem gera hana eftirsóknarverðari fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum ein þjóð í einu landi Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun