Gripu í taumana og vísa mun fleiri frá landamærunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:01 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka. Eftirlit ýmissa þjóða á innri landamærum Schengen sé ekki merkilegt. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en í frétt á vef þess kemur fram að frá því að Úlfar Lúðvíksson tók við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum árið 2020 hefur þeim sem vísað er frá landinu á landamærum fjölgað um 822 prósent. Úlfar segir um stefnubreytingu í landamæraeftirliti að ræða en hann segist hafa áttað sig á því að eftirlit lögreglu á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli var ekki sem skyldi. Þeir sem lögreglan snýr við á landamærum séu flestir með tengsl við glæpahópa. Oftast sé um farþega að ræða sem koma utan Schengen svæðisins. „Sá vandræðagangur sem við höfum upplifað inni í landinu yfir mjög langt árabil stafar meðal annars af litlu eftirliti á innri landamærum á flugvellinum.“ Vaxandi vandi Hann segir tölurnar sýna að þrátt fyrir að hér sé ekki reglubundið eftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins þá sé vel hægt að halda óæskilegum mönnum frá landinu með eftirliti á flugvellinum. „Okkur ber til að mynda engin skylda til að taka við glæpamönnum frá Danmörku eða Svíþjóð og við sjáum það á umræðu síðustu daga að innri landamæri á milli þessara tveggja ríkja eru mjög í fréttum og Danir og Svíar velta fyrir sér úrræðum á innri landamærum.“ Eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen ómerkilegt Árangurinn hér náist að mestu vegna frumkvæðisvinnu lögreglu og tollvarða á flugvellinum en einnig sé rýnt í gögn úr íslenska lögreglukerfinu. Þar segir Úlfar góðar upplýsingar um brotamenn. „Þessi mál verða fæst til með leit í eftirlitskerfi Schengen. Það er nú einu sinni þannig að eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen er ekki merkilegt, þar liggur hundurinn grafinn. Þannig að þessir einstaklingar sem koma til Íslands og við erum að frávísa á innri landamærum Schengen hafa komið inn á ytri landamæri annars staðar en á Íslandi og svo valsa þeir innan girðinga.“ Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en í frétt á vef þess kemur fram að frá því að Úlfar Lúðvíksson tók við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum árið 2020 hefur þeim sem vísað er frá landinu á landamærum fjölgað um 822 prósent. Úlfar segir um stefnubreytingu í landamæraeftirliti að ræða en hann segist hafa áttað sig á því að eftirlit lögreglu á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli var ekki sem skyldi. Þeir sem lögreglan snýr við á landamærum séu flestir með tengsl við glæpahópa. Oftast sé um farþega að ræða sem koma utan Schengen svæðisins. „Sá vandræðagangur sem við höfum upplifað inni í landinu yfir mjög langt árabil stafar meðal annars af litlu eftirliti á innri landamærum á flugvellinum.“ Vaxandi vandi Hann segir tölurnar sýna að þrátt fyrir að hér sé ekki reglubundið eftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins þá sé vel hægt að halda óæskilegum mönnum frá landinu með eftirliti á flugvellinum. „Okkur ber til að mynda engin skylda til að taka við glæpamönnum frá Danmörku eða Svíþjóð og við sjáum það á umræðu síðustu daga að innri landamæri á milli þessara tveggja ríkja eru mjög í fréttum og Danir og Svíar velta fyrir sér úrræðum á innri landamærum.“ Eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen ómerkilegt Árangurinn hér náist að mestu vegna frumkvæðisvinnu lögreglu og tollvarða á flugvellinum en einnig sé rýnt í gögn úr íslenska lögreglukerfinu. Þar segir Úlfar góðar upplýsingar um brotamenn. „Þessi mál verða fæst til með leit í eftirlitskerfi Schengen. Það er nú einu sinni þannig að eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen er ekki merkilegt, þar liggur hundurinn grafinn. Þannig að þessir einstaklingar sem koma til Íslands og við erum að frávísa á innri landamærum Schengen hafa komið inn á ytri landamæri annars staðar en á Íslandi og svo valsa þeir innan girðinga.“
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira