Galatasaray beið afhroð geng Young Boys Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 21:36 Icardi var lengi vel einn eftirsóttasti framherji Evrópu en tókst hins vegar ekki að skora í kvöld. Hakan Akgun/Getty Images Rándýrt lið Galatasaray mun ekki spila í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Young Boys frá Sviss í kvöld. Heimamenn í Galatasaray þurftu að vinna leikinn með tveggja marka mun en enduðu á að tapa 0-1. Svisslendingarnir unnu fyrri leik liðanna 3-2 og því þurftu heimamenn í Galatasaray heldur betur að spýta í lófana fyrir leik kvöldsins. Annað kom á daginn en heimaliðið var hvorki fugl né fiskur. Gestirnir skoruðu eftir rúman hálftíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu, staðan því markalaus í hálfleik. Það fór svo allt í bál og brand eftir að Alan Virginius skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu. Örskömmu síðar var hinn reyndi Fernando Muslera, markvörður heimaliðsins, rekinn af velli fyrir óíþróttamannslega hegðun. Sigurinn var gestanna sem og sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Young Boys vann einvígið samtals 4-2 og sætið svo sannarlega skilið. 𝑱𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨!!! 💛🖤YB erreicht die Champions League! Zum vierten Mal in der Vereinsgeschichte erreichen die Young Boys die Champions League. Alan Virginius schoss den wichtigen Treffer zum 1:0-Sieg im Rückspiel bei Galatasaray! 🤩#bscyb #ybforever #gsyb #ucl pic.twitter.com/1tzpjoXh6O— BSC YOUNG BOYS (@BSC_YB) August 27, 2024 Þetta er mikið högg fyrir Galatasaray sem eins og áður sagði hefur eytt gríðarlegum fjármunum í lið sitt. Meðal leikmanna í liðinu eru framherjarnir Mauro Icardi, Michy Batshuayi og Dries Mertens. Þá var Lucas Torrera á miðri miðjunni og Hakim Ziyech á hægri vængnum. Að endingu má nefna Danina tvo sem kostuðu þó nokkrar milljónir evra; Victor Nelson og Elias Jelert. Ásamt Young Boys eru Salzburg frá Austurríki og Slavia Prag komin í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á kostnaði Dynamo Kiev og Malmö. Tapliðin þrjú fara í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Svisslendingarnir unnu fyrri leik liðanna 3-2 og því þurftu heimamenn í Galatasaray heldur betur að spýta í lófana fyrir leik kvöldsins. Annað kom á daginn en heimaliðið var hvorki fugl né fiskur. Gestirnir skoruðu eftir rúman hálftíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu, staðan því markalaus í hálfleik. Það fór svo allt í bál og brand eftir að Alan Virginius skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu. Örskömmu síðar var hinn reyndi Fernando Muslera, markvörður heimaliðsins, rekinn af velli fyrir óíþróttamannslega hegðun. Sigurinn var gestanna sem og sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Young Boys vann einvígið samtals 4-2 og sætið svo sannarlega skilið. 𝑱𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨!!! 💛🖤YB erreicht die Champions League! Zum vierten Mal in der Vereinsgeschichte erreichen die Young Boys die Champions League. Alan Virginius schoss den wichtigen Treffer zum 1:0-Sieg im Rückspiel bei Galatasaray! 🤩#bscyb #ybforever #gsyb #ucl pic.twitter.com/1tzpjoXh6O— BSC YOUNG BOYS (@BSC_YB) August 27, 2024 Þetta er mikið högg fyrir Galatasaray sem eins og áður sagði hefur eytt gríðarlegum fjármunum í lið sitt. Meðal leikmanna í liðinu eru framherjarnir Mauro Icardi, Michy Batshuayi og Dries Mertens. Þá var Lucas Torrera á miðri miðjunni og Hakim Ziyech á hægri vængnum. Að endingu má nefna Danina tvo sem kostuðu þó nokkrar milljónir evra; Victor Nelson og Elias Jelert. Ásamt Young Boys eru Salzburg frá Austurríki og Slavia Prag komin í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á kostnaði Dynamo Kiev og Malmö. Tapliðin þrjú fara í deildarkeppni Evrópudeildarinnar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira