Galatasaray beið afhroð geng Young Boys Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 21:36 Icardi var lengi vel einn eftirsóttasti framherji Evrópu en tókst hins vegar ekki að skora í kvöld. Hakan Akgun/Getty Images Rándýrt lið Galatasaray mun ekki spila í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Young Boys frá Sviss í kvöld. Heimamenn í Galatasaray þurftu að vinna leikinn með tveggja marka mun en enduðu á að tapa 0-1. Svisslendingarnir unnu fyrri leik liðanna 3-2 og því þurftu heimamenn í Galatasaray heldur betur að spýta í lófana fyrir leik kvöldsins. Annað kom á daginn en heimaliðið var hvorki fugl né fiskur. Gestirnir skoruðu eftir rúman hálftíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu, staðan því markalaus í hálfleik. Það fór svo allt í bál og brand eftir að Alan Virginius skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu. Örskömmu síðar var hinn reyndi Fernando Muslera, markvörður heimaliðsins, rekinn af velli fyrir óíþróttamannslega hegðun. Sigurinn var gestanna sem og sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Young Boys vann einvígið samtals 4-2 og sætið svo sannarlega skilið. 𝑱𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨!!! 💛🖤YB erreicht die Champions League! Zum vierten Mal in der Vereinsgeschichte erreichen die Young Boys die Champions League. Alan Virginius schoss den wichtigen Treffer zum 1:0-Sieg im Rückspiel bei Galatasaray! 🤩#bscyb #ybforever #gsyb #ucl pic.twitter.com/1tzpjoXh6O— BSC YOUNG BOYS (@BSC_YB) August 27, 2024 Þetta er mikið högg fyrir Galatasaray sem eins og áður sagði hefur eytt gríðarlegum fjármunum í lið sitt. Meðal leikmanna í liðinu eru framherjarnir Mauro Icardi, Michy Batshuayi og Dries Mertens. Þá var Lucas Torrera á miðri miðjunni og Hakim Ziyech á hægri vængnum. Að endingu má nefna Danina tvo sem kostuðu þó nokkrar milljónir evra; Victor Nelson og Elias Jelert. Ásamt Young Boys eru Salzburg frá Austurríki og Slavia Prag komin í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á kostnaði Dynamo Kiev og Malmö. Tapliðin þrjú fara í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Sjá meira
Svisslendingarnir unnu fyrri leik liðanna 3-2 og því þurftu heimamenn í Galatasaray heldur betur að spýta í lófana fyrir leik kvöldsins. Annað kom á daginn en heimaliðið var hvorki fugl né fiskur. Gestirnir skoruðu eftir rúman hálftíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu, staðan því markalaus í hálfleik. Það fór svo allt í bál og brand eftir að Alan Virginius skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu. Örskömmu síðar var hinn reyndi Fernando Muslera, markvörður heimaliðsins, rekinn af velli fyrir óíþróttamannslega hegðun. Sigurinn var gestanna sem og sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Young Boys vann einvígið samtals 4-2 og sætið svo sannarlega skilið. 𝑱𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨!!! 💛🖤YB erreicht die Champions League! Zum vierten Mal in der Vereinsgeschichte erreichen die Young Boys die Champions League. Alan Virginius schoss den wichtigen Treffer zum 1:0-Sieg im Rückspiel bei Galatasaray! 🤩#bscyb #ybforever #gsyb #ucl pic.twitter.com/1tzpjoXh6O— BSC YOUNG BOYS (@BSC_YB) August 27, 2024 Þetta er mikið högg fyrir Galatasaray sem eins og áður sagði hefur eytt gríðarlegum fjármunum í lið sitt. Meðal leikmanna í liðinu eru framherjarnir Mauro Icardi, Michy Batshuayi og Dries Mertens. Þá var Lucas Torrera á miðri miðjunni og Hakim Ziyech á hægri vængnum. Að endingu má nefna Danina tvo sem kostuðu þó nokkrar milljónir evra; Victor Nelson og Elias Jelert. Ásamt Young Boys eru Salzburg frá Austurríki og Slavia Prag komin í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á kostnaði Dynamo Kiev og Malmö. Tapliðin þrjú fara í deildarkeppni Evrópudeildarinnar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Sjá meira