Lukaku samþykkir að spila undir stjórn Conte Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 17:47 Lukaku er á leið til Ítalíu á nýjan leik. vísir/Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur samþykkt að ganga í raðir Napoli á Ítalíu. Hinn 31 árs gamli Lukaku mun nú ferðast til Ítalíu til að ganga frá sínum málum. Ekki kemur fram í frétt The Athletic um málið hversu hár verðmiðinn er en Napoli hefur verið á eftir Lukaku í allt sumar. Það gæti farið svo að Victor Osimhen, hinn eftirsótti framherji Napoli, fari í hina áttina en Chelsea hefur verið gríðarlega virkt á leikmannamarkaðnum í sumar. Það kemur þó fram í frétt The Ahletic að félagið sé að reyna skera leikmannahóp sinn niður með sölum eða lánum. Napoli have agreed a deal to sign Romelu Lukaku from Chelsea.The Serie A side have also agreed terms with Lukaku, 31, who is set to travel to Italy to complete the move.More from @SJohnsonSport and @JamesHorncastle ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 27, 2024 Lukaku, sem hefur skorað 85 mörk í 119 A-landsleikjum, lék undir stjórn Antonio Conte hjá Inter Milan og varð meðal annars ítalskur meistari undir hans stjórn. Þeir stefna nú á að endurtaka leikinn hjá Napoli. Ásamt því að losa Lukaku til Ítalíu er Chelsea við það að lána markvörðinn Kepa Arrizabalaga til Bournemouth. Kepa var á sínum tíma dýrasti markvörður heims en hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og var á láni hjá Real Madríd á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að Thibaut Courtois hafi verið fjarverandi vegna meiðsla nærri alla leiktíðina mátti Kepa samt þola það að sitja á bekknum á meðan Andriy Lunin stóð á milli stanganna. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Lukaku mun nú ferðast til Ítalíu til að ganga frá sínum málum. Ekki kemur fram í frétt The Athletic um málið hversu hár verðmiðinn er en Napoli hefur verið á eftir Lukaku í allt sumar. Það gæti farið svo að Victor Osimhen, hinn eftirsótti framherji Napoli, fari í hina áttina en Chelsea hefur verið gríðarlega virkt á leikmannamarkaðnum í sumar. Það kemur þó fram í frétt The Ahletic að félagið sé að reyna skera leikmannahóp sinn niður með sölum eða lánum. Napoli have agreed a deal to sign Romelu Lukaku from Chelsea.The Serie A side have also agreed terms with Lukaku, 31, who is set to travel to Italy to complete the move.More from @SJohnsonSport and @JamesHorncastle ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 27, 2024 Lukaku, sem hefur skorað 85 mörk í 119 A-landsleikjum, lék undir stjórn Antonio Conte hjá Inter Milan og varð meðal annars ítalskur meistari undir hans stjórn. Þeir stefna nú á að endurtaka leikinn hjá Napoli. Ásamt því að losa Lukaku til Ítalíu er Chelsea við það að lána markvörðinn Kepa Arrizabalaga til Bournemouth. Kepa var á sínum tíma dýrasti markvörður heims en hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og var á láni hjá Real Madríd á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að Thibaut Courtois hafi verið fjarverandi vegna meiðsla nærri alla leiktíðina mátti Kepa samt þola það að sitja á bekknum á meðan Andriy Lunin stóð á milli stanganna.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Sjá meira