Fimm prósent af þingmanni? Róbert Björnsson skrifar 27. ágúst 2024 16:01 Frá áramótum hefur Hjörtur J. Guðmundsson nú skrifað og fengið birta 50 skoðanapistla (já ég taldi þá) hér á vísi sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda bókstafinn Z og fjalla á einn eða annan hátt um hvað Evrópusambandið sé hræðilegt, ólýðræðislegt og varasamt fyrir íslendinga. Þegar skrifaðir eru 50 greinar um sama málefnið sem hver er um 1000 orð að lengd er að sjálfsögðu mikið um endurtekningar en Hjörtur hefur greinilega mjög miklar og þungar áhyggjur af hugsanlegri aðildarumsókn Íslands í ESB og finnur sig knúinn til þess að vara okkur við – í sjálfboðavinnu – sem er svosem kannski virðingarvert í sjálfu sér. Alltént harðneitar Hjörtur öllum ásökunum um að starfa við þetta sem leigupenni hagsmunaaðila eða fyrrum vinnuveitanda síns Morgunblaðzinz. En málfrelsið er dásamlegt og þótt sumu fólki finnist skemmtilegra að kveikja á Netflix eftir vinnu á kvöldin þykir öðrum nauðsynlegra að skrifa skoðanapistla á Vísi – eins og gengur. Hvað sem því líður hef ég sem íbúi Evrópusambandsins haft svolítið gaman af þessum pistlum Hjartar þó svo þeir stemmi alls ekki við upplifun mína af því að búa í Evrópusambandinu – en ef maður setur upp viss gleraugu er hægt að sjá húmorinn í pistlum Hjartar – máske líkt og þegar maður les leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar. Eitt af því sem Hjörtur finnur ESB til foráttu er meintur lýðræðishalli á smærri ríki – en honum finnst „sætið við borðið“ sem íslendingum stæði til boða á Evrópuþinginu full rýrt. Honum finnst ótækt að hugsa til þess að við fengjum aðeins 6 þingmannasæti af 720 að teknu tilliti til mannfjölda og óttast því að Ísland hefði engin áhrif innan sambandsins. Ljóst er að Hirti finnst ólýðræðislegt að meirihlutinn í álfunni ráði og finnst réttlátara að vægi atkvæða fari eftir einhverju öðru...kannski líkt og kjördæmaskipan á Íslandi hvar vægi atkvæða Vestfirðinga gilda þrefalt á við kjósenda í Reykjavík. Tilgangur þess er augljóslega ekki almannahagsmunir heldur er kerfið á Íslandi hannað fyrir þrönga sérhagsmunagæslu og „gerrymandering“. En hver verður víst að fá að hafa sína sýn á lýðræðið hvort sem er á Raufarhöfn eða Rotterdam. Íslenskir þingmenn hafa þó hingað til ekki áorkað svo miklu fyrir land og þjóð að það tæki því að senda fleiri en 6 til Brüssel – hvar aðgengi að ódýrum bjór er alltof mikið fyrir veikgeðja einstaklinga. Einhverra hluta vegna efast ég því um að fleiri íslenskir þingmenn í Brüssel hefðu sérstaklega jákvæð og uppbyggileg áhrif á starfsemi og stefnu ESB. Hitt er svo önnur saga að Evrópuríkið sem ég bý í hefur líka einungis 6 þingmenn á Evrópuþinginu og því jafnt atkvæðavægi á við Ísland – þegar þið loksins sjáið að ykkur. Kannski finnst Hirti að ríkasta þjóð veraldar miðað við verga þjóðarframleiðslu – Lúxemborg, hvar rúsínurnar vaxa – ætti að hafa meira vægi en segjum eitthvað fátækt austantjaldsland sem þó er milljónaþjóð? En í Evrópu virkar lýðræðið þannig að ríkisborgarar fá úthlutað atkvæðum per haus en ekki bankar og sjávarútvegsfyrirtæki. Þrátt fyrir fámennið og „áhrifaleysið“ er merkilegt hversu miklu Lúxemborg hefur þó áorkað innan sambandsins og meðal annars átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar ESB – nú síðast Jean-Claude Junker. En hvað finnst Lúxemborgurum sjálfum um Evrópusambandið og meint áhrifaleysi sitt? Jú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Eurobarometer sem kom út í mars 2024 bera 77% Lúxemborgara mikið traust til Evrópusambandsins og stofnanna þess. Sama hlutfall (77%) ber raunar mikið traust til eigin ríkisstjórnar (hugsið ykkur!) en auk þess sögðust 86% Lúxemborgara líta á sig sem Evrópu-borgara fyrst (European Citizen) og Lúxemborgara svo. Þá sögðu 89% svarenda að efnahagsmálin væru í góðum gír (verðbólgan komin niður í 2.2% og kaupmáttur stöðugur). Loks sögðu heil 95% svarenda að lífsgæði sín (quality of life) væru góð. Hjörtur gæti kannski frætt okkur um niðurstöður sambærilegra kannana í Bretlandi eftir Brexit og 14 ára valdasetu íhaldsflokksins? Svona í ljósi þess að Hjörtur fór áður mikinn á „hugveitunni“ Brexit Central. Þið hin – það styttist óumflýjanlega í kosningar. Ykkar er valið og valdið – þið vitið ósköp vel hvernig þið losnið við krónuna, 9,25% stýrivexti, vaxtakostnað á við nýjan Landspítala á hverju ári, gersamlega vanhæfa stjórnsýslu, gráðuga smákónga og alltumlyggjandi spillingu. Þið þurfið ekki að kaupa ykkur flugmiða aðra leið eins og ég gerði fyrir mörgum árum. En að kjósa bara Framsókn er augljóslega ekki að fara að breyta miklu fyrir ykkur – sorry! Höfundur býr í Lúxemborg og er áhugamaður um samfélagslegar framfarir svosem útrýmingu bókstafsins Z úr íslensku ritmáli samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins frá 1973. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Frá áramótum hefur Hjörtur J. Guðmundsson nú skrifað og fengið birta 50 skoðanapistla (já ég taldi þá) hér á vísi sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda bókstafinn Z og fjalla á einn eða annan hátt um hvað Evrópusambandið sé hræðilegt, ólýðræðislegt og varasamt fyrir íslendinga. Þegar skrifaðir eru 50 greinar um sama málefnið sem hver er um 1000 orð að lengd er að sjálfsögðu mikið um endurtekningar en Hjörtur hefur greinilega mjög miklar og þungar áhyggjur af hugsanlegri aðildarumsókn Íslands í ESB og finnur sig knúinn til þess að vara okkur við – í sjálfboðavinnu – sem er svosem kannski virðingarvert í sjálfu sér. Alltént harðneitar Hjörtur öllum ásökunum um að starfa við þetta sem leigupenni hagsmunaaðila eða fyrrum vinnuveitanda síns Morgunblaðzinz. En málfrelsið er dásamlegt og þótt sumu fólki finnist skemmtilegra að kveikja á Netflix eftir vinnu á kvöldin þykir öðrum nauðsynlegra að skrifa skoðanapistla á Vísi – eins og gengur. Hvað sem því líður hef ég sem íbúi Evrópusambandsins haft svolítið gaman af þessum pistlum Hjartar þó svo þeir stemmi alls ekki við upplifun mína af því að búa í Evrópusambandinu – en ef maður setur upp viss gleraugu er hægt að sjá húmorinn í pistlum Hjartar – máske líkt og þegar maður les leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar. Eitt af því sem Hjörtur finnur ESB til foráttu er meintur lýðræðishalli á smærri ríki – en honum finnst „sætið við borðið“ sem íslendingum stæði til boða á Evrópuþinginu full rýrt. Honum finnst ótækt að hugsa til þess að við fengjum aðeins 6 þingmannasæti af 720 að teknu tilliti til mannfjölda og óttast því að Ísland hefði engin áhrif innan sambandsins. Ljóst er að Hirti finnst ólýðræðislegt að meirihlutinn í álfunni ráði og finnst réttlátara að vægi atkvæða fari eftir einhverju öðru...kannski líkt og kjördæmaskipan á Íslandi hvar vægi atkvæða Vestfirðinga gilda þrefalt á við kjósenda í Reykjavík. Tilgangur þess er augljóslega ekki almannahagsmunir heldur er kerfið á Íslandi hannað fyrir þrönga sérhagsmunagæslu og „gerrymandering“. En hver verður víst að fá að hafa sína sýn á lýðræðið hvort sem er á Raufarhöfn eða Rotterdam. Íslenskir þingmenn hafa þó hingað til ekki áorkað svo miklu fyrir land og þjóð að það tæki því að senda fleiri en 6 til Brüssel – hvar aðgengi að ódýrum bjór er alltof mikið fyrir veikgeðja einstaklinga. Einhverra hluta vegna efast ég því um að fleiri íslenskir þingmenn í Brüssel hefðu sérstaklega jákvæð og uppbyggileg áhrif á starfsemi og stefnu ESB. Hitt er svo önnur saga að Evrópuríkið sem ég bý í hefur líka einungis 6 þingmenn á Evrópuþinginu og því jafnt atkvæðavægi á við Ísland – þegar þið loksins sjáið að ykkur. Kannski finnst Hirti að ríkasta þjóð veraldar miðað við verga þjóðarframleiðslu – Lúxemborg, hvar rúsínurnar vaxa – ætti að hafa meira vægi en segjum eitthvað fátækt austantjaldsland sem þó er milljónaþjóð? En í Evrópu virkar lýðræðið þannig að ríkisborgarar fá úthlutað atkvæðum per haus en ekki bankar og sjávarútvegsfyrirtæki. Þrátt fyrir fámennið og „áhrifaleysið“ er merkilegt hversu miklu Lúxemborg hefur þó áorkað innan sambandsins og meðal annars átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar ESB – nú síðast Jean-Claude Junker. En hvað finnst Lúxemborgurum sjálfum um Evrópusambandið og meint áhrifaleysi sitt? Jú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Eurobarometer sem kom út í mars 2024 bera 77% Lúxemborgara mikið traust til Evrópusambandsins og stofnanna þess. Sama hlutfall (77%) ber raunar mikið traust til eigin ríkisstjórnar (hugsið ykkur!) en auk þess sögðust 86% Lúxemborgara líta á sig sem Evrópu-borgara fyrst (European Citizen) og Lúxemborgara svo. Þá sögðu 89% svarenda að efnahagsmálin væru í góðum gír (verðbólgan komin niður í 2.2% og kaupmáttur stöðugur). Loks sögðu heil 95% svarenda að lífsgæði sín (quality of life) væru góð. Hjörtur gæti kannski frætt okkur um niðurstöður sambærilegra kannana í Bretlandi eftir Brexit og 14 ára valdasetu íhaldsflokksins? Svona í ljósi þess að Hjörtur fór áður mikinn á „hugveitunni“ Brexit Central. Þið hin – það styttist óumflýjanlega í kosningar. Ykkar er valið og valdið – þið vitið ósköp vel hvernig þið losnið við krónuna, 9,25% stýrivexti, vaxtakostnað á við nýjan Landspítala á hverju ári, gersamlega vanhæfa stjórnsýslu, gráðuga smákónga og alltumlyggjandi spillingu. Þið þurfið ekki að kaupa ykkur flugmiða aðra leið eins og ég gerði fyrir mörgum árum. En að kjósa bara Framsókn er augljóslega ekki að fara að breyta miklu fyrir ykkur – sorry! Höfundur býr í Lúxemborg og er áhugamaður um samfélagslegar framfarir svosem útrýmingu bókstafsins Z úr íslensku ritmáli samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins frá 1973.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun