Danir hvattir til að eiga neyðarvistir, mat og lyf til þriggja daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:58 Þrátt fyrir að Danir séu nú hvattir til að vera búnir undir neyðarástand segja stjórnvöld að ekki stafi bein hernaðarógn að landinu og ekki sé tilefni til að hamstra vistir. AP/James Brooks Danir eru hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Um fjórar og hálf milljón Dana sem hafa náð átján ára aldri fá bréf frá stjórnvöldum þess efnis á næstu vikum. Neyðar- og almannavarnastofnun danska ríkisins, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur settu á laggirnar svokallað krísuráð fyrr í sumar. Ráðinu var meðal annars falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það er af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kunni að skapa neyðarástand í landinu. Fram kemur í frétt TV 2 um málið að þrátt fyrir þetta sé það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi sem beinlínis stafi að Danmörku. Borgarar eru engu að síður hvattir til að vera viðbúnir hvers konar krísuástandi. Troels Lund Poulsen er formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur.Facebook/Troels Lund Poulsen „Það geta skollið á krísur af mismunandi toga. Það getur verið loftslagstengt, eða það gæti verið það sem við köllum fjölþáttaógnir,“ er haft eftir Lailu Reenberg, yfirmanns stofnunarinnar. „Þess vegna er gott að sem flestir séu undir það búnir hvað þarf að gera í slíkum aðstæðum. Þá geta stjórnvöld hjálpað þeim sem eiga erfiðara með að hjálpa sér sjálfir og sínu heimilisfólki.“ Líkt og áður segir eiga allir Danir sem náð hafa átján ára aldri von á bréfi í rafrænum pósti frá stjórnvöldum á næstunni þar sem mælt er með því að borgarar hugi að því að hafa eftirfarandi til ráða sem dugar í minnst þrjá daga ef skellur á með neyðarástandi: Þrátt fyrir að skilaboð um að vera búin undir að komast af í þrjá daga séu send út nú liggur ekkert á að fylla á lagerinn eða hamstra vistir að sögn Reenberg. „Þetta er ekki þannig að maður í örvæntingu eigi að fara út og kaupa alla mögulega hluti. Það mikilvæga er að huga að aðstæðum sínum. Eru börn á heimilinu eða fólk með sérstakar þarfir sem þarf að taka tillit til?,“ er haft eftir Reenberg í frétt TV 2. Af tæknilegum ástæðum verður bréfið ekki sent út til allra í einu, og þeir tæplega þrjú hundruð þúsund Danir sem ekki hafa aðgang að netpóstinum, E-Boks, geta nálgast upplýsingarnar á netinu auk þess sem bæklingum verður dreift á bókasöfn og stofnanir um landið. Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Neyðar- og almannavarnastofnun danska ríkisins, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur settu á laggirnar svokallað krísuráð fyrr í sumar. Ráðinu var meðal annars falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það er af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kunni að skapa neyðarástand í landinu. Fram kemur í frétt TV 2 um málið að þrátt fyrir þetta sé það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi sem beinlínis stafi að Danmörku. Borgarar eru engu að síður hvattir til að vera viðbúnir hvers konar krísuástandi. Troels Lund Poulsen er formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur.Facebook/Troels Lund Poulsen „Það geta skollið á krísur af mismunandi toga. Það getur verið loftslagstengt, eða það gæti verið það sem við köllum fjölþáttaógnir,“ er haft eftir Lailu Reenberg, yfirmanns stofnunarinnar. „Þess vegna er gott að sem flestir séu undir það búnir hvað þarf að gera í slíkum aðstæðum. Þá geta stjórnvöld hjálpað þeim sem eiga erfiðara með að hjálpa sér sjálfir og sínu heimilisfólki.“ Líkt og áður segir eiga allir Danir sem náð hafa átján ára aldri von á bréfi í rafrænum pósti frá stjórnvöldum á næstunni þar sem mælt er með því að borgarar hugi að því að hafa eftirfarandi til ráða sem dugar í minnst þrjá daga ef skellur á með neyðarástandi: Þrátt fyrir að skilaboð um að vera búin undir að komast af í þrjá daga séu send út nú liggur ekkert á að fylla á lagerinn eða hamstra vistir að sögn Reenberg. „Þetta er ekki þannig að maður í örvæntingu eigi að fara út og kaupa alla mögulega hluti. Það mikilvæga er að huga að aðstæðum sínum. Eru börn á heimilinu eða fólk með sérstakar þarfir sem þarf að taka tillit til?,“ er haft eftir Reenberg í frétt TV 2. Af tæknilegum ástæðum verður bréfið ekki sent út til allra í einu, og þeir tæplega þrjú hundruð þúsund Danir sem ekki hafa aðgang að netpóstinum, E-Boks, geta nálgast upplýsingarnar á netinu auk þess sem bæklingum verður dreift á bókasöfn og stofnanir um landið.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira