Telur Orra Stein ekki á leið til Man City að svo stöddu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 20:02 Orri Steinn er líklega ekki á leið til Manchester City í sumar. AP Photo/Dave Thompson Á sunnudaginn var Orri Steinn Óskarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu og FC Kaupmannahafnar, orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Blaðamaður sem sérhæfir sig í liði Man City telur Orra Stein ekki vera á leið til liðsins að svo stöddu. Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic opinberaði á sunnudag að Orri Steinn væri á blaði hjá Man City. Í frétt Ornstein sagði þó að hann teldi Íslendinginn ekki á leið til félagsins í sumar. Nú hefur Sam Lee, kollegi Ornstein hjá Athletic, tjáð sig um fréttirnar en hann vinnur við að fjalla um lið Man City. Lee ræddi við danska fjölmiðilinn Tipsbladet í dag um áhuga félagsins á Orra Steini. Í því samtali kom fram að Orri Steinn væri vissulega á blaði hjá Man City sem og Kyogo Furuhashi sem spilar með Celtic. „Í síðustu viku heyrði ég Pep (Guardiola, þjálfara Man City) segja að hann teldi sig ekki þurfa á nýjum framherja að halda,“ sagði Lee en talið var að Englandsmeistararnir myndu festa kaup á framherja eftir að Julián Alvarez var seldur til Atlético Madríd. So this’ll be the other, younger option, in addition in Kyogo. As David says here, City are unlikely to pursue it and, last I heard, Guardiola was doubting whether they need another striker after all! But Txiki found these two https://t.co/Sb5OTHZTTs— Sam Lee (@SamLee) August 25, 2024 Það er ljóst að sama hvaða framherji gengur í raðir Man City þá mun sá hinn sami vera í því hlutverki að leysa Erling Haaland af þegar Norðmaðurinn væri hvíldur. Lee sér Orra Stein ekki í því hlutverki sem stendur. Orri Steinn hefur byrjað tímabilið í Danmörku af krafti og skorað fimm mörk í sex leikjum í deild ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Þá hefur hann skorað tvö mörk í fimm leikjum í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic opinberaði á sunnudag að Orri Steinn væri á blaði hjá Man City. Í frétt Ornstein sagði þó að hann teldi Íslendinginn ekki á leið til félagsins í sumar. Nú hefur Sam Lee, kollegi Ornstein hjá Athletic, tjáð sig um fréttirnar en hann vinnur við að fjalla um lið Man City. Lee ræddi við danska fjölmiðilinn Tipsbladet í dag um áhuga félagsins á Orra Steini. Í því samtali kom fram að Orri Steinn væri vissulega á blaði hjá Man City sem og Kyogo Furuhashi sem spilar með Celtic. „Í síðustu viku heyrði ég Pep (Guardiola, þjálfara Man City) segja að hann teldi sig ekki þurfa á nýjum framherja að halda,“ sagði Lee en talið var að Englandsmeistararnir myndu festa kaup á framherja eftir að Julián Alvarez var seldur til Atlético Madríd. So this’ll be the other, younger option, in addition in Kyogo. As David says here, City are unlikely to pursue it and, last I heard, Guardiola was doubting whether they need another striker after all! But Txiki found these two https://t.co/Sb5OTHZTTs— Sam Lee (@SamLee) August 25, 2024 Það er ljóst að sama hvaða framherji gengur í raðir Man City þá mun sá hinn sami vera í því hlutverki að leysa Erling Haaland af þegar Norðmaðurinn væri hvíldur. Lee sér Orra Stein ekki í því hlutverki sem stendur. Orri Steinn hefur byrjað tímabilið í Danmörku af krafti og skorað fimm mörk í sex leikjum í deild ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Þá hefur hann skorað tvö mörk í fimm leikjum í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira