Fjárfestum í kennurum Magnús Þór Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Staðreynd. Það skiptir öllu máli að börn fái góða menntun. Þau eiga rétt á því að í skólanum ríki fagmennska og stöðugleiki. Tölfræði hins íslenska raunveruleika sýnir að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri en ófaglærðir til að halda áfram kennslu. Tölfræðin leiðir líka í ljós að fimmti hver sem ráðinn er til kennslu í grunnskóla hefur ekki kennsluréttindi og enn stærra hlutfall er að finna á leikskólastiginu, þar sem þrír af hverjum fjórum hafa ekki kennsluréttindi. Á síðustu tíu árum hefur fjölda þeirra sem sinna kennslu án réttinda í framhaldsskólum fjölgað um 200 á meðan faglærðum hefur fækkað um 100. Það er lykilatriði að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að fjárfesta í kennurum með að leiðarljósi að auka fagmennsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að öll börn eigi rétt á menntun og þeim sé gert kleift að rækta hæfileika sína og færni. Faglegt starf og stöðugleiki innan skólanna stuðlar að aukinni vellíðan og velferð í samfélaginu. Á sama hátt skilar fjárfesting í menntun sér margfalt til baka því hún bætir félagslega stöðu barna og þau verða hæfari til að takast á við alls konar samfélagslegar áskoranir. Við hljótum sem samfélag að vera sammála um að við viljum fjölga kennurum. Fagmennska og stöðugleiki er það sem samfélagið horfir til að sé rauður þráður í menntun barna á öllum skólastigum og fjárfesting í kennurum kallar á ólíka þætti í þeirra starfi. Það er mikilvægt að við horfum til þess að spyrna við fæti og fylla skólana okkar fagmenntuðum kennurum, börnum til heilla. Hvernig vill íslenskt samfélag fjárfesta í framtíð barnanna sinna? Kennarasamband Íslands er byggt upp af röddum kennara, stjórnenda og ráðgjafa sem hafa valið sér það göfuga og skemmtilega starf að kenna. Þar er auðvitað að finna hugmyndir um hvernig best væri að fjárfesta á þann hátt að fjölga kennurum og með því auka fagmennsku og efla stöðugleika í skólastarfi. Árangursríkasta leiðin er að fá samfélagið til að hugsa þetta með okkur og leggja um leið stjórnvöldum til lausnir. Börnin okkar eiga skilið allt það besta sem völ er á. Menntun barna eykur farsæld þeirra og vellíðan. Ég vona að við sem samfélag séum sammála um það. Til að ná árangri þarf að fjárfesta í kennurum. Börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Staðreynd. Það skiptir öllu máli að börn fái góða menntun. Þau eiga rétt á því að í skólanum ríki fagmennska og stöðugleiki. Tölfræði hins íslenska raunveruleika sýnir að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri en ófaglærðir til að halda áfram kennslu. Tölfræðin leiðir líka í ljós að fimmti hver sem ráðinn er til kennslu í grunnskóla hefur ekki kennsluréttindi og enn stærra hlutfall er að finna á leikskólastiginu, þar sem þrír af hverjum fjórum hafa ekki kennsluréttindi. Á síðustu tíu árum hefur fjölda þeirra sem sinna kennslu án réttinda í framhaldsskólum fjölgað um 200 á meðan faglærðum hefur fækkað um 100. Það er lykilatriði að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að fjárfesta í kennurum með að leiðarljósi að auka fagmennsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að öll börn eigi rétt á menntun og þeim sé gert kleift að rækta hæfileika sína og færni. Faglegt starf og stöðugleiki innan skólanna stuðlar að aukinni vellíðan og velferð í samfélaginu. Á sama hátt skilar fjárfesting í menntun sér margfalt til baka því hún bætir félagslega stöðu barna og þau verða hæfari til að takast á við alls konar samfélagslegar áskoranir. Við hljótum sem samfélag að vera sammála um að við viljum fjölga kennurum. Fagmennska og stöðugleiki er það sem samfélagið horfir til að sé rauður þráður í menntun barna á öllum skólastigum og fjárfesting í kennurum kallar á ólíka þætti í þeirra starfi. Það er mikilvægt að við horfum til þess að spyrna við fæti og fylla skólana okkar fagmenntuðum kennurum, börnum til heilla. Hvernig vill íslenskt samfélag fjárfesta í framtíð barnanna sinna? Kennarasamband Íslands er byggt upp af röddum kennara, stjórnenda og ráðgjafa sem hafa valið sér það göfuga og skemmtilega starf að kenna. Þar er auðvitað að finna hugmyndir um hvernig best væri að fjárfesta á þann hátt að fjölga kennurum og með því auka fagmennsku og efla stöðugleika í skólastarfi. Árangursríkasta leiðin er að fá samfélagið til að hugsa þetta með okkur og leggja um leið stjórnvöldum til lausnir. Börnin okkar eiga skilið allt það besta sem völ er á. Menntun barna eykur farsæld þeirra og vellíðan. Ég vona að við sem samfélag séum sammála um það. Til að ná árangri þarf að fjárfesta í kennurum. Börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun