Vaktin: Enginn undir ísnum og aðgerðum hætt Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2024 07:35 Frá björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul fyrr í dag. vísir/vilhelm Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. Tilkynning um slysið barst um klukkan 15 í gær. Í fyrstu var talið að 25 hafi verið í hópnum en nú liggur fyrir að aðeins 23 voru í hópnum. Fólkið sem lenti undir ís í slysinu var par frá Bandaríkjunum. Maðurinn lést en konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Færanlegri stjórnstöð, stjórnstöðvarbíl, var ekið frá Reykjavík og á vettvang í nótt. Þá var sérstakur fjarskiptahópur sendur austur til að bæta fjarskipti á staðnum. Unnið var í tíu til fimmtán manna hópum við að mola ísinn. Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum. Nær eingöngu var hægt að beita handafli, enda ekki hægt að koma vélum á staðinn. Ekki er til fullur nafnalisti um alla þá sem voru í hópnum. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Tilkynning um slysið barst um klukkan 15 í gær. Í fyrstu var talið að 25 hafi verið í hópnum en nú liggur fyrir að aðeins 23 voru í hópnum. Fólkið sem lenti undir ís í slysinu var par frá Bandaríkjunum. Maðurinn lést en konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Færanlegri stjórnstöð, stjórnstöðvarbíl, var ekið frá Reykjavík og á vettvang í nótt. Þá var sérstakur fjarskiptahópur sendur austur til að bæta fjarskipti á staðnum. Unnið var í tíu til fimmtán manna hópum við að mola ísinn. Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum. Nær eingöngu var hægt að beita handafli, enda ekki hægt að koma vélum á staðinn. Ekki er til fullur nafnalisti um alla þá sem voru í hópnum. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Slys á Breiðamerkurjökli Tengdar fréttir Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. 26. ágúst 2024 06:57 Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. 25. ágúst 2024 23:56 Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. 26. ágúst 2024 06:57
Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. 25. ágúst 2024 23:56
Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10
Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42
Alvarlegt slys er íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01