Åslund skoraði annað mark seinna í leiknum sem var sannkallað draumamark.
Hann fékk boltann fyrir utan vítateiginn lagði hann fyrir sig og lét vaða. Åslund hitti boltann vel og hann fór yfir markvörðinn í slána og niður.

Eins og sést á sjónvarpsmyndunum hér fyrir neðan þá fór boltinn langt fyrir innan marklínuna. Þrátt fyrir það þá dæmdu dómararnir ekki mark því þeir misstu allir af þessu draumamarki hans.
„Þetta var langt yfir línuna og þetta var því mjög fúlt. Mér fannst hann alltaf skoppa þannig af slánni að ég vissi að hann var inni,“ sagði Patric Åslund við Max.
Það er engin myndbandsdómgæsla í sænsku deildinni og því hélt leikurinn áfram.
Sem betur fer fyrir Åslund, og kannski enn frekar dómarana, þá fór leikurinn 1-0. Þessi mistök þeirra kostuðu Djurgården því ekki stig.
Åslund er því bara með þrjú mörk í sautján deildarleikjum í sænsku deildinni í sumar en ekki fjögur.
Patric Åslund gör sitt andra mål i matchen men det missas att bollen är över linjen. Fortsatt 1-0 till Djurgården i matchen.
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 25, 2024
📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/DdqEB7cGB3
