„Greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 22:37 Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink FH komst aftur á sigurbraut eftir 2-3 útisigur gegn Fylki þar sem FH lenti tvisvar undir. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var ánægður með sigurinn. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í þessum leik. Við fengum síðan þrjú eða fjögur góð færi en náðum ekki að skora. Í seinni hálfleik var maður farinn að halda að þetta yrði ekki dagurinn okkar en við náðum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og það var ljúft að vinna þetta,“ sagði Björn Daníel í viðtali beint eftir leik. Að mati Björns átti hann að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann á bringuna og féll niður í teignum í kjölfarið. „Ég ætlaði að taka boltann á bringuna og þá var keyrt aftan í mig og ég hélt að ég væri að fá víti en heyrði ekkert flaut. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar fyrir því sem ég fékk af hverju ég hafi ekki fengið víti en mér fannst þetta víti í augnablikinu.“ Björn Daníel lagði upp sigurmarkið á Arnór Borg Guðjohnsen sem gladdi hann mikið þar sem þeir hafa unnið saman í allt sumar. „Ég og Arnór erum búnir að vinna saman í allt sumar. Það var gott að sjá að það er komin tenging á milli okkar á fótboltavellinum líka. Ég er ánægður fyrir hann að hafa skorað því hann hefur unnið hart að því skora og þetta datt fyrir hann í kvöld. Það er mikilvægt að fá sem flesta í að skora því við þurfum að fá mörk úr öllum áttum.“ Aðspurður út í það hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það. „Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig.“ Björn Daníel hefur skorað átta mörk í deildinni en það mesta sem hann hefur skorað í deildinni eru níu mörk en mun hann toppa það? „Ég veit það ekki. Boltinn hefur dottið fyrir mig upp á síðkastið og ég er ágætlega hættulegur í teignum og ég ætla að reyna að komast yfir níu mörk. Ég ætla ekki að fara gefa út nein markmið, ég er ekki með nein markmið ég mæti bara í leikina og ætla að reyna að skora,“ sagði Björn Daníel léttur að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
„Við gerðum okkur erfitt fyrir í þessum leik. Við fengum síðan þrjú eða fjögur góð færi en náðum ekki að skora. Í seinni hálfleik var maður farinn að halda að þetta yrði ekki dagurinn okkar en við náðum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og það var ljúft að vinna þetta,“ sagði Björn Daníel í viðtali beint eftir leik. Að mati Björns átti hann að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann á bringuna og féll niður í teignum í kjölfarið. „Ég ætlaði að taka boltann á bringuna og þá var keyrt aftan í mig og ég hélt að ég væri að fá víti en heyrði ekkert flaut. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar fyrir því sem ég fékk af hverju ég hafi ekki fengið víti en mér fannst þetta víti í augnablikinu.“ Björn Daníel lagði upp sigurmarkið á Arnór Borg Guðjohnsen sem gladdi hann mikið þar sem þeir hafa unnið saman í allt sumar. „Ég og Arnór erum búnir að vinna saman í allt sumar. Það var gott að sjá að það er komin tenging á milli okkar á fótboltavellinum líka. Ég er ánægður fyrir hann að hafa skorað því hann hefur unnið hart að því skora og þetta datt fyrir hann í kvöld. Það er mikilvægt að fá sem flesta í að skora því við þurfum að fá mörk úr öllum áttum.“ Aðspurður út í það hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það. „Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig.“ Björn Daníel hefur skorað átta mörk í deildinni en það mesta sem hann hefur skorað í deildinni eru níu mörk en mun hann toppa það? „Ég veit það ekki. Boltinn hefur dottið fyrir mig upp á síðkastið og ég er ágætlega hættulegur í teignum og ég ætla að reyna að komast yfir níu mörk. Ég ætla ekki að fara gefa út nein markmið, ég er ekki með nein markmið ég mæti bara í leikina og ætla að reyna að skora,“ sagði Björn Daníel léttur að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira