„Tvö bestu liðin berjast um titilinn“ Hinrik Wöhler skrifar 25. ágúst 2024 17:01 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs í miklum markaleik á Kaplakrikavelli í dag. Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hrósaði sigri á Kaplakrikavelli í dag þegar Valur sigraði FH í miklum markaleik. Leikurinn fór 4-2, Val í vil, og situr liðið á toppi Bestu deildar kvenna þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið. „Mjög sáttur með þrjú stig og spilamennsku liðsins líka,“ sagði Pétur skömmu eftir leik. Pétur var ánægður með frammistöðu liðsins í dag en Valur lenti óvænt 1-0 undir í upphafi leiks. Valur svaraði þó marki FH skömmu síðar og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. „Það kemur kannski ekkert á óvart, þetta hefur verið svona í sumar líka. Þetta var bara frábært hvernig við brugðumst við því strax og nánast jöfnuðum strax. Stelpurnar spiluðu leikinn vel,“ sagði Pétur um byrjun leiksins. Eftir jafnan fyrri háfleik gáfu Valskonur í og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Mörkin voru keimlík en þau komu eftir hnitmiðuð skot fyrir utan vítateig. „Þetta kom á óvart en sem betur fer voru þetta flott skot,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í markasúpuna í síðari hálfleik. Frábært tímabil hjá Val Eftir 18 umferðir skiptist deildin í tvennt þar sem sex efstu liðin leika sín á milli í efri hluta Bestu deildarinnar. Pétur er í skýjunum með stigasöfnun liðsins hingað til og að auki landaði liðið bikarmeistaratitlinum í síðustu viku. „Mér finnst þetta bara frábært. Það fóru 14 leikmenn frá okkur og nýtt lið búið til. Þá finnst mér þetta frábært tímabil hjá okkur.“ „Það er fimm leikir eftir núna og bara tvö bestu liðin berjast um titilinn og við sjáum hvar hann endar,“ bætti Pétur við þegar hann var spurður út í framhaldið. Sáttur með nýja hárstílinn Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðustu viku.Vísir/Anton Brink Á dögunum vakti það athygli þegar þjálfarinn ákvað að aflita á sér hárið eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum. Pétur var spurður hvort hann hyggst breyta um hárlit ef liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er bara minn hárlitur þegar ég var krakki þannig það er bara fínt að hafa þetta áfram,“ sagði Pétur og greinilegt að hann sé sáttur með nýja hárstílinn. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Mjög sáttur með þrjú stig og spilamennsku liðsins líka,“ sagði Pétur skömmu eftir leik. Pétur var ánægður með frammistöðu liðsins í dag en Valur lenti óvænt 1-0 undir í upphafi leiks. Valur svaraði þó marki FH skömmu síðar og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. „Það kemur kannski ekkert á óvart, þetta hefur verið svona í sumar líka. Þetta var bara frábært hvernig við brugðumst við því strax og nánast jöfnuðum strax. Stelpurnar spiluðu leikinn vel,“ sagði Pétur um byrjun leiksins. Eftir jafnan fyrri háfleik gáfu Valskonur í og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Mörkin voru keimlík en þau komu eftir hnitmiðuð skot fyrir utan vítateig. „Þetta kom á óvart en sem betur fer voru þetta flott skot,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í markasúpuna í síðari hálfleik. Frábært tímabil hjá Val Eftir 18 umferðir skiptist deildin í tvennt þar sem sex efstu liðin leika sín á milli í efri hluta Bestu deildarinnar. Pétur er í skýjunum með stigasöfnun liðsins hingað til og að auki landaði liðið bikarmeistaratitlinum í síðustu viku. „Mér finnst þetta bara frábært. Það fóru 14 leikmenn frá okkur og nýtt lið búið til. Þá finnst mér þetta frábært tímabil hjá okkur.“ „Það er fimm leikir eftir núna og bara tvö bestu liðin berjast um titilinn og við sjáum hvar hann endar,“ bætti Pétur við þegar hann var spurður út í framhaldið. Sáttur með nýja hárstílinn Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðustu viku.Vísir/Anton Brink Á dögunum vakti það athygli þegar þjálfarinn ákvað að aflita á sér hárið eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum. Pétur var spurður hvort hann hyggst breyta um hárlit ef liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er bara minn hárlitur þegar ég var krakki þannig það er bara fínt að hafa þetta áfram,“ sagði Pétur og greinilegt að hann sé sáttur með nýja hárstílinn.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti