Við hefjum þó leik í víþjóð þar sem Rosengard og Häcken eigast við á Vodafone Sport klukkan 16:45.
Klukkan 19:05 hefst svo bein útsending frá viðureign Stjörnunnar og HK á Stöð 2 Sport, en með sigri geta HK-ingar komið sér upp úr fallsæti. Að leik loknum verður Stúkan svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr 20. umferð deildarinnar.
Að lokum eigast Twins og Braves við í MLB-deildinni í hafnabolta á Vodafone Sport klukkan 23:30.