Heldur upp á afmæli dótturinnar eftir sigur í Reykjavíkurmaraþoninu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 19:47 Sigurður Örn varð í dag Íslandsmeistari í maraþoni. Vísir/Skjáskot Sigurður Örn Ragnarsson varð í dag fyrsti Íslendingurinn í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er hann kom í mark á tímanum 2:37:07. „Ég hélt að ég myndi dala svolítið þegar síðustu tíu voru eftir en ég náði að dæla í mig tveimur gelum þannig þetta hafðist,“ sagði Sigurður Örn er hann kom í mark í dag, fyrstu Íslendinga. Sigurður varð sjöundi í heildarkeppninni, rúmlega sextán og hálfri mínútu á eftir Portúgalanum José Sousa sem kom fyrstu í mark. Hann segir undirbúninginn fyrir hlaupið hafa gengið vel. „Ég er meira í Iron man og þríþraut og þess háttar þannig ég hjóla og syndi rosalega mikið. En síðustu kannski átta vikur er ég bara búinn að vera að gíra niður sundið og hjólið og taka aðeins meira af hlaupum. En ég fann það alveg að það vantaði smá kílometra í lappirnar síðustu tíu,“ sagði Sigurður léttur. Hann segist þó vera ánægður með tímann, enda varð hann fyrstu allra Íslendinga í mark. „Ég er mjög sáttur. Ég stefndi á að hlaupa undir 2:40:00 og svo var algjört draumamarkmið að ná að fara undir 2:35:00. Ég ætla ekki að fara að kenna veðrinu um því maður var tilbúinn með þá afsökun fyrirfram. En þetta var bara snilld, frábært.“ Klippa: Sigurður Örn Ragnarsson - Íslandsmeistari í maraþoni Hausinn skiptir mestu máli Beðinn um að útskýra fyrir fólki heima í stofu hversu erfitt það er að hlaupa maraþon segir Sigurður að fólk verði að vera með hausinn rétt skrúfaðan á. „Þetta er svona 70 prósent hausinn og 30 prósent líkaminn í svona löngu hlaupi, sérstaklega seinni helminginn. Þú ferð að efast um sjálfan þig og þú þarft stöðugt að vera að tala við sjálfan þig ef þú ætlar að ná þessu. Það er alltaf bara næsti kílometer og þú setur þér bara lítil markmið og nærð þeim. En ég get alveg viðurkennt það að þetta er eitt það erfiðasta sem maður gerir.“ Heldur upp á hlaupið í afmæli dótturinnar Þá var Sigurður einnig spurður að því hvað hann ætlaði að gera til að halda upp á það að vera búinn með hlaupið. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurði þessa helgina. „Ég fæ mér allavega einn áfengislausan Thrive, það eitt er víst. En svo er dóttirin þriggja ára í dag þannig að það verður eitthvað húllumhæ seinna í dag og á morgun. En þetta var bara frábært og góð byrjun á helginni,“ sagði Sigurður að lokum. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Ég hélt að ég myndi dala svolítið þegar síðustu tíu voru eftir en ég náði að dæla í mig tveimur gelum þannig þetta hafðist,“ sagði Sigurður Örn er hann kom í mark í dag, fyrstu Íslendinga. Sigurður varð sjöundi í heildarkeppninni, rúmlega sextán og hálfri mínútu á eftir Portúgalanum José Sousa sem kom fyrstu í mark. Hann segir undirbúninginn fyrir hlaupið hafa gengið vel. „Ég er meira í Iron man og þríþraut og þess háttar þannig ég hjóla og syndi rosalega mikið. En síðustu kannski átta vikur er ég bara búinn að vera að gíra niður sundið og hjólið og taka aðeins meira af hlaupum. En ég fann það alveg að það vantaði smá kílometra í lappirnar síðustu tíu,“ sagði Sigurður léttur. Hann segist þó vera ánægður með tímann, enda varð hann fyrstu allra Íslendinga í mark. „Ég er mjög sáttur. Ég stefndi á að hlaupa undir 2:40:00 og svo var algjört draumamarkmið að ná að fara undir 2:35:00. Ég ætla ekki að fara að kenna veðrinu um því maður var tilbúinn með þá afsökun fyrirfram. En þetta var bara snilld, frábært.“ Klippa: Sigurður Örn Ragnarsson - Íslandsmeistari í maraþoni Hausinn skiptir mestu máli Beðinn um að útskýra fyrir fólki heima í stofu hversu erfitt það er að hlaupa maraþon segir Sigurður að fólk verði að vera með hausinn rétt skrúfaðan á. „Þetta er svona 70 prósent hausinn og 30 prósent líkaminn í svona löngu hlaupi, sérstaklega seinni helminginn. Þú ferð að efast um sjálfan þig og þú þarft stöðugt að vera að tala við sjálfan þig ef þú ætlar að ná þessu. Það er alltaf bara næsti kílometer og þú setur þér bara lítil markmið og nærð þeim. En ég get alveg viðurkennt það að þetta er eitt það erfiðasta sem maður gerir.“ Heldur upp á hlaupið í afmæli dótturinnar Þá var Sigurður einnig spurður að því hvað hann ætlaði að gera til að halda upp á það að vera búinn með hlaupið. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurði þessa helgina. „Ég fæ mér allavega einn áfengislausan Thrive, það eitt er víst. En svo er dóttirin þriggja ára í dag þannig að það verður eitthvað húllumhæ seinna í dag og á morgun. En þetta var bara frábært og góð byrjun á helginni,“ sagði Sigurður að lokum.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira