Corsovic kemur til Vals frá Trimo Trebnje í Slóveníu þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú tímabil. Áður lék hann í Svartfjallalandi.
Hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val þegar liðið mætir FH í Meistarakeppni HSÍ á miðvikudaginn. Valur fær svo Bjelin Spacva Vinkovci í heimsókn í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir viku. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er gegn ÍBV fimmtudaginn 5. september.
Corsovic er væntanlega ætlað að fylla skarð Tjörva Týs Gíslasonar sem er farinn til Bergischer í Þýskalandi.
Á síðasta tímabili varð Valur bikarmeistari og vann EHF-bikarinn.