Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 19:17 Forsetaframboð Roberts F. Kennedy yngra er dautt en á ýmsu hefur gengið hjá honum undanfarna mánuði. Hann naut ekki stuðnings eigin fjölskyldu í kosningabaráttunni. Getty/Mario Tama Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. Á blaðamannafundi þar sem Kennedy kynnti ákvörðun sína í dag sagðist hann ekki geta beðið fólk um að kjósa sig þar sem hann ætti ekki raunhæfa möguleika á að ná kjöri. Hann yrði áfram á kjörseðlinum í sumum ríkjum en draga sig til baka í tíu ríkjum þar sem framboð hans gæti haft áhrif á úrslit kosninganna. Sakaði Kennedy demókrata um að há stríð fyrir dómstólum gegn sér og Trump. Demókratar væru ekki lengur talsmenn stjórnarskrárinnar og hefðu vikið frá grunngildum flokksins frá æsku hans sjálfs. Kennedy ætlaði upphaflega að bjóða sig fram í forvali demókrata en skráði sig síðan sem óháður frambjóðandi. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Kennedy ætli að koma fram á kosningafundi með Trump í Phoenix í Arizona dag. Blaðamannafundur Kennedy fór fram þar. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá tilraunum Kennedy til þess að fá bæði Trump og Harris til þess að lofa sér áhrifastöðu í ríkisstjórn gegn því að lýsa yfir stuðningi við annað hvort þeirra. Ekki er ljóst hvort að Kennedy hafi fengið slíkt loforð frá Trump. Vísbendingar hafa verið í skoðanakönnunum um að Kennedy gæti tekið atkvæði af Trump í lykilríkjum sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Ákvörðun Kennedy nú gæti því hjálpað Trump í hörðum slag við Kamölu Harris, forsetaefni demókrata. Sagður svíkja gildi Kennedy-fjölskyldunnar Mikill vandræðagangur hefur einkennt framboð Kennedy. Hann hefur átt erfitt með að koma nafni sínu á kjörseðilinn í öllum ríkjum, meðal annars vegna ásakana um að hann hafi skilað inn fölsuðum gögnum. Þá hefur hvert furðumálið rekið annað. Hann greindi sjálfur frá því að ormar hefðu fundist í heila hans og viðurkenndi nýlega að hafa skilið eftir bjarnarhúnshræ í Miðgarði í New York fyrir tíu árum. Kennedy er sonur Roberts F. Kennedy, bróður Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir voru báðir ráðnir af dögum. Fjölskylda hans brást við tíðindunum í dag með því að saka hann um að svíkja gildi föður síns og stórfjölskyldunnar. „Þetta er dapurlegur endir á dapurlegri sögu,“ sagði í yfirlýsingunni sem fimm af systkinum Kennedy skrifuðu undir. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Á blaðamannafundi þar sem Kennedy kynnti ákvörðun sína í dag sagðist hann ekki geta beðið fólk um að kjósa sig þar sem hann ætti ekki raunhæfa möguleika á að ná kjöri. Hann yrði áfram á kjörseðlinum í sumum ríkjum en draga sig til baka í tíu ríkjum þar sem framboð hans gæti haft áhrif á úrslit kosninganna. Sakaði Kennedy demókrata um að há stríð fyrir dómstólum gegn sér og Trump. Demókratar væru ekki lengur talsmenn stjórnarskrárinnar og hefðu vikið frá grunngildum flokksins frá æsku hans sjálfs. Kennedy ætlaði upphaflega að bjóða sig fram í forvali demókrata en skráði sig síðan sem óháður frambjóðandi. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Kennedy ætli að koma fram á kosningafundi með Trump í Phoenix í Arizona dag. Blaðamannafundur Kennedy fór fram þar. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá tilraunum Kennedy til þess að fá bæði Trump og Harris til þess að lofa sér áhrifastöðu í ríkisstjórn gegn því að lýsa yfir stuðningi við annað hvort þeirra. Ekki er ljóst hvort að Kennedy hafi fengið slíkt loforð frá Trump. Vísbendingar hafa verið í skoðanakönnunum um að Kennedy gæti tekið atkvæði af Trump í lykilríkjum sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Ákvörðun Kennedy nú gæti því hjálpað Trump í hörðum slag við Kamölu Harris, forsetaefni demókrata. Sagður svíkja gildi Kennedy-fjölskyldunnar Mikill vandræðagangur hefur einkennt framboð Kennedy. Hann hefur átt erfitt með að koma nafni sínu á kjörseðilinn í öllum ríkjum, meðal annars vegna ásakana um að hann hafi skilað inn fölsuðum gögnum. Þá hefur hvert furðumálið rekið annað. Hann greindi sjálfur frá því að ormar hefðu fundist í heila hans og viðurkenndi nýlega að hafa skilið eftir bjarnarhúnshræ í Miðgarði í New York fyrir tíu árum. Kennedy er sonur Roberts F. Kennedy, bróður Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir voru báðir ráðnir af dögum. Fjölskylda hans brást við tíðindunum í dag með því að saka hann um að svíkja gildi föður síns og stórfjölskyldunnar. „Þetta er dapurlegur endir á dapurlegri sögu,“ sagði í yfirlýsingunni sem fimm af systkinum Kennedy skrifuðu undir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35