Og Viðey hverfur sjónum Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 23. ágúst 2024 14:02 Í dag, 23. ágúst, lýkur kynningu á breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, sem unnt er að nálgast gegnum www.skipulagsgatt.is Klettagarðar. Kynningin er fyrir svokallaða hagaðila og aðra þá sem láta sig málið varða. Breytingin er gerð vegna fyrirhugaðrar stækkunar á landfyllingu Sundahafnar. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrri hluta landfyllingarinnar var gefið út 9. apríl 2019 af skipulagsfulltrúa Reykjavíkur og lokið var við fyllinguna síðsumars 2020. Engin opinber umræða átti sér stað í tengslum við leyfisveitinguna og þrátt fyrir að heildarstærð landfyllingarinnar myndi verða 4 ha utan í Laugarnesi var komist hjá umhverfismati af hálfu Skipulagsstofnunar. Breytingin komst í gegn eftir krókaleiðum sem breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Nú, rúmum fimm árum síðar, á að fara að skipulagslögum, áður en hafist verður handa við að sturta grjóti í seinni helming landfyllingarinnar. Breyting á deiliskipulagi Klettasvæðis var auglýst 11. júlí 2024. Og þið, sem þetta lesið, tókuð ekki eftir auglýsingunni í miðju sumarfríi, eða föttuðuð ekki að smálenging á götu inni í Sundahöfn sem heitir Klettagarðar, snerist í raun um framtíð Laugarness og Laugarnesstanga og aldalanga tengingu svæðisins við Viðey, drottningu eyjanna á Kollafirði. Krúnudjásn Reykjavíkur. Slagurinn stendur um Viðey Slagurinn stendur sem sé um Viðey, þótt fáir geri sér grein fyrir því. Ekki um eignarhaldið, Viðey er hluti af Reykjavík, ekki um það hvort fólk geti siglt þangað með ferju stöku sinnum eður ei. Nei, slagurinn stendur um það hvort hagaðilinn almenningur geti áfram séð út til Viðeyjar frá norðurströnd Reykjavíkur að Laugarnesi meðtöldu, þ.e.a.s. til hjartastaðarins þar sem elsta steinhús á Íslandi stendur, Viðeyjarstofa. Hún var byggð 1753-55 og skömmu síðar reis kirkjan við hennar hlið. Þessar systurbyggingar mörkuðu tímamót í íslenskri byggingasögu, þær urðu fyrirmyndir annarra bygginga úr höggnum steini, Nesstofu, Bessastaðastofu, Hóladómkirkju. Viðeyjarstofa varð fyrsta stjórnsýslubygging Reykjavíkur, embættisbústaður Skúla Magnússonar landfógeta, sem síðar var kallaður faðir Reykjavíkur. Hann var maðurinn á bak við fyrstu iðnfyrirtæki sem sett voru á fót á Íslandi, Innréttingarnar, sem risu þar sem nú er Aðalstræti. Skúli og Innréttingarnar eru tákn um framfarahyggju Upplýsingarinnar og fyrstu skref Íslands inn í nútímann. Klettagarðar, eitrað peð Og nú ætlar nútíminn að gefa skít í Skúla og Viðeyjarstofu og reisa skrifstofubyggingar á fyrrgreindri 4 hektara landfyllingu, Klettagörðum 16 og 18, andspænis Viðey norður af Laugarnesi. Húsin munu verða eins og múrveggur í sjónlínunni milli lands og eyjar. Borgarskipulag Reykjavíkur hefur fengið það sorglega hlutverk að búa í haginn fyrir hervirkið og gerir það með fyrrnefndri breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis. Í greinargerð með tillögunni er ekki minnst einu orði á Viðey eða Laugarnestanga, sem landfyllingin liggur upp við, þótt þar verði áhrifin mest og hörmulegust! Það er eins og Berlínarmúrinn hafi á sínum tíma ekkert haft með Berlín að gera! Almenningur varð og verður því sjálfur að átta sig á að Klettagarðar 16 og 18 eru eitrað peð. Það er ekki bara verið að lengja einhverja götu inni í Sundahöfn, það er verið að vega að einum mikilvægasta stað í sögu Reykjavíkur, Laugarnesi og Laugarnestanga. Og þetta er gert þrátt fyrir að svæðið njóti hverfisverndar og um það sé í gildi verndaráætlun milli Reykjavíkurborgar og Minjastofnunar Íslands frá 25. ágúst 2016. Verndaráætlunin er mikið plagg, undirritað af þáverandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni og Kristínu Huld Sigurðardóttur, þáverandi forstöðumanni Minjastofnunar. Þar eru lykilsetningar þessar: “Náttúrufarið á Laugarnestanga gerir svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar mannvirkja nútímans. Mikilvægt er að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík.“ Hagaðilinn almenningur Þeir á skipulagssviði Reykjavíkurborgar þekkja þennan texta vel og er því fullkunnugt um þær alvarlegu afleiðingar sem viðbótarlandfyllingin og nýju byggingarlóðirnar við Klettagarða hafa fyrir aldalöng tengslin milli Laugarness og Viðeyjar. Í plaggi dagsettu 5. apríl 2019, sem varðar útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir fyrri hluta landfyllingarinnar, er ítrekað vitnað til fyrrnefndrar Verndaráætlunar og mikilvægis þess að halda í útsýni út á sundin og til Viðeyjar án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar er sem sagt unnið gegn betri vitund og ekki minnst einu orði á þær alvarlegu afleiðingar sem breyting á deiliskipulagi Klettasvæðis hefur í för með sér fyrir mennigarminjarnar og landslagið í borginni. Ef opinberar stofnanir okkar reynast ekki þeim vanda vaxnar að verja það sem þeim er falið að verja fyrir ágangi „hagaðila“ hverju sinni, þá verður „hagaðilinn almenningur“ að láta í sér heyra og til sín taka. Látum ekki blekkjast af deiliskipulagstillögu við Klettagarða. Horfum til Viðeyjar! Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Reykjavík Umhverfismál Viðey Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í dag, 23. ágúst, lýkur kynningu á breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, sem unnt er að nálgast gegnum www.skipulagsgatt.is Klettagarðar. Kynningin er fyrir svokallaða hagaðila og aðra þá sem láta sig málið varða. Breytingin er gerð vegna fyrirhugaðrar stækkunar á landfyllingu Sundahafnar. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrri hluta landfyllingarinnar var gefið út 9. apríl 2019 af skipulagsfulltrúa Reykjavíkur og lokið var við fyllinguna síðsumars 2020. Engin opinber umræða átti sér stað í tengslum við leyfisveitinguna og þrátt fyrir að heildarstærð landfyllingarinnar myndi verða 4 ha utan í Laugarnesi var komist hjá umhverfismati af hálfu Skipulagsstofnunar. Breytingin komst í gegn eftir krókaleiðum sem breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Nú, rúmum fimm árum síðar, á að fara að skipulagslögum, áður en hafist verður handa við að sturta grjóti í seinni helming landfyllingarinnar. Breyting á deiliskipulagi Klettasvæðis var auglýst 11. júlí 2024. Og þið, sem þetta lesið, tókuð ekki eftir auglýsingunni í miðju sumarfríi, eða föttuðuð ekki að smálenging á götu inni í Sundahöfn sem heitir Klettagarðar, snerist í raun um framtíð Laugarness og Laugarnesstanga og aldalanga tengingu svæðisins við Viðey, drottningu eyjanna á Kollafirði. Krúnudjásn Reykjavíkur. Slagurinn stendur um Viðey Slagurinn stendur sem sé um Viðey, þótt fáir geri sér grein fyrir því. Ekki um eignarhaldið, Viðey er hluti af Reykjavík, ekki um það hvort fólk geti siglt þangað með ferju stöku sinnum eður ei. Nei, slagurinn stendur um það hvort hagaðilinn almenningur geti áfram séð út til Viðeyjar frá norðurströnd Reykjavíkur að Laugarnesi meðtöldu, þ.e.a.s. til hjartastaðarins þar sem elsta steinhús á Íslandi stendur, Viðeyjarstofa. Hún var byggð 1753-55 og skömmu síðar reis kirkjan við hennar hlið. Þessar systurbyggingar mörkuðu tímamót í íslenskri byggingasögu, þær urðu fyrirmyndir annarra bygginga úr höggnum steini, Nesstofu, Bessastaðastofu, Hóladómkirkju. Viðeyjarstofa varð fyrsta stjórnsýslubygging Reykjavíkur, embættisbústaður Skúla Magnússonar landfógeta, sem síðar var kallaður faðir Reykjavíkur. Hann var maðurinn á bak við fyrstu iðnfyrirtæki sem sett voru á fót á Íslandi, Innréttingarnar, sem risu þar sem nú er Aðalstræti. Skúli og Innréttingarnar eru tákn um framfarahyggju Upplýsingarinnar og fyrstu skref Íslands inn í nútímann. Klettagarðar, eitrað peð Og nú ætlar nútíminn að gefa skít í Skúla og Viðeyjarstofu og reisa skrifstofubyggingar á fyrrgreindri 4 hektara landfyllingu, Klettagörðum 16 og 18, andspænis Viðey norður af Laugarnesi. Húsin munu verða eins og múrveggur í sjónlínunni milli lands og eyjar. Borgarskipulag Reykjavíkur hefur fengið það sorglega hlutverk að búa í haginn fyrir hervirkið og gerir það með fyrrnefndri breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis. Í greinargerð með tillögunni er ekki minnst einu orði á Viðey eða Laugarnestanga, sem landfyllingin liggur upp við, þótt þar verði áhrifin mest og hörmulegust! Það er eins og Berlínarmúrinn hafi á sínum tíma ekkert haft með Berlín að gera! Almenningur varð og verður því sjálfur að átta sig á að Klettagarðar 16 og 18 eru eitrað peð. Það er ekki bara verið að lengja einhverja götu inni í Sundahöfn, það er verið að vega að einum mikilvægasta stað í sögu Reykjavíkur, Laugarnesi og Laugarnestanga. Og þetta er gert þrátt fyrir að svæðið njóti hverfisverndar og um það sé í gildi verndaráætlun milli Reykjavíkurborgar og Minjastofnunar Íslands frá 25. ágúst 2016. Verndaráætlunin er mikið plagg, undirritað af þáverandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni og Kristínu Huld Sigurðardóttur, þáverandi forstöðumanni Minjastofnunar. Þar eru lykilsetningar þessar: “Náttúrufarið á Laugarnestanga gerir svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar mannvirkja nútímans. Mikilvægt er að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík.“ Hagaðilinn almenningur Þeir á skipulagssviði Reykjavíkurborgar þekkja þennan texta vel og er því fullkunnugt um þær alvarlegu afleiðingar sem viðbótarlandfyllingin og nýju byggingarlóðirnar við Klettagarða hafa fyrir aldalöng tengslin milli Laugarness og Viðeyjar. Í plaggi dagsettu 5. apríl 2019, sem varðar útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir fyrri hluta landfyllingarinnar, er ítrekað vitnað til fyrrnefndrar Verndaráætlunar og mikilvægis þess að halda í útsýni út á sundin og til Viðeyjar án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar er sem sagt unnið gegn betri vitund og ekki minnst einu orði á þær alvarlegu afleiðingar sem breyting á deiliskipulagi Klettasvæðis hefur í för með sér fyrir mennigarminjarnar og landslagið í borginni. Ef opinberar stofnanir okkar reynast ekki þeim vanda vaxnar að verja það sem þeim er falið að verja fyrir ágangi „hagaðila“ hverju sinni, þá verður „hagaðilinn almenningur“ að láta í sér heyra og til sín taka. Látum ekki blekkjast af deiliskipulagstillögu við Klettagarða. Horfum til Viðeyjar! Höfundur er rithöfundur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun