„Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. ágúst 2024 11:41 Ljós vonar hafi verið kveikt á fallegri minningarstund og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Vísir/Einar Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir mikla sorg í samfélaginu í Norðfirði vegna þeirra voveiflegu atburða sem borið hafa að í Neskaupstað síðastliðna viku. Í gær var minningarstund haldin í Norðfjarðarkirkju helguð minningu manns á fertugsaldri sem lést af slysförum á veiðum á þriðjudaginn í skugga þess að hjón fundust látin og maður í Reykjavík handtekinn í tengslum við málið. Talið er að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. „Ég finn það hér í samfélaginu okkar í Norðfirði, í samfélaginu okkar í Fjarðabyggð, uppi í Múlaþingi og fólk sem ég hef heyrt um allt land. Það er bara mikil sorg. Eðlileg viðbrögð sorgar eru doði. Það er lágskýjað en eins og prestarnir sögðu í gær verðum við að muna það að það birtir alltaf aftur. En auðvitað er mikil sorg í samfélaginu okkar á Austurlandi og víðar í dag,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Kveiktu ljós vonar Hann segir bæjarbúa hafa fjölmennt á fallega minningarstund í Norðfjarðarkirkju í gær. Ljós vonar hafi verið kveikt og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Hann segir atburðarás síðustu daga fá mikið á lítið samfélag eins og Fjarðabyggð. „Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag, þetta er mikið fyrir Austurland. Þetta er mikið fyrir landið allt. Við erum ekki stærri en það. Þetta hefur víða áhrif og auðvitað erum við bara í sorg. En um leið er svo mikilvægt fyrir okkur að standa saman og sýna hvert öðrum kærleik og hlýju og þannig komumst við í gegnum þetta saman,“ segir hann. Hann segir það gæfu Norðfirðinga að þeir standi saman og reiði sig hver á annan. Áfallamiðstöð opni klukkan fjögur í Egilsbúð í dag og hvetur Jón fólk til að nýta sér þjónustu hennar. „Við deilum sorginni saman en hugur okkar er hjá þeim sem eiga hvað sárast um að binda,“ segir Jón Björn. Lífið verði að halda áfram Jón segir prestana í sveitinni sinna skyldum sínum af miklum sóma. Þeir hafi í ýmsu að snúast og komi til með að taka virkan þátt í áfallahjálp og sálgæslu ásamt starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands, áfallateymi Rauða krossins og starfsmönnum sveitarfélagsins í félagsþjónustu. „Síðan verðum við bara að láta kærleikann umvefja okkur og sýna hvort öðru kærleika og umhyggju. og halda áfram með lífið. Lífið verður að halda áfram hvað sem á dynur,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
„Ég finn það hér í samfélaginu okkar í Norðfirði, í samfélaginu okkar í Fjarðabyggð, uppi í Múlaþingi og fólk sem ég hef heyrt um allt land. Það er bara mikil sorg. Eðlileg viðbrögð sorgar eru doði. Það er lágskýjað en eins og prestarnir sögðu í gær verðum við að muna það að það birtir alltaf aftur. En auðvitað er mikil sorg í samfélaginu okkar á Austurlandi og víðar í dag,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Kveiktu ljós vonar Hann segir bæjarbúa hafa fjölmennt á fallega minningarstund í Norðfjarðarkirkju í gær. Ljós vonar hafi verið kveikt og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Hann segir atburðarás síðustu daga fá mikið á lítið samfélag eins og Fjarðabyggð. „Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag, þetta er mikið fyrir Austurland. Þetta er mikið fyrir landið allt. Við erum ekki stærri en það. Þetta hefur víða áhrif og auðvitað erum við bara í sorg. En um leið er svo mikilvægt fyrir okkur að standa saman og sýna hvert öðrum kærleik og hlýju og þannig komumst við í gegnum þetta saman,“ segir hann. Hann segir það gæfu Norðfirðinga að þeir standi saman og reiði sig hver á annan. Áfallamiðstöð opni klukkan fjögur í Egilsbúð í dag og hvetur Jón fólk til að nýta sér þjónustu hennar. „Við deilum sorginni saman en hugur okkar er hjá þeim sem eiga hvað sárast um að binda,“ segir Jón Björn. Lífið verði að halda áfram Jón segir prestana í sveitinni sinna skyldum sínum af miklum sóma. Þeir hafi í ýmsu að snúast og komi til með að taka virkan þátt í áfallahjálp og sálgæslu ásamt starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands, áfallateymi Rauða krossins og starfsmönnum sveitarfélagsins í félagsþjónustu. „Síðan verðum við bara að láta kærleikann umvefja okkur og sýna hvort öðru kærleika og umhyggju. og halda áfram með lífið. Lífið verður að halda áfram hvað sem á dynur,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23
Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01