Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2024 11:44 Fjöldi barna dvaldi í skálum FÍ í Emstrum en hafa nú verið flutt með björgunarsveitum vegna veikinda. vísir/vilhelm Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. „Núna er bara verið að leita bara upprunans. Það liggur í raun ekkert fyrir, en það er ósennilegt að það sé í vatnslindum á svæðinu,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála og fasteigna hjá Ferðafélagi Íslands. „Tiltölulega nýlega var vatnssýnataka sem sýnir að það er bara mjög hreint og gott vatn. Veikindin sýna þau einkenni líka, að það er eitthvað annars konar sem er að breiðast út þarna.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa einkenni hinna veiku meðal annars lýst sér í uppköstum og niðurgangi. Stefán Jökull Jakobsson.vísir/vilhelm Eftitlitið á kafi Greint var frá smitinu í morgun. Þá var ljóst að hátt í fimmtíu skólabörn, ásamt starfsólki, hefði veikst. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að ferja hópinn frá skálum Ferðafélagsins í Emstrubotnum. Þegar hópurinn kom að Hvolsvelli héldu áfram að berast tilkynningar um veikindi á neðanverðum Laugarveginum, meðal annars í Básum og í Þórsmörk. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu fram séu komnar vísbendingar um hvers konar veikindi sé að ræða, en hún vildi ekki tjá sig að svo stöddu. „En ég vil ekki setja einhverjar getgátur út í loftið,“ segir Sigrún. „Við erum bara á kafi í aðgerðum,“ segir Sigrún. Stýrihópur fundar þessa stundina um málið. Skálum ekki lokað Stefán Jökull segir að Ferðafélagið vinni sömuleiðis hörðum höndum að þrifum og sóttvörnum á svæðinu. „Eðlileg viðbrögð við svona flensum. Það er verið að bæta í þrifin og sérstaklega farið yfir sameiginlega fleti. Salerni og þess háttar, tvisvar þrisvar á dag á meðan við finnum út úr upprunanum.“ Verður skálunum lokað? „Nei þeim verður ekki lokað.“ Er það skynsamlegt, í ljósi aðstæðna? „Algjörlega, það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé tengt skálunum eða tengt vatnsneyslu.“ Björgunarsveitir Heilbrigðiseftirlit Rangárþing ytra Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Núna er bara verið að leita bara upprunans. Það liggur í raun ekkert fyrir, en það er ósennilegt að það sé í vatnslindum á svæðinu,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála og fasteigna hjá Ferðafélagi Íslands. „Tiltölulega nýlega var vatnssýnataka sem sýnir að það er bara mjög hreint og gott vatn. Veikindin sýna þau einkenni líka, að það er eitthvað annars konar sem er að breiðast út þarna.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa einkenni hinna veiku meðal annars lýst sér í uppköstum og niðurgangi. Stefán Jökull Jakobsson.vísir/vilhelm Eftitlitið á kafi Greint var frá smitinu í morgun. Þá var ljóst að hátt í fimmtíu skólabörn, ásamt starfsólki, hefði veikst. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að ferja hópinn frá skálum Ferðafélagsins í Emstrubotnum. Þegar hópurinn kom að Hvolsvelli héldu áfram að berast tilkynningar um veikindi á neðanverðum Laugarveginum, meðal annars í Básum og í Þórsmörk. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu fram séu komnar vísbendingar um hvers konar veikindi sé að ræða, en hún vildi ekki tjá sig að svo stöddu. „En ég vil ekki setja einhverjar getgátur út í loftið,“ segir Sigrún. „Við erum bara á kafi í aðgerðum,“ segir Sigrún. Stýrihópur fundar þessa stundina um málið. Skálum ekki lokað Stefán Jökull segir að Ferðafélagið vinni sömuleiðis hörðum höndum að þrifum og sóttvörnum á svæðinu. „Eðlileg viðbrögð við svona flensum. Það er verið að bæta í þrifin og sérstaklega farið yfir sameiginlega fleti. Salerni og þess háttar, tvisvar þrisvar á dag á meðan við finnum út úr upprunanum.“ Verður skálunum lokað? „Nei þeim verður ekki lokað.“ Er það skynsamlegt, í ljósi aðstæðna? „Algjörlega, það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé tengt skálunum eða tengt vatnsneyslu.“
Björgunarsveitir Heilbrigðiseftirlit Rangárþing ytra Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira