Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Sverrir Mar Smárason skrifar 25. ágúst 2024 19:40 Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Blikum mikilvægan sigur. Vísir/Anton Brink Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. Leikurinn hófst vægast sagt fjörlega og það má segja það að Anton Ari, markvörður Breiðabliks, hafi haldið leiknum jöfnum til að byrja með. Hinrik Harðarsson fékk fyrsta færi leiksins eftir um mínútna leik. Þá átti Jón Gísli Eyland góðan sprett upp hægri vænginn og lagði boltann á Inga Þór sem fann Hinrik í teignum. Anton Ari var mjög snöggur út á móti og lokaði á Hinrik. Tveimur mínútum síðar var Hinrik aftur á ferðinni en nú með fyrirgjöf inn í teig. Boltinn fór af Viktori Jóns og barst til Inga Þór sem náði skoti að marki en Anton Ari snöggur niður og varði aftur. Eftir þetta komust gestirnir meira inn í leikinn en tókst illa að ógna marki Skagamanna að einhverri alvöru. Bæði lið fengu svo ágætis tækifæri til þess að skora fyrsta markið rétt fyrir hálleikinn en mistókst það. Markalaust í hálfleik. Síðari hálfleikur hófst á mun rólegri nótum en sá fyrri. Það fór þó að hitna eftir um klukkutíma leik. Hinrik Harðarsson átti skalla í stöngina á 56. mínútu og ÍA komst svo yfir á þeirri 63. Johannes Vall tók góðan sprett upp vinstra megin, framhjá öllum Blikum, og sendi flotta fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Hlynur Sævar reis hæst og skallaði boltann í netið. Í kjölfar marksins jókst pressan frá gestunum töluvert. Þeir náðu að jafna með marki frá Kristófer Inga á 82. mínútu eftir fyrirgjöf frá Aroni Bjarnasyni. Gestirnir voru ekki hættir heldur bættu enn frekar í pressuna. Þeim gekk þó mjög illa að skapa sér færi sem fyrr. Á 94. mínútu hrekkur boltinn fyrir Hilmar Elís, varnarmann ÍA, sem ætlaði að hreinsa boltann frá en Ísak Snær setti fótinn á milli og fékk fyrir það vítaspyrnu. Fyrirliðinn, Höskuldur Gunnlaugsson, á punktinn og skoraði af öryggi. Gríðarlega torsóttur sigur en stór og mikilvægur var hann. Blikar á toppinn og ÍA situr eftir í 4. sæti deildarinnar. Atvik leiksins Það er vítaspyrnan á 94. mínútu. Óheppinn Hilmar Elís og gríðarlega klókur Ísak Snær. Náði engan vegin að taka sér stöðu en kom fætinum á milli og fékk sparkið. Sigurmark í kjölfarið og toppsætið í Kópavoginn. Stjörnur og skúrkar Haukur Andri Haraldsson átti frábæran leik á miðjunni hjá ÍA. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, varð fyrir barðinu á honum í dag. Haukur gaf ekkert eftir, gaf engan frið og skilaði mjög öflugri frammistöðu. Anton Ari bjargaði Blikum í upphafi leiks í tvígang. Hefði getað orðið mjög erfitt fyrir blika ef annað eða bæði þau skot hefðu endað í netinu. Viktor Karl lét lítið að sér kveða í dag. Gerði engin stórkostleg mistök en maður gerir meiri kröfur á hann. Sama má segja um Höskuld og Aron Bjarna en þeir bjarga sér með marki og stoðsendingu. Jón Gísli Eyland gleymir sér í jöfnunarmarki Blika. Hleypti Kristófer fram fyrir sig þegar hann var algjörlega með stöðuna. Fyrir það fær hann þann titil að vera skúrkur. Dómarinn Erlendur Eiríksson var á flautunni og mér fannst hann bara eiga fínan leik. Hann tekur rétta ákvörðun í sigurvítinu. Heilt yfir hélt hann línunni og það kom lítið á óvart í dómgæslu dagsins. Flott dagsverk. Stemning og umgjörð Miklu til tjaldað á Skaganum í dag. Fan zone í tjaldinu fyrir utan völlinn þar sem Arnór Smára, Oliver Stefáns og Jón Breki leikmenn ÍA tóku þátt í pallborðsumræðum, enski boltinn í beinni og vel mætt. Blikar mættu ágætlega á leikinn og létu vel í sér heyra, aðallega gagnvart dómurum leiksins en ákváðu þó að byrja að styðja sitt lið eftir að Höskuldur skoraði úr vítinu á 95. mínútu. Jón Þór Hauksson.Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson: Ansi fúlt að missa þetta niður Þjálfari Skagamanna var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins í dag. „Ansi fúlt að missa þetta niður. Það var fúlt að hreinlega missa tökin síðustu tuttugu mínúturnar. Fram að okkar marki vorum við að spila virkilega góðan leik. Vinna hlutina vel. Svo er ég ósáttur við gríðarlega margt. Ég er mjög ósáttur við það hvernig við missum tökin á leiknum og auðvitað hrikalega fúl niðurstaða,“ sagði Jón Þór. Jón Þór minntist á að sitt lið hafi misst tökin, en hvernig þá? „Mér fannst þeir fara meira "direct" og við misstum svolítið tökin á þessum svæðum sem við erum búnir að loka vel í síðasta leik og svo í 60 mínútur í dag. Þeir nýta sér það, dæla boltanum inn í teig þar sem við vorum ekki að vinna nægilega vel í að stoppa fyrirgjafirnar og loka þeim svæðum. Svo vinnum við vinnuna okkar hræðilega illa inni í teig í fyrsta markinu þeirra. Það er hrikalega svekkjandi og ódýrt mark að fá á sig. Missum menn framfyrir okkur inni í teig sem er svekkjandi og algjörlega óásættanlegt á móti svona sterku liði,“ sagði þjálfari Skagamanna. Breiðablik, eins og komið hefur fram, skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma eftir vítaspyrnu. Hvað fannst Jóni um þann dóm? „Mér fannst það víti frá því hvar ég stóð. Þetta er annar vítaspyrnudómurinn sem Erlendur dæmir á móti okkur hérna í sumar. Fyrr í sumar var það náttúrulega glórulaus dómur og rautt spjald á móti hinu toppliðinu. Núna aftur ræður hann úrslitum í leiknum en ég held að hann hafi haft rétt fyrir sér í þessu þannig að hann er kominn upp í 50% sem er vel gert hjá honum,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deild karla ÍA Breiðablik Tengdar fréttir „Jú þetta eru ágætis skilaboð“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma í 1-2 sigri gegn ÍA á Akranesi í dag. Með sigrinum komu Blikar sér upp fyrir Víkinga í 1. sæti Bestu deildarinnar. 25. ágúst 2024 20:04
Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. Leikurinn hófst vægast sagt fjörlega og það má segja það að Anton Ari, markvörður Breiðabliks, hafi haldið leiknum jöfnum til að byrja með. Hinrik Harðarsson fékk fyrsta færi leiksins eftir um mínútna leik. Þá átti Jón Gísli Eyland góðan sprett upp hægri vænginn og lagði boltann á Inga Þór sem fann Hinrik í teignum. Anton Ari var mjög snöggur út á móti og lokaði á Hinrik. Tveimur mínútum síðar var Hinrik aftur á ferðinni en nú með fyrirgjöf inn í teig. Boltinn fór af Viktori Jóns og barst til Inga Þór sem náði skoti að marki en Anton Ari snöggur niður og varði aftur. Eftir þetta komust gestirnir meira inn í leikinn en tókst illa að ógna marki Skagamanna að einhverri alvöru. Bæði lið fengu svo ágætis tækifæri til þess að skora fyrsta markið rétt fyrir hálleikinn en mistókst það. Markalaust í hálfleik. Síðari hálfleikur hófst á mun rólegri nótum en sá fyrri. Það fór þó að hitna eftir um klukkutíma leik. Hinrik Harðarsson átti skalla í stöngina á 56. mínútu og ÍA komst svo yfir á þeirri 63. Johannes Vall tók góðan sprett upp vinstra megin, framhjá öllum Blikum, og sendi flotta fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Hlynur Sævar reis hæst og skallaði boltann í netið. Í kjölfar marksins jókst pressan frá gestunum töluvert. Þeir náðu að jafna með marki frá Kristófer Inga á 82. mínútu eftir fyrirgjöf frá Aroni Bjarnasyni. Gestirnir voru ekki hættir heldur bættu enn frekar í pressuna. Þeim gekk þó mjög illa að skapa sér færi sem fyrr. Á 94. mínútu hrekkur boltinn fyrir Hilmar Elís, varnarmann ÍA, sem ætlaði að hreinsa boltann frá en Ísak Snær setti fótinn á milli og fékk fyrir það vítaspyrnu. Fyrirliðinn, Höskuldur Gunnlaugsson, á punktinn og skoraði af öryggi. Gríðarlega torsóttur sigur en stór og mikilvægur var hann. Blikar á toppinn og ÍA situr eftir í 4. sæti deildarinnar. Atvik leiksins Það er vítaspyrnan á 94. mínútu. Óheppinn Hilmar Elís og gríðarlega klókur Ísak Snær. Náði engan vegin að taka sér stöðu en kom fætinum á milli og fékk sparkið. Sigurmark í kjölfarið og toppsætið í Kópavoginn. Stjörnur og skúrkar Haukur Andri Haraldsson átti frábæran leik á miðjunni hjá ÍA. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, varð fyrir barðinu á honum í dag. Haukur gaf ekkert eftir, gaf engan frið og skilaði mjög öflugri frammistöðu. Anton Ari bjargaði Blikum í upphafi leiks í tvígang. Hefði getað orðið mjög erfitt fyrir blika ef annað eða bæði þau skot hefðu endað í netinu. Viktor Karl lét lítið að sér kveða í dag. Gerði engin stórkostleg mistök en maður gerir meiri kröfur á hann. Sama má segja um Höskuld og Aron Bjarna en þeir bjarga sér með marki og stoðsendingu. Jón Gísli Eyland gleymir sér í jöfnunarmarki Blika. Hleypti Kristófer fram fyrir sig þegar hann var algjörlega með stöðuna. Fyrir það fær hann þann titil að vera skúrkur. Dómarinn Erlendur Eiríksson var á flautunni og mér fannst hann bara eiga fínan leik. Hann tekur rétta ákvörðun í sigurvítinu. Heilt yfir hélt hann línunni og það kom lítið á óvart í dómgæslu dagsins. Flott dagsverk. Stemning og umgjörð Miklu til tjaldað á Skaganum í dag. Fan zone í tjaldinu fyrir utan völlinn þar sem Arnór Smára, Oliver Stefáns og Jón Breki leikmenn ÍA tóku þátt í pallborðsumræðum, enski boltinn í beinni og vel mætt. Blikar mættu ágætlega á leikinn og létu vel í sér heyra, aðallega gagnvart dómurum leiksins en ákváðu þó að byrja að styðja sitt lið eftir að Höskuldur skoraði úr vítinu á 95. mínútu. Jón Þór Hauksson.Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson: Ansi fúlt að missa þetta niður Þjálfari Skagamanna var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins í dag. „Ansi fúlt að missa þetta niður. Það var fúlt að hreinlega missa tökin síðustu tuttugu mínúturnar. Fram að okkar marki vorum við að spila virkilega góðan leik. Vinna hlutina vel. Svo er ég ósáttur við gríðarlega margt. Ég er mjög ósáttur við það hvernig við missum tökin á leiknum og auðvitað hrikalega fúl niðurstaða,“ sagði Jón Þór. Jón Þór minntist á að sitt lið hafi misst tökin, en hvernig þá? „Mér fannst þeir fara meira "direct" og við misstum svolítið tökin á þessum svæðum sem við erum búnir að loka vel í síðasta leik og svo í 60 mínútur í dag. Þeir nýta sér það, dæla boltanum inn í teig þar sem við vorum ekki að vinna nægilega vel í að stoppa fyrirgjafirnar og loka þeim svæðum. Svo vinnum við vinnuna okkar hræðilega illa inni í teig í fyrsta markinu þeirra. Það er hrikalega svekkjandi og ódýrt mark að fá á sig. Missum menn framfyrir okkur inni í teig sem er svekkjandi og algjörlega óásættanlegt á móti svona sterku liði,“ sagði þjálfari Skagamanna. Breiðablik, eins og komið hefur fram, skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma eftir vítaspyrnu. Hvað fannst Jóni um þann dóm? „Mér fannst það víti frá því hvar ég stóð. Þetta er annar vítaspyrnudómurinn sem Erlendur dæmir á móti okkur hérna í sumar. Fyrr í sumar var það náttúrulega glórulaus dómur og rautt spjald á móti hinu toppliðinu. Núna aftur ræður hann úrslitum í leiknum en ég held að hann hafi haft rétt fyrir sér í þessu þannig að hann er kominn upp í 50% sem er vel gert hjá honum,“ sagði Jón Þór að lokum.
Besta deild karla ÍA Breiðablik Tengdar fréttir „Jú þetta eru ágætis skilaboð“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma í 1-2 sigri gegn ÍA á Akranesi í dag. Með sigrinum komu Blikar sér upp fyrir Víkinga í 1. sæti Bestu deildarinnar. 25. ágúst 2024 20:04
„Jú þetta eru ágætis skilaboð“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma í 1-2 sigri gegn ÍA á Akranesi í dag. Með sigrinum komu Blikar sér upp fyrir Víkinga í 1. sæti Bestu deildarinnar. 25. ágúst 2024 20:04
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti