Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2024 20:32 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. Lágvöruverðsverslunin Prís opnaði á laugardaginn, og boðaði harða samkeppni við lágvöruverðsverslanir á borð við Krónuna og Bónus. Á þriðjudag greindi verðlagseftirlit ASÍ svo frá því að verð á matvöru hefði lækkað í mánuðinum, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga í mars, og að sú þróun hafi verið vel á veg komin fyrir opnun Prís, sem væri þó með lægra vöruverð en hinar tvær verslanirnar í 96 prósent tilfella. Formaður Neytendasamtakanna tekur aukinni samkeppni fagnandi. „Og það er alveg ljóst að miðað við viðtökurnar hefur þeim tekist að lækka vöruverð ansi mikið, og fólk virðist flykkjast í búðina til að fá matvöru á lægra vöruverði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fái upplýsingar frá verðlagseftirliti ASÍ, sem sjái aðrar verslanir fylgja eftir komu Prís með því að lækka verð hjá sér. „Sem er gott, og öllum neytendum til hagsbóta. Því hinar verslanirnar hafa nú lofað því að vera með sama verð um allt land. Innkoma Prís hefur ekki bara áhrif á höfuðborgarsvæðið, heldur ætti að hafa áhrif á verðlækkun um allt land.“ Gott svigrúm virðist hafa verið til verðlækkana. „En hvatinn kom ekki fyrr en Prís kom á markað, og það er eitthvað sem við hljótum að fagna.“ Útlit sé fyrir að á samkeppninni slakni með tímanum. „Það lítur þannig út að verslanirnar sem hafa verið fyrir á markaði, hafi haft með sér nokkurs konar þögult samkomulag um að hafa þetta eins og þetta er. Þess vegna er svo gott að það komi einhver nýr inn á markaðinn af miklu afli, til þess að lækka vöruverðið,“ segir Breki. Verslun Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Mest lesið Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Viðskipti innlent Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Lágvöruverðsverslunin Prís opnaði á laugardaginn, og boðaði harða samkeppni við lágvöruverðsverslanir á borð við Krónuna og Bónus. Á þriðjudag greindi verðlagseftirlit ASÍ svo frá því að verð á matvöru hefði lækkað í mánuðinum, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga í mars, og að sú þróun hafi verið vel á veg komin fyrir opnun Prís, sem væri þó með lægra vöruverð en hinar tvær verslanirnar í 96 prósent tilfella. Formaður Neytendasamtakanna tekur aukinni samkeppni fagnandi. „Og það er alveg ljóst að miðað við viðtökurnar hefur þeim tekist að lækka vöruverð ansi mikið, og fólk virðist flykkjast í búðina til að fá matvöru á lægra vöruverði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fái upplýsingar frá verðlagseftirliti ASÍ, sem sjái aðrar verslanir fylgja eftir komu Prís með því að lækka verð hjá sér. „Sem er gott, og öllum neytendum til hagsbóta. Því hinar verslanirnar hafa nú lofað því að vera með sama verð um allt land. Innkoma Prís hefur ekki bara áhrif á höfuðborgarsvæðið, heldur ætti að hafa áhrif á verðlækkun um allt land.“ Gott svigrúm virðist hafa verið til verðlækkana. „En hvatinn kom ekki fyrr en Prís kom á markað, og það er eitthvað sem við hljótum að fagna.“ Útlit sé fyrir að á samkeppninni slakni með tímanum. „Það lítur þannig út að verslanirnar sem hafa verið fyrir á markaði, hafi haft með sér nokkurs konar þögult samkomulag um að hafa þetta eins og þetta er. Þess vegna er svo gott að það komi einhver nýr inn á markaðinn af miklu afli, til þess að lækka vöruverðið,“ segir Breki.
Verslun Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Mest lesið Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Viðskipti innlent Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28
Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22