Duvnjak búinn að lofa Degi Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2024 11:33 Domagoj Duvnjak hefur lengi verið í hópi stærstu stjarna handboltans. Getty/Marcus Brandt Eftir Ólympíuleikana í París í sumar og orð sem Domagoj Duvnjak, skærasta stjarna Króata í handbolta, lét falla benti allt til þess að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Dag Sigurðsson. Svo er hins vegar ekki. Duvnjak er orðinn 36 ára gamall og ljóst að stórmótin sem hann spilar á verða ekki mikið fleiri. Hann var í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í sumar en eftir dvölina á leikunum, sem var styttri en vonir stóðu til, hljómaði Duvnjak eins og hann íhugaði að hætta í landsliðinu: „Ég hef átt frábæran tíma með þessum strákum en ég á þrjá krakka heima. Ég þarf að leggjast undir feld og ákveða hvernig framhaldið verður,“ sagði Duvnjak samkvæmt 24 Sata. Vill kveðja á HM á heimavelli Nú hefur hann hins vegar hugsað sig vel um og ákveðið að spila að minnsta kosti með landsliðinu í janúar á næsta ári, þegar heimsmeistaramótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. „Ég hef þegar rætt við Dag Sigurðsson þjálfara. Ef að landsliðið þarf á mínum kröftum að halda á HM þá er ég tilbúinn að spila fyrir Króatíu í síðasta sinn,“ sagði Duvnjak. Þrátt fyrir sigra gegn Japan og Þýskalandi þá missti Króatía, undir stjórn Dags Sigurðssonar, naumlega af sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna.Getty/Igor Kralj Duvnjak gæti því kvatt landsliðið á heimavelli eftir dygga þjónustu, og góðar líkur eru á að einn af síðustu leikjunum yrði þá gegn Íslandi í milliriðlakeppni HM. Í 24 Sata segir að niðurstaðan í París hafi einfaldlega ekki verið viðeigandi endalok fyrir Duvnjak. Hann verðskuldi medalíu og helst gull, en króatíska liðið féll úr leik í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira
Duvnjak er orðinn 36 ára gamall og ljóst að stórmótin sem hann spilar á verða ekki mikið fleiri. Hann var í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í sumar en eftir dvölina á leikunum, sem var styttri en vonir stóðu til, hljómaði Duvnjak eins og hann íhugaði að hætta í landsliðinu: „Ég hef átt frábæran tíma með þessum strákum en ég á þrjá krakka heima. Ég þarf að leggjast undir feld og ákveða hvernig framhaldið verður,“ sagði Duvnjak samkvæmt 24 Sata. Vill kveðja á HM á heimavelli Nú hefur hann hins vegar hugsað sig vel um og ákveðið að spila að minnsta kosti með landsliðinu í janúar á næsta ári, þegar heimsmeistaramótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. „Ég hef þegar rætt við Dag Sigurðsson þjálfara. Ef að landsliðið þarf á mínum kröftum að halda á HM þá er ég tilbúinn að spila fyrir Króatíu í síðasta sinn,“ sagði Duvnjak. Þrátt fyrir sigra gegn Japan og Þýskalandi þá missti Króatía, undir stjórn Dags Sigurðssonar, naumlega af sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna.Getty/Igor Kralj Duvnjak gæti því kvatt landsliðið á heimavelli eftir dygga þjónustu, og góðar líkur eru á að einn af síðustu leikjunum yrði þá gegn Íslandi í milliriðlakeppni HM. Í 24 Sata segir að niðurstaðan í París hafi einfaldlega ekki verið viðeigandi endalok fyrir Duvnjak. Hann verðskuldi medalíu og helst gull, en króatíska liðið féll úr leik í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira