Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2024 12:17 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, segir aga- og úrskurðanefnd KSÍ enn eiga eftir að ræða skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem fór ekki fram. Vísir/Samsett Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks. HK vann frækinn 3-2 sigur á KR í Kórnum í gær eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn en var frestað þar sem annað markanna var brotið og ekki hægt að spila leikinn. Úr varð mikið mál. KR kærði Kópavogsliðið og krafðist 3-0 sigurs en því var hafnað bæði af aga- og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstóli KSÍ. Nefndin tók kæru KR fyrir en á þó eftir að taka fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem ekki fór fram. „Það sem aga- og úrskurðarnefndin, og síðan áfrýjunardómstóllinn í gær, tók fyrir er þetta kærumál frá KR. En eins og vaninn er þá berast allar skýrslur eftirlitsmanna og dómara sjálfkrafa til nefndarinnar og fá sérstaka og sjálfstæða umfjöllun þar,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Þær skýrslur hafa fengið umfjöllun hjá aga- og úrskurðarnefnd og kallað eftir sérstökum viðbrögðum frá HK vegna framkvæmdar á leik og á alveg eftir að komast að niðurstöðu og úrskurða í því máli sérstaklega. Eins og gefið var til kynna í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar er það alveg aðskilið mál,“ segir Haukur enn fremur. Sektum iðulega beitt Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Skýrt kom fram í úrskurði aga- og úrskurðanefndar, sem og áfrýjunardómstólsins, að ekki væri viðurlagaheimild fyrir því að dæma KR 3-0 sigur. Þar kom einnig skýrt fram að verulegir vankantar hefðu verið á framkvæmd leiksins hjá HK. Því má eiga von á því að HK verði refsað, líkast til með sektum, þegar aga- og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á þriðjudaginn næsta. „Maður getur ekki sagt það með vissu en aga- og úrskurðarnefnd gefur því dálítið undir fótinn í sínum úrskurði (í kærumáli KR) að nefndinni finnist framkvæmdin hafa verið verulega ábótavant og útilokar ekki að einhverjum viðurlögum verði beitt vegna þess. Hún fellst bara ekki á að það verði 3-0 sigur andstæðingsins,“ „Það er ekki óalgengt að sektum sé beitt í málum sem þessum. Miðað við fordæmi um vankanta í framkvæmd leiks hefur aga- og úrskurðarnefnd oft beitt sektum vegna slíkra vankanta. Ekki nákvæmlega eins og þessara í leik HK og KR, en vegna annarskonar vankanta í framkvæmd leiks,“ segir Haukur. HK KSÍ KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
HK vann frækinn 3-2 sigur á KR í Kórnum í gær eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn en var frestað þar sem annað markanna var brotið og ekki hægt að spila leikinn. Úr varð mikið mál. KR kærði Kópavogsliðið og krafðist 3-0 sigurs en því var hafnað bæði af aga- og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstóli KSÍ. Nefndin tók kæru KR fyrir en á þó eftir að taka fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem ekki fór fram. „Það sem aga- og úrskurðarnefndin, og síðan áfrýjunardómstóllinn í gær, tók fyrir er þetta kærumál frá KR. En eins og vaninn er þá berast allar skýrslur eftirlitsmanna og dómara sjálfkrafa til nefndarinnar og fá sérstaka og sjálfstæða umfjöllun þar,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Þær skýrslur hafa fengið umfjöllun hjá aga- og úrskurðarnefnd og kallað eftir sérstökum viðbrögðum frá HK vegna framkvæmdar á leik og á alveg eftir að komast að niðurstöðu og úrskurða í því máli sérstaklega. Eins og gefið var til kynna í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar er það alveg aðskilið mál,“ segir Haukur enn fremur. Sektum iðulega beitt Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Skýrt kom fram í úrskurði aga- og úrskurðanefndar, sem og áfrýjunardómstólsins, að ekki væri viðurlagaheimild fyrir því að dæma KR 3-0 sigur. Þar kom einnig skýrt fram að verulegir vankantar hefðu verið á framkvæmd leiksins hjá HK. Því má eiga von á því að HK verði refsað, líkast til með sektum, þegar aga- og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á þriðjudaginn næsta. „Maður getur ekki sagt það með vissu en aga- og úrskurðarnefnd gefur því dálítið undir fótinn í sínum úrskurði (í kærumáli KR) að nefndinni finnist framkvæmdin hafa verið verulega ábótavant og útilokar ekki að einhverjum viðurlögum verði beitt vegna þess. Hún fellst bara ekki á að það verði 3-0 sigur andstæðingsins,“ „Það er ekki óalgengt að sektum sé beitt í málum sem þessum. Miðað við fordæmi um vankanta í framkvæmd leiks hefur aga- og úrskurðarnefnd oft beitt sektum vegna slíkra vankanta. Ekki nákvæmlega eins og þessara í leik HK og KR, en vegna annarskonar vankanta í framkvæmd leiks,“ segir Haukur.
HK KSÍ KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira