„Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Ólafur Björn Sverrisson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. ágúst 2024 08:30 Tim Walz varaforsetaefni Demókrata. getty Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Walz hélt aðalræðu kvöldsins á landsþingi Demókrata þar sem hann hvatti fólk til að fylkja sér á bak við Harris og nota næstu vikur til þess að fara hús úr húsi og fá fólk til að kjósa hana. Walz, sem er gamall ruðningsþjálfari notaði líkingar úr íþrótt sinni og sagði að nú væri kominn tími til að sækja hart fram, tommu fyrir tommu og sjá til þess að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. „Við munum skilja allt eftir á vellinum,“ sagði Tim Walz á sviðinu í Chicago í nótt og fékk salinn til að hrópa með sér, þegar við berjumst, þá vinnum við. Hann ræddi ár sín í hernum, sem ríkisstjóri og sýn hans á rétt til fóstureyðinga og byssulöggjafar. Óvæntur gestur gærvöldsins var síðan stórstjarnan Oprah Winfrey sem mætti á svðið og hélt kröftuga ræðu þar sem hún skaut á Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance. Hún hvatti alla Bandaríkjamenn sem skilgreina sig sem óháða og utan flokka, eins og hún sjálf gerir, til þess að kjósa Kamölu, sem hún segir að beri hag allra fyrir brjósti, í stað Donalds Trump sem hugsi aðeins um sjálfan sig. „Veljum sannleikann, veljum heiðurinn og veljum gleðina,“ sagði Ophra Winfrey. Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti einnig og hélt tölu. Orðinn 78 ára, eins og hann minntist sjálfur á. „Og það eina sem ég vil monta mig á hér er að ég er samt yngri en Donald Trump,“ sagði Clinton. „Árið 2024 eigum við skýra valkosti: „Við fólkið“ gegn „Ég, um mig, frá mér, til mín“. Ég veit alveg hvort mér hugnast betur fyrir mína þjóð“. Demókratar hafa verið á miklu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur frá því að Harris tók við tilnefningu flokksins. Hún mælist nú með meira fylgi en Trump. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja hins vegar sumir að tvíeykið Harris og Walz gæti verið að toppa of snemma. Donald Trump muni á komandi vikum átta sig betur á veikleikum þeirra og nýta sér þá. Baráttan muni harðna umtalsvert um leið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Walz hélt aðalræðu kvöldsins á landsþingi Demókrata þar sem hann hvatti fólk til að fylkja sér á bak við Harris og nota næstu vikur til þess að fara hús úr húsi og fá fólk til að kjósa hana. Walz, sem er gamall ruðningsþjálfari notaði líkingar úr íþrótt sinni og sagði að nú væri kominn tími til að sækja hart fram, tommu fyrir tommu og sjá til þess að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. „Við munum skilja allt eftir á vellinum,“ sagði Tim Walz á sviðinu í Chicago í nótt og fékk salinn til að hrópa með sér, þegar við berjumst, þá vinnum við. Hann ræddi ár sín í hernum, sem ríkisstjóri og sýn hans á rétt til fóstureyðinga og byssulöggjafar. Óvæntur gestur gærvöldsins var síðan stórstjarnan Oprah Winfrey sem mætti á svðið og hélt kröftuga ræðu þar sem hún skaut á Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance. Hún hvatti alla Bandaríkjamenn sem skilgreina sig sem óháða og utan flokka, eins og hún sjálf gerir, til þess að kjósa Kamölu, sem hún segir að beri hag allra fyrir brjósti, í stað Donalds Trump sem hugsi aðeins um sjálfan sig. „Veljum sannleikann, veljum heiðurinn og veljum gleðina,“ sagði Ophra Winfrey. Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti einnig og hélt tölu. Orðinn 78 ára, eins og hann minntist sjálfur á. „Og það eina sem ég vil monta mig á hér er að ég er samt yngri en Donald Trump,“ sagði Clinton. „Árið 2024 eigum við skýra valkosti: „Við fólkið“ gegn „Ég, um mig, frá mér, til mín“. Ég veit alveg hvort mér hugnast betur fyrir mína þjóð“. Demókratar hafa verið á miklu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur frá því að Harris tók við tilnefningu flokksins. Hún mælist nú með meira fylgi en Trump. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja hins vegar sumir að tvíeykið Harris og Walz gæti verið að toppa of snemma. Donald Trump muni á komandi vikum átta sig betur á veikleikum þeirra og nýta sér þá. Baráttan muni harðna umtalsvert um leið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira