Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2024 19:20 Skrifað var undir uppfærðan samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í Salnum í Kópavogi í dag. Vísir/HMP Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir uppfærða samgönguáætlun í Salnum í Kópavogi í dag, Borgarlína hefur fengið mesta almenna umræðu en sáttmálinn nær einnig til mjög margra stórra samgönguverkefna. Sæbraut verður lögð í stokk, jarðgöng verða grafin undir Miklubraut frá Skeifunni að Landspítalanum og einnig undir hluta Kringlumýrarbrautar. Arnarnesvegur og fjölmörg mislæg gatnamót heyra til verkefnisins sem og hundað kílómetrar af hjóla- og göngustígum. Ríkið mun fjármagna 87,5 prósent framkvæmdanna og sveitarfélögin 12,5 prósent, sem þýðir að áætlaður kostnaður ríkisins á framkvæmdatímanum er 272 milljarðar. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir telur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra almenna sátt ríkja um þá sýn sem felist í verkefninu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að ríkið og sveitarfélögin sex hafi sameiginlega sýn á hvernig bæta beri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/HMP „Um mikilvægi þess að við sköpum hér samkeppnishæft höfuðborgarsvæði. Að við munum ekki leysa úr samgönguáskorununum nema með öflugum almenningssamgöngum og sterku göngu- og hjólreiðastígakerfi ásamt með mikilvægum stofnvegaframkvæmdum. Það er til dæmis enginn ágreiningur um neinar af þessum helstu stofnvegaframkvæmdum,“ segir Bjarni. Eðlilega komi síðan upp ólík sjónarmið þegar komi að skipulagsmálum sem leyst verði úr í tímans rás. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykkt Alþingis og sveitarfélaganna sex, sem eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarförður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Við uppfærsluna var framkvæmdatíminn lengdur um sjö ár og nú er áætlað er að þessu risaverkefni verði lokið árið 2040. Af 311 milljörðum fara 42 prósent í stofnvegi, önnur 42 prósent í Borgarlínu, 13 prósent í hjóla- og göngustíga og 3 prósent í umferðarstýringu, flæði og öryggi. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innviðaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar fimm annarra sveitarfélaga mættu við athöfnina í Salnum í dag.Vísir/HMP Þegar er búið að ljúka hluta stofnvegaframkvæmda og hjólastíga. Borgarlínan verður síðan tekin í notkun í sex lotum og stöðugt verður unnið að hjóla- og göngustígum og umferðarstýring kemur brátt til framkvæmda. „Mikilvægast er að við höfum þessa sýn. Hún snýst um það að bæta lífsgæði fólks á höfuðborgarsvæðinu. Fara í mikilvæga og nauðsynlega innviðafjárfestingu og allir útreikningar sýna að það mun verða a því mjög mikill ábati fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir forsætisráðherra. Það er nýtt að ríkið komi að framtíðarrekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. „Við einfaldlega komumst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa lagst yfir þetta að þetta er slík gjörbreyting á almenningssamgangnakerfinu með þessari stórauknu tíðni og miklu þéttriðnara neti, að sveitarfélögin myndu þurfa meiri stuðning en þau hafa haft til þess rekstrar. Ríkið axlar þá ábyrgð á þriðjungi þess kostnaðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Viðtalið við Bjarna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarlína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Alþingi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18 „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir uppfærða samgönguáætlun í Salnum í Kópavogi í dag, Borgarlína hefur fengið mesta almenna umræðu en sáttmálinn nær einnig til mjög margra stórra samgönguverkefna. Sæbraut verður lögð í stokk, jarðgöng verða grafin undir Miklubraut frá Skeifunni að Landspítalanum og einnig undir hluta Kringlumýrarbrautar. Arnarnesvegur og fjölmörg mislæg gatnamót heyra til verkefnisins sem og hundað kílómetrar af hjóla- og göngustígum. Ríkið mun fjármagna 87,5 prósent framkvæmdanna og sveitarfélögin 12,5 prósent, sem þýðir að áætlaður kostnaður ríkisins á framkvæmdatímanum er 272 milljarðar. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir telur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra almenna sátt ríkja um þá sýn sem felist í verkefninu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að ríkið og sveitarfélögin sex hafi sameiginlega sýn á hvernig bæta beri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/HMP „Um mikilvægi þess að við sköpum hér samkeppnishæft höfuðborgarsvæði. Að við munum ekki leysa úr samgönguáskorununum nema með öflugum almenningssamgöngum og sterku göngu- og hjólreiðastígakerfi ásamt með mikilvægum stofnvegaframkvæmdum. Það er til dæmis enginn ágreiningur um neinar af þessum helstu stofnvegaframkvæmdum,“ segir Bjarni. Eðlilega komi síðan upp ólík sjónarmið þegar komi að skipulagsmálum sem leyst verði úr í tímans rás. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykkt Alþingis og sveitarfélaganna sex, sem eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarförður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Við uppfærsluna var framkvæmdatíminn lengdur um sjö ár og nú er áætlað er að þessu risaverkefni verði lokið árið 2040. Af 311 milljörðum fara 42 prósent í stofnvegi, önnur 42 prósent í Borgarlínu, 13 prósent í hjóla- og göngustíga og 3 prósent í umferðarstýringu, flæði og öryggi. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innviðaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar fimm annarra sveitarfélaga mættu við athöfnina í Salnum í dag.Vísir/HMP Þegar er búið að ljúka hluta stofnvegaframkvæmda og hjólastíga. Borgarlínan verður síðan tekin í notkun í sex lotum og stöðugt verður unnið að hjóla- og göngustígum og umferðarstýring kemur brátt til framkvæmda. „Mikilvægast er að við höfum þessa sýn. Hún snýst um það að bæta lífsgæði fólks á höfuðborgarsvæðinu. Fara í mikilvæga og nauðsynlega innviðafjárfestingu og allir útreikningar sýna að það mun verða a því mjög mikill ábati fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir forsætisráðherra. Það er nýtt að ríkið komi að framtíðarrekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. „Við einfaldlega komumst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa lagst yfir þetta að þetta er slík gjörbreyting á almenningssamgangnakerfinu með þessari stórauknu tíðni og miklu þéttriðnara neti, að sveitarfélögin myndu þurfa meiri stuðning en þau hafa haft til þess rekstrar. Ríkið axlar þá ábyrgð á þriðjungi þess kostnaðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Viðtalið við Bjarna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarlína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Alþingi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18 „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09
Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18
„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07