Göngutúr í góða veðrinu varð að martröð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. ágúst 2024 11:12 Hundurinn Smári fann öngul við Kleifarvatn í gær sem hafði í för með sér alvarlegar afleiðingar. Andrea Björk Hannesdóttir Andrea Björk Hannesdóttir dýralæknir var á göngu með hundinum sínum Smára í gær í blíðviðrinu við Kleifarvatn þegar að óheppilegt atvik varpaði dökkum skugga á annars fallegan dag. Hundurinn fann öngul með beitu og snæri við vatnið og „ákvað að gleypa góssið“ sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar „Ég er svo reið og leið, ég veit varla hvar ég á að byrja! Takk fyrir þú sem skildir öngulinn eftir við Kleifarvatn með beitu og snæri. Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð. Við höfum oft gengið þarna og aldrei lent í öðru eins!“ Segir Andrea um atvikið á Facebook. Lán í óláni Andrea segir í samtali við Vísi að allt hefði getað farið á miklu verri veg og að í raun sé um lán í óláni að ræða. „Ég hef margoft labbað þarna. Hann át öngul en sem betur fer festist hann í tungunni en fór ekki niður í maga eða festist í vélindanu. Ég meina sama hvort þetta sé viljaverk eða óviljaverk að skilja öngulinn eftir þarna að þá er þetta ágætis áminning að skilja ekki svona eftir. Ég er bara svo fegin því ég á tvo aðra hunda, aðra sem er fimmtán ára og er lifrarveik. Ef ég hefði þurft að deyfa hana, hefði hún kannski ekki lifað það af. Síðan er ég með tík sem er hvolpafull og það má helst ekki deyfa þær því að það getur valdið því að hvolparnir lifi ekki af.“ Hugsar ekki 100% skýrt með sitt eigið dýr Andrea segir það líka heppilegt að hún sé sjálf dýralæknir en hún tók Smára strax í bifreið sína þegar að öngullinn festist í tungu hundsins og keyrði með hann upp á næstu dýralæknastöð þar sem hún starfar og deyfði hann sjálf. „SEM BETUR FER eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr),“ segir Andrea um atvikið í færslu á Facebook. Hún tekur fram að hún hafi hringt í föður sinn sem er læknir sem gat leiðbeint henni hvernig væri best að fjarlægja öngulinn. Faðir Andreu hafði áður tekið á móti veiðimanni sem var með öngul fastan í tungunni og var því ágætlega sjóaður í þeim fræðum. Biðlar til veiðimanna að fara varlega Andrea biðlar til allra veiðimanna að huga vel að búnaði sínum við veiðivötn og hvetur þá til að passa að taka ávallt með sért alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. „Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!“ segir í Facebook-færslunni. Andrea bætir við að hún geri sér grein fyrir því að mögulega hafi öngullinn fests í botninum og snærið slitnað og því síðan skolað upp á land. „Kannski er bara um óviljaverk að ræða en það var ekkert flotholt á snærinu sem minnkar stórlega líkurnar á því að þetta gerist. Eiginmaður frænku minnar sem er mikill veiðimaður skrifaði undir á Facebook og sagði að það væri bannað að nota beiti á öngla við veiðivötn einmitt út af þessu. Ef að dýr skyldu komast í þetta eru afleiðingarnar svo miklar.“ Smári er við góða heilsu núna eftir að öngullinn var fjarlægður en þreyttur eftir deyfingu gærdagsins. Hundar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Hundurinn fann öngul með beitu og snæri við vatnið og „ákvað að gleypa góssið“ sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar „Ég er svo reið og leið, ég veit varla hvar ég á að byrja! Takk fyrir þú sem skildir öngulinn eftir við Kleifarvatn með beitu og snæri. Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð. Við höfum oft gengið þarna og aldrei lent í öðru eins!“ Segir Andrea um atvikið á Facebook. Lán í óláni Andrea segir í samtali við Vísi að allt hefði getað farið á miklu verri veg og að í raun sé um lán í óláni að ræða. „Ég hef margoft labbað þarna. Hann át öngul en sem betur fer festist hann í tungunni en fór ekki niður í maga eða festist í vélindanu. Ég meina sama hvort þetta sé viljaverk eða óviljaverk að skilja öngulinn eftir þarna að þá er þetta ágætis áminning að skilja ekki svona eftir. Ég er bara svo fegin því ég á tvo aðra hunda, aðra sem er fimmtán ára og er lifrarveik. Ef ég hefði þurft að deyfa hana, hefði hún kannski ekki lifað það af. Síðan er ég með tík sem er hvolpafull og það má helst ekki deyfa þær því að það getur valdið því að hvolparnir lifi ekki af.“ Hugsar ekki 100% skýrt með sitt eigið dýr Andrea segir það líka heppilegt að hún sé sjálf dýralæknir en hún tók Smára strax í bifreið sína þegar að öngullinn festist í tungu hundsins og keyrði með hann upp á næstu dýralæknastöð þar sem hún starfar og deyfði hann sjálf. „SEM BETUR FER eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr),“ segir Andrea um atvikið í færslu á Facebook. Hún tekur fram að hún hafi hringt í föður sinn sem er læknir sem gat leiðbeint henni hvernig væri best að fjarlægja öngulinn. Faðir Andreu hafði áður tekið á móti veiðimanni sem var með öngul fastan í tungunni og var því ágætlega sjóaður í þeim fræðum. Biðlar til veiðimanna að fara varlega Andrea biðlar til allra veiðimanna að huga vel að búnaði sínum við veiðivötn og hvetur þá til að passa að taka ávallt með sért alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. „Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!“ segir í Facebook-færslunni. Andrea bætir við að hún geri sér grein fyrir því að mögulega hafi öngullinn fests í botninum og snærið slitnað og því síðan skolað upp á land. „Kannski er bara um óviljaverk að ræða en það var ekkert flotholt á snærinu sem minnkar stórlega líkurnar á því að þetta gerist. Eiginmaður frænku minnar sem er mikill veiðimaður skrifaði undir á Facebook og sagði að það væri bannað að nota beiti á öngla við veiðivötn einmitt út af þessu. Ef að dýr skyldu komast í þetta eru afleiðingarnar svo miklar.“ Smári er við góða heilsu núna eftir að öngullinn var fjarlægður en þreyttur eftir deyfingu gærdagsins.
Hundar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira