„...nema sveitarstjórnir og lögregla“ Kristín Magnúsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 19:01 Það hefur verið nokkuð um það hjá ráðherrum og þingmönnum að fara með þá möntru að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. En er það þannig? Nú þarf lesandinn að gerast dómari í smástund, köllum dómstólinn Héraðsdóm um löghlýðni. Hæfnisskilyrðin fyrir dómarastarfið eru að vera læs, vita að ágangur búfjár stendur fyrir heimildarlausa beit, hafa a.m.k. þroska unglings og til þess að gera ógalna dómgreind. Dómur er settur! Lagagrein í lögum um afréttamálefni hljóðar þannig: „Stafi ágangur af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.“ Sem sagt; ef búfé, sem eigandinn má halda í sínu heimalandi (er ekki skylt að vista á afrétti), stundar heimildarlausa beit í annars manns landi og sá landeigandi biður sveitarstjórn um að ágangsfénu sé smalað og flutt heim til sín, þá ber viðkomandi sveitarstjórn að verða við því. Þá verður búfjáreigandinn að greiða kostnaðinn, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Ef sveitarstjórn verður ekki við lagaskyldu sinni, að mati lögreglustjóra, þá skuli lögreglan láta smala skepnunum og flytja heim til sín. Þrátt fyrir fjölda beiðna frá mörgum aðilum til margra sveitarstjórna, um smölun á ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimalandi, hefur engin þeirra farið að lögunum. Þær bera ýmist fyrir sig ekki neitt eða eitthvað. Þeir sem hafa þá snúið sér til lögreglunnar, eins og lög gera ráð fyrir, hafa ekki haft árangur sem erfiði, þar sem ráðuneyti laga og réttar telur lögreglustjóra ómögulega geta metið hvenær lögbrot séu framin og hvenær ekki. Engin sveitarstjórn eða lögreglustjóri hefur látið smala ágangsfé. Fyrir þeim virðast lögin ekki hafa meiri vigt en miðlungs tækisfærisvísa á þorrablóti. Sem hæstvirtur dómari í löghlýðni, getur þú: a. Dæmt að ráðherrar og þingmenn skulu ætið bæta við möntruna sína; „..nema sveitarstjórnir og lögregla,“ þegar þeir segja að allir verði að fara að lögum. b. Sýknað. Fyrirmenn þjóðarinnar geti áfram sagt að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. Ástæða sýknu getur verið að sveitarstjórnir séu ofar lögum, lagatextinn knappur, lömbin falleg, lögregla upptekin, lögin gömul, kindaeigendur saklausir, lögin vitlaus, lambalæri góð eða af einhverri annarri ástæðu sem þér kann að detta í hug. Þú yrðir þar með í góðum félagsskap fyrirmanna. Hvernig dæmist..? Höfundur er lögfræðingur ML. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Landbúnaður Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið nokkuð um það hjá ráðherrum og þingmönnum að fara með þá möntru að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. En er það þannig? Nú þarf lesandinn að gerast dómari í smástund, köllum dómstólinn Héraðsdóm um löghlýðni. Hæfnisskilyrðin fyrir dómarastarfið eru að vera læs, vita að ágangur búfjár stendur fyrir heimildarlausa beit, hafa a.m.k. þroska unglings og til þess að gera ógalna dómgreind. Dómur er settur! Lagagrein í lögum um afréttamálefni hljóðar þannig: „Stafi ágangur af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.“ Sem sagt; ef búfé, sem eigandinn má halda í sínu heimalandi (er ekki skylt að vista á afrétti), stundar heimildarlausa beit í annars manns landi og sá landeigandi biður sveitarstjórn um að ágangsfénu sé smalað og flutt heim til sín, þá ber viðkomandi sveitarstjórn að verða við því. Þá verður búfjáreigandinn að greiða kostnaðinn, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Ef sveitarstjórn verður ekki við lagaskyldu sinni, að mati lögreglustjóra, þá skuli lögreglan láta smala skepnunum og flytja heim til sín. Þrátt fyrir fjölda beiðna frá mörgum aðilum til margra sveitarstjórna, um smölun á ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimalandi, hefur engin þeirra farið að lögunum. Þær bera ýmist fyrir sig ekki neitt eða eitthvað. Þeir sem hafa þá snúið sér til lögreglunnar, eins og lög gera ráð fyrir, hafa ekki haft árangur sem erfiði, þar sem ráðuneyti laga og réttar telur lögreglustjóra ómögulega geta metið hvenær lögbrot séu framin og hvenær ekki. Engin sveitarstjórn eða lögreglustjóri hefur látið smala ágangsfé. Fyrir þeim virðast lögin ekki hafa meiri vigt en miðlungs tækisfærisvísa á þorrablóti. Sem hæstvirtur dómari í löghlýðni, getur þú: a. Dæmt að ráðherrar og þingmenn skulu ætið bæta við möntruna sína; „..nema sveitarstjórnir og lögregla,“ þegar þeir segja að allir verði að fara að lögum. b. Sýknað. Fyrirmenn þjóðarinnar geti áfram sagt að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. Ástæða sýknu getur verið að sveitarstjórnir séu ofar lögum, lagatextinn knappur, lömbin falleg, lögregla upptekin, lögin gömul, kindaeigendur saklausir, lögin vitlaus, lambalæri góð eða af einhverri annarri ástæðu sem þér kann að detta í hug. Þú yrðir þar með í góðum félagsskap fyrirmanna. Hvernig dæmist..? Höfundur er lögfræðingur ML.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun