„Ég gaf ykkur mitt besta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:05 „Ég elska starfið en ég elska landið mitt meira“ sagði Joe Biden um ákvörðun sína um að stíga til hliðar. Getty/Andrew Harnik „Ég gerði mörg mistök á ferli mínum en ég gaf ykkur mitt besta,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann steig á svið á landsþingi Demókrataflokksins í gærkvöldi. Landsþingið hófst í gær og meðal ræðumanna voru Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez og þrjár konur sem töluðu um reynslu sína af því að búa í ríkjum þar sem þrengt hefur verið að rétti kvenna til þungunarrofs. „Í 50 ár hef ég, líkt og mörg ykkar, gefið þjóðinni hjarta mitt og sál og hef í staðinn verið blessaður milljón sinnum með stuðningi Bandaríkjamanna,“ sagði Biden. Forsetinn, sem dró sig í hlé í kosningabaráttunni og vék fyrir Kamölu Harris, lofaði varaforsetann sinn og sagði það bestu ákvörðun ferils síns að hafa valið hana með sér árið 2020. Þegar viðstaddir hrópuðu „Þakka þér Joe“ þá svaraði hann með „Þakka þér Kamala“. „Ég vona að þið vitið hversu þakklátur ég er ykkur öllum,“ sagði Biden. „Við heiður minn sem Biden þá get ég sagt í fullri hreinskilni að ég er bjartsýnni varðandi framtíðina en þegar ég var kjörinn 29 ára öldungadeildarþingmaður.“ Forsetinn skaut á Donald Trump, sem hefur ítrekað sakað Biden og Harris um að stuðla að auknum glæpum, og sagði glæpum myndu fækka þegar Bandaríkjamenn kysu saksóknara í Hvíta húsið í stað glæpamanns. Þá sagði Biden Trump hafa rangt fyrir sér þegar hann talaði um að Bandaríkjunum hefði hnignað; það væri Trump sem væri „taparinn“. „Hinum megin við glerþakið stendur Kamala Harris“ Þúsundir söfnuðust saman við ráðstefnumiðstöðina þar sem landsþingið fer fram til að mótmæla aðgerðum Ísraelsmanna á Gasa. Þá drógu mótmælendur inni fram borða undir ræðu Biden sem á stóð „Hættið að vopna Ísrael!“ Forsetinn vék að ástandinu í ræðu sinni og sagði mótmælendur hafa nokkuð til síns máls; mikið af saklausu fólki hefði látist. Unnið væri að því hörðum höndum að forða frekari átökum og ná fram vopnahléi. Það má segja að þema gærdagsins hafi verið kveðja og þakkir til Joe Biden, sem situr þó áfram í Hvíta húsinu fram yfir kosningar.Getty/Kevin Dietsch Það kom nokkuð á óvart að Kamala Harris steig á svið í gær en ræða hennar er ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudagskvöld. Virtist hún vilja þakka Biden fyrir sig og ku hafa sagt „Ég elska þig“ þegar þau föðmuðust á sviðinu. Hillary Clinton, sem upplifði mikið áfall þegar hún beið óvænt ósigur fyrir Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016, sagðist vænta mikils frá Harris. „Ég sé frelsið til að horfa í augu barna okkar og segja: Í Bandaríkjunum getur þú farið eins langt og vinnusemi og hæfileikar þínir bera þig, og meinað það. Og vitið þið hvað? Hinum megið við glerþakið stendur Kamala Harris, með höndina á lofti og að sverja eið sem 47. forseti landsins. Því þegar vegtálmar falla fyrir eitt okkar þá falla þeir fyrir okkur öll,“ sagði Clinton. Hún skaut föstum skotum á Trump og sagði hann hafa sofnað við eigin réttarhöld og vaknað við það að vera fyrsta manneskjan til að keppast um að komast í Hvíta húsið með alvarlega dóma á bakinu. We love you, Joe. https://t.co/Gslgi6uaZx— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 20, 2024 „Bandaríkin standa frammi fyrir fágætu og dýrmætu tækifæri í Kamölu Harris,“ sagði Alexandra Ocasio-Cortez. „Við eigum möguleika á því að kjósa forseta sem styður millistéttina, því hún tilheyrir millistéttinni. Hún skilur mikilvægi leigugreiðslna og peninga fyrir matvöru og lyfjum.“ Ocasio-Cortez sagði Harris stuðningsmann réttinda kvenna og svartra og að hún væri staðráðin í því að vinna að friði á Gasa. Landsþingið heldur áfram í dag en hápunktur kvöldsins verður ræða Barack Obama, fyrrverandi forseta. Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Joe Biden Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Landsþingið hófst í gær og meðal ræðumanna voru Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez og þrjár konur sem töluðu um reynslu sína af því að búa í ríkjum þar sem þrengt hefur verið að rétti kvenna til þungunarrofs. „Í 50 ár hef ég, líkt og mörg ykkar, gefið þjóðinni hjarta mitt og sál og hef í staðinn verið blessaður milljón sinnum með stuðningi Bandaríkjamanna,“ sagði Biden. Forsetinn, sem dró sig í hlé í kosningabaráttunni og vék fyrir Kamölu Harris, lofaði varaforsetann sinn og sagði það bestu ákvörðun ferils síns að hafa valið hana með sér árið 2020. Þegar viðstaddir hrópuðu „Þakka þér Joe“ þá svaraði hann með „Þakka þér Kamala“. „Ég vona að þið vitið hversu þakklátur ég er ykkur öllum,“ sagði Biden. „Við heiður minn sem Biden þá get ég sagt í fullri hreinskilni að ég er bjartsýnni varðandi framtíðina en þegar ég var kjörinn 29 ára öldungadeildarþingmaður.“ Forsetinn skaut á Donald Trump, sem hefur ítrekað sakað Biden og Harris um að stuðla að auknum glæpum, og sagði glæpum myndu fækka þegar Bandaríkjamenn kysu saksóknara í Hvíta húsið í stað glæpamanns. Þá sagði Biden Trump hafa rangt fyrir sér þegar hann talaði um að Bandaríkjunum hefði hnignað; það væri Trump sem væri „taparinn“. „Hinum megin við glerþakið stendur Kamala Harris“ Þúsundir söfnuðust saman við ráðstefnumiðstöðina þar sem landsþingið fer fram til að mótmæla aðgerðum Ísraelsmanna á Gasa. Þá drógu mótmælendur inni fram borða undir ræðu Biden sem á stóð „Hættið að vopna Ísrael!“ Forsetinn vék að ástandinu í ræðu sinni og sagði mótmælendur hafa nokkuð til síns máls; mikið af saklausu fólki hefði látist. Unnið væri að því hörðum höndum að forða frekari átökum og ná fram vopnahléi. Það má segja að þema gærdagsins hafi verið kveðja og þakkir til Joe Biden, sem situr þó áfram í Hvíta húsinu fram yfir kosningar.Getty/Kevin Dietsch Það kom nokkuð á óvart að Kamala Harris steig á svið í gær en ræða hennar er ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudagskvöld. Virtist hún vilja þakka Biden fyrir sig og ku hafa sagt „Ég elska þig“ þegar þau föðmuðust á sviðinu. Hillary Clinton, sem upplifði mikið áfall þegar hún beið óvænt ósigur fyrir Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016, sagðist vænta mikils frá Harris. „Ég sé frelsið til að horfa í augu barna okkar og segja: Í Bandaríkjunum getur þú farið eins langt og vinnusemi og hæfileikar þínir bera þig, og meinað það. Og vitið þið hvað? Hinum megið við glerþakið stendur Kamala Harris, með höndina á lofti og að sverja eið sem 47. forseti landsins. Því þegar vegtálmar falla fyrir eitt okkar þá falla þeir fyrir okkur öll,“ sagði Clinton. Hún skaut föstum skotum á Trump og sagði hann hafa sofnað við eigin réttarhöld og vaknað við það að vera fyrsta manneskjan til að keppast um að komast í Hvíta húsið með alvarlega dóma á bakinu. We love you, Joe. https://t.co/Gslgi6uaZx— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 20, 2024 „Bandaríkin standa frammi fyrir fágætu og dýrmætu tækifæri í Kamölu Harris,“ sagði Alexandra Ocasio-Cortez. „Við eigum möguleika á því að kjósa forseta sem styður millistéttina, því hún tilheyrir millistéttinni. Hún skilur mikilvægi leigugreiðslna og peninga fyrir matvöru og lyfjum.“ Ocasio-Cortez sagði Harris stuðningsmann réttinda kvenna og svartra og að hún væri staðráðin í því að vinna að friði á Gasa. Landsþingið heldur áfram í dag en hápunktur kvöldsins verður ræða Barack Obama, fyrrverandi forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Joe Biden Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira