Eldglæringar milli VG og Sjálfstæðisflokks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 12:24 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði að mati prófessors í stjórnmálafræði. Gríðarleg missklíð og jafnvel eldglæringar séu milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Búast megi við algjörri biðstöðu á Alþingi í vetur ákveði ríkisstjórnin að halda samstarfinu áfram. Í síðustu viku kom fram gjörólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til eignarhalds á vindorkuverum. Formaður Vinstri grænna telur að tryggja þurfi að vindorka haldist í höndum þjóðarinnar. Á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina kom fram ályktun um að tryggja þurfi að auðlindagjald af vindorkuvirkjunum renni til samfélagsins og að fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang við úthlutun nýtingarleyfa. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfisráðherra sem leggur stefnumótun í málaflokknum fyrir Alþingi í haust svaraði þegar hann var inntur álits á afstöðu formanns Vinstri grænna fyrir helgi, að ef koma eigi í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfi að fara í mjög róttækar breytingar. Þá hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar. Formaður Viðreisnar benti á í gær á að ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Það sé hagsmunamál að ganga sem fyrst til kosninga. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir sífellt stærri gjá milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er augljóslega komin gríðarleg misklíð milli stjórnarflokkanna sérstaklega Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks. Það eru bara eldglæringar þarna á milli og verður væntanlega stál í stál allan næsta vetur. Flokkarnir eru að stilla sér upp í nýja kosningabaráttu,“ segir Eiríkur.Augljóst sé að stjórnarsamstarfinu sé að ljúka. „Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Hún mun ekki halda samstarfi áfram eftir næstu kosningar. Nú er bara spurning hvenær þær verða. Það er það sem við vitum ekki alveg nákvæmlega,“ segir hann. Eiríkur segir að ef ríkisstjórnarflokkarnir haldi samstarfi áfram næsta vetur muni það hafa mikil áhrif á framgang mála á Alþingi. „Þingið verður til þess að gera nokkuð stíflað ef ríkisstjórnin ákveður að halda samstarfinu áfram þangað til næsta vor. Það mun þýða biðstöðu í þjóðmálunum,“ segir Eiríkur. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Í síðustu viku kom fram gjörólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til eignarhalds á vindorkuverum. Formaður Vinstri grænna telur að tryggja þurfi að vindorka haldist í höndum þjóðarinnar. Á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina kom fram ályktun um að tryggja þurfi að auðlindagjald af vindorkuvirkjunum renni til samfélagsins og að fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang við úthlutun nýtingarleyfa. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfisráðherra sem leggur stefnumótun í málaflokknum fyrir Alþingi í haust svaraði þegar hann var inntur álits á afstöðu formanns Vinstri grænna fyrir helgi, að ef koma eigi í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfi að fara í mjög róttækar breytingar. Þá hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar. Formaður Viðreisnar benti á í gær á að ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Það sé hagsmunamál að ganga sem fyrst til kosninga. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir sífellt stærri gjá milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er augljóslega komin gríðarleg misklíð milli stjórnarflokkanna sérstaklega Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks. Það eru bara eldglæringar þarna á milli og verður væntanlega stál í stál allan næsta vetur. Flokkarnir eru að stilla sér upp í nýja kosningabaráttu,“ segir Eiríkur.Augljóst sé að stjórnarsamstarfinu sé að ljúka. „Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Hún mun ekki halda samstarfi áfram eftir næstu kosningar. Nú er bara spurning hvenær þær verða. Það er það sem við vitum ekki alveg nákvæmlega,“ segir hann. Eiríkur segir að ef ríkisstjórnarflokkarnir haldi samstarfi áfram næsta vetur muni það hafa mikil áhrif á framgang mála á Alþingi. „Þingið verður til þess að gera nokkuð stíflað ef ríkisstjórnin ákveður að halda samstarfinu áfram þangað til næsta vor. Það mun þýða biðstöðu í þjóðmálunum,“ segir Eiríkur.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira