Rúnar Páll skýtur á KR: Svona vinna „snillingarnir í Vesturbænum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2024 19:33 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segir Matthias Præst vita upp á sig sökina en skýtur föstum skotum á KR-inga. Vísir/Pawel Spjót hafa beinst að Matthiasi Præst, leikmanni Fylkis, í vikunni eftir að KR tilkynnti um skipti hans í Vesturbæinn að leiktíðinni liðinni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gagnrýnir starfshætti KR-inga. Rúnar Páll var til viðtals í Kórnum þar sem stendur yfir afar mikilvægur leikur hans manna við HK. Þar var hann spurður út í umræðuna um Præst og myndbirtinguna frægu. Hvað gefur þú fyrir þessa umræðu um Præst? „Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er,“ segir Rúnar Páll á Stöð 2 Sport fyrir leik HK og Fylkis. „Hann er leikmaður okkar út tímabilið og er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er bara þannig, þú þarft að hugsa um sjálfan þig sem leikmaður og hann gerði það svo sannarlega,“ „Hann er 100 prósent fókuseraður á þetta verkefni með okkur. Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er topp drengur og okkur líkar vel við hann. Við getum ekkert kvartað yfir þessu,“ segir Rúnar Páll. Hér má nálgast beina textalýsingu Vísis frá leik HK og Fylkis. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Ekki heppilegt Rúnar segir vissulega ekki heppilegt að myndin skuli hafa verið birt og Præst viti upp á sig sökina. Vesturbæingar hafi aftur á móti vísvítandi birt myndina til að reyna að þrýsta á Árbæinga að hleypa Dananum til KR strax í sumar. „Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“ segir Rúnar Páll og skýtur þannig hressilega á starfshætti KR-inga. KR tapaði í gær fyrir Vestra en þau tvö lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið. HK og Fylkir eru liðin í fallsætunum tveimur og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða. Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KR Fylkir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Rúnar Páll var til viðtals í Kórnum þar sem stendur yfir afar mikilvægur leikur hans manna við HK. Þar var hann spurður út í umræðuna um Præst og myndbirtinguna frægu. Hvað gefur þú fyrir þessa umræðu um Præst? „Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er,“ segir Rúnar Páll á Stöð 2 Sport fyrir leik HK og Fylkis. „Hann er leikmaður okkar út tímabilið og er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er bara þannig, þú þarft að hugsa um sjálfan þig sem leikmaður og hann gerði það svo sannarlega,“ „Hann er 100 prósent fókuseraður á þetta verkefni með okkur. Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er topp drengur og okkur líkar vel við hann. Við getum ekkert kvartað yfir þessu,“ segir Rúnar Páll. Hér má nálgast beina textalýsingu Vísis frá leik HK og Fylkis. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Ekki heppilegt Rúnar segir vissulega ekki heppilegt að myndin skuli hafa verið birt og Præst viti upp á sig sökina. Vesturbæingar hafi aftur á móti vísvítandi birt myndina til að reyna að þrýsta á Árbæinga að hleypa Dananum til KR strax í sumar. „Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“ segir Rúnar Páll og skýtur þannig hressilega á starfshætti KR-inga. KR tapaði í gær fyrir Vestra en þau tvö lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið. HK og Fylkir eru liðin í fallsætunum tveimur og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða.
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KR Fylkir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann