Rúnar Páll skýtur á KR: Svona vinna „snillingarnir í Vesturbænum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2024 19:33 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segir Matthias Præst vita upp á sig sökina en skýtur föstum skotum á KR-inga. Vísir/Pawel Spjót hafa beinst að Matthiasi Præst, leikmanni Fylkis, í vikunni eftir að KR tilkynnti um skipti hans í Vesturbæinn að leiktíðinni liðinni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gagnrýnir starfshætti KR-inga. Rúnar Páll var til viðtals í Kórnum þar sem stendur yfir afar mikilvægur leikur hans manna við HK. Þar var hann spurður út í umræðuna um Præst og myndbirtinguna frægu. Hvað gefur þú fyrir þessa umræðu um Præst? „Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er,“ segir Rúnar Páll á Stöð 2 Sport fyrir leik HK og Fylkis. „Hann er leikmaður okkar út tímabilið og er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er bara þannig, þú þarft að hugsa um sjálfan þig sem leikmaður og hann gerði það svo sannarlega,“ „Hann er 100 prósent fókuseraður á þetta verkefni með okkur. Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er topp drengur og okkur líkar vel við hann. Við getum ekkert kvartað yfir þessu,“ segir Rúnar Páll. Hér má nálgast beina textalýsingu Vísis frá leik HK og Fylkis. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Ekki heppilegt Rúnar segir vissulega ekki heppilegt að myndin skuli hafa verið birt og Præst viti upp á sig sökina. Vesturbæingar hafi aftur á móti vísvítandi birt myndina til að reyna að þrýsta á Árbæinga að hleypa Dananum til KR strax í sumar. „Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“ segir Rúnar Páll og skýtur þannig hressilega á starfshætti KR-inga. KR tapaði í gær fyrir Vestra en þau tvö lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið. HK og Fylkir eru liðin í fallsætunum tveimur og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða. Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KR Fylkir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Rúnar Páll var til viðtals í Kórnum þar sem stendur yfir afar mikilvægur leikur hans manna við HK. Þar var hann spurður út í umræðuna um Præst og myndbirtinguna frægu. Hvað gefur þú fyrir þessa umræðu um Præst? „Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er,“ segir Rúnar Páll á Stöð 2 Sport fyrir leik HK og Fylkis. „Hann er leikmaður okkar út tímabilið og er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er bara þannig, þú þarft að hugsa um sjálfan þig sem leikmaður og hann gerði það svo sannarlega,“ „Hann er 100 prósent fókuseraður á þetta verkefni með okkur. Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er topp drengur og okkur líkar vel við hann. Við getum ekkert kvartað yfir þessu,“ segir Rúnar Páll. Hér má nálgast beina textalýsingu Vísis frá leik HK og Fylkis. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Ekki heppilegt Rúnar segir vissulega ekki heppilegt að myndin skuli hafa verið birt og Præst viti upp á sig sökina. Vesturbæingar hafi aftur á móti vísvítandi birt myndina til að reyna að þrýsta á Árbæinga að hleypa Dananum til KR strax í sumar. „Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“ segir Rúnar Páll og skýtur þannig hressilega á starfshætti KR-inga. KR tapaði í gær fyrir Vestra en þau tvö lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið. HK og Fylkir eru liðin í fallsætunum tveimur og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða.
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KR Fylkir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira