Kýrin Mugga bar þremur myndarlegum kvígum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2024 20:04 Úllen, Dúllen og Doff eru nöfnin á kvígunum en hér eru þær ásamt fréttamanni, sem gaf þeim mjólk úr pela. Aðsend Kýrin Mugga á bænum Steindyrum í Svarfaðardal er engin venjuleg kýr því hún bar þremur kálfum, allt hraustar kvígur. Það er mikil frjósemi í fjósinu á Steindyr því þar hafa fæðst töluvert af tvíkelfingum síðustu ár og nú síðast þríkelfingar í byrjun sumars, sem er mjög sjaldgæft og sérstakt. Bændurnir á bænum eru hjónin Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson en búið þeirra er mjög myndarlegt og allt til fyrirmyndar á bænum. En þetta eru ekki fyrstu þríkelfingarnir, sem kom í heiminn á bænum, ó nei. „Þetta er í annað skiptið á rúmu ári, sem við fáum þrjár kvígur en hinar dóu því miður allar. Ein lifði þó í dálítinn tíma en það var alveg sama hvað við gerðum. Þessar voru meðhöndlaðar eins og prinsessur, fengu allskonar vítamín og bætiefni og eru bara gríðarlega sprækar,” segir Gunnhildur. Og systurnar þrjár eru komnar með nöfn, Úllen, Dúllen og Doff. En hvernig gekk burðurinn hjá Muggu? „Hún bar bara sjálf að nóttu til. Sonur okkar var að leysa af, við vorum í fríi og þær voru bara þrjár pínu litlar eldsprækar hjá mömmu sinni þegar hann kom út um morguninn.” Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyr, sem er alsæl með þríkelfingana í fjósinu, sem eru sprækar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnhildur segir að Mugga sé afburðakýr, sem mjólki alltaf mjög vel og sé þægileg í umgengni. Faðir þríkelfinganna er nautið Óðinn með númerið 21002. „Mugga er undan kýr, sem hét Sí og hún var tvíkelfingur, þær hétu Sí og Æ, mamma hennar og móðursystir, þannig að þetta er á bak við hana,” segir Gunnhildur hlæjandi. Á bænum eru á milli 50 og 60 mjólkandi kýr, sem mjaltaþjónn sér um að mjólka. Allt er mjög snyrtilegt og til fyrirmyndar á Steindyr.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður nú um þríburasysturnar og hver er framtíð þeirra? „Þær vonandi bara lifa, fara út næsta sumar og leika sér og koma svo sprækar inn um tveggja ára og vonandi mjólka ekki minna en mamma sín.” Mugga hefur alltaf hugsað vel um kvígurnar sínar og reynst þeim velMagnús Hlynur Hreiðarsson En er gaman að fá svona marga kálfa í einu eða er þetta erfitt og leiðinlegt? „Þetta er gaman þegar þeir lifa allir og ekkert vesen en þetta er ekkert sérstaklega gott fyrir kýrnar, þetta tekur á þær, þannig að maður reynir að gera sérstaklega vel við þær svo þær haldi heilsu og holdum og komist í nyt,” segir Gunnhildur. Kýrnar á Steindyr mjólka mjög vel. Dalabyggð Frjósemi Landbúnaður Kýr Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Það er mikil frjósemi í fjósinu á Steindyr því þar hafa fæðst töluvert af tvíkelfingum síðustu ár og nú síðast þríkelfingar í byrjun sumars, sem er mjög sjaldgæft og sérstakt. Bændurnir á bænum eru hjónin Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson en búið þeirra er mjög myndarlegt og allt til fyrirmyndar á bænum. En þetta eru ekki fyrstu þríkelfingarnir, sem kom í heiminn á bænum, ó nei. „Þetta er í annað skiptið á rúmu ári, sem við fáum þrjár kvígur en hinar dóu því miður allar. Ein lifði þó í dálítinn tíma en það var alveg sama hvað við gerðum. Þessar voru meðhöndlaðar eins og prinsessur, fengu allskonar vítamín og bætiefni og eru bara gríðarlega sprækar,” segir Gunnhildur. Og systurnar þrjár eru komnar með nöfn, Úllen, Dúllen og Doff. En hvernig gekk burðurinn hjá Muggu? „Hún bar bara sjálf að nóttu til. Sonur okkar var að leysa af, við vorum í fríi og þær voru bara þrjár pínu litlar eldsprækar hjá mömmu sinni þegar hann kom út um morguninn.” Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyr, sem er alsæl með þríkelfingana í fjósinu, sem eru sprækar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnhildur segir að Mugga sé afburðakýr, sem mjólki alltaf mjög vel og sé þægileg í umgengni. Faðir þríkelfinganna er nautið Óðinn með númerið 21002. „Mugga er undan kýr, sem hét Sí og hún var tvíkelfingur, þær hétu Sí og Æ, mamma hennar og móðursystir, þannig að þetta er á bak við hana,” segir Gunnhildur hlæjandi. Á bænum eru á milli 50 og 60 mjólkandi kýr, sem mjaltaþjónn sér um að mjólka. Allt er mjög snyrtilegt og til fyrirmyndar á Steindyr.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður nú um þríburasysturnar og hver er framtíð þeirra? „Þær vonandi bara lifa, fara út næsta sumar og leika sér og koma svo sprækar inn um tveggja ára og vonandi mjólka ekki minna en mamma sín.” Mugga hefur alltaf hugsað vel um kvígurnar sínar og reynst þeim velMagnús Hlynur Hreiðarsson En er gaman að fá svona marga kálfa í einu eða er þetta erfitt og leiðinlegt? „Þetta er gaman þegar þeir lifa allir og ekkert vesen en þetta er ekkert sérstaklega gott fyrir kýrnar, þetta tekur á þær, þannig að maður reynir að gera sérstaklega vel við þær svo þær haldi heilsu og holdum og komist í nyt,” segir Gunnhildur. Kýrnar á Steindyr mjólka mjög vel.
Dalabyggð Frjósemi Landbúnaður Kýr Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira