Ótrúleg endurkoma Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2024 21:00 Evrópumeistarinn Álvaro Morata kom inn af bekknum og breytti gangi mála. EPA-EFE/MATTEO BAZZI AC Milan kom til baka og bjargaði stigi í fyrstu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Allir fjórir leikir tímabilsins þessa hafa endað með jafntefli. Paulo Fonseca var ráðinn þjálfari AC Milan í sumar eftir að hafa gert það gott með Lille á síðustu leiktíð en Hákon Arnar Haraldsson leikur með franska félaginu. Hann þjálfaði Roma frá 2019 til 2021 og ætti því að þekkja vel til á Ítalíu en sá kannski ekki fyrir óvænta 0-2 forystu gestanna. Heimamenn í Milan sköpuðu ágætis færi og héldu boltanum vel innan liðs en það skiptir því miður engu þegar upp er staðið. Það voru gestirnir frá Torino sem skoruðu mörkin, það fyrra var sjálfsmark Malick Thiaw og það síðara var snyrtileg afgreiðsla Duvan Zapata. The visitors are having a party in Milan 🕺#MilanTorino 0-1 pic.twitter.com/7DvYWkFJlr— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Undir lok venjulegs leiktíma tókst varamanninum Álvaro Morata að minnka muninn í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það gaf heimamönnum byr undir báða vængi og Noah Okafor jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. M⚽RATA DEBUT GOAL!#MilanTorino 1-2 https://t.co/JyiBbfBM82— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Lokatölur 2-2 og öllum fjórum leikjum dagsins lauk því með jafntefli. Fyrsta umferð Serie A heldur áfram á morgun og verður áhugavert að fylgjast með hvort einhverju liði takist að næla í þrjú stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Paulo Fonseca var ráðinn þjálfari AC Milan í sumar eftir að hafa gert það gott með Lille á síðustu leiktíð en Hákon Arnar Haraldsson leikur með franska félaginu. Hann þjálfaði Roma frá 2019 til 2021 og ætti því að þekkja vel til á Ítalíu en sá kannski ekki fyrir óvænta 0-2 forystu gestanna. Heimamenn í Milan sköpuðu ágætis færi og héldu boltanum vel innan liðs en það skiptir því miður engu þegar upp er staðið. Það voru gestirnir frá Torino sem skoruðu mörkin, það fyrra var sjálfsmark Malick Thiaw og það síðara var snyrtileg afgreiðsla Duvan Zapata. The visitors are having a party in Milan 🕺#MilanTorino 0-1 pic.twitter.com/7DvYWkFJlr— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Undir lok venjulegs leiktíma tókst varamanninum Álvaro Morata að minnka muninn í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það gaf heimamönnum byr undir báða vængi og Noah Okafor jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. M⚽RATA DEBUT GOAL!#MilanTorino 1-2 https://t.co/JyiBbfBM82— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Lokatölur 2-2 og öllum fjórum leikjum dagsins lauk því með jafntefli. Fyrsta umferð Serie A heldur áfram á morgun og verður áhugavert að fylgjast með hvort einhverju liði takist að næla í þrjú stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01