„Kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifa 17. ágúst 2024 18:15 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni þegar hann var enn þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét „Blendnar tilfinningar, að mörgu leyti fannst mér við spila þennan leik mjög vel,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir sinn fyrsta leik sem aðalþjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið tapaði 2-0 fyrir Vestra fyrir vestan en Óskar Hrafn sá þó margt jákvætt í leik sinna manna. „Fannst við koma okkur í frábærar stöður og leysa lágblokkina þeirra mjög vel og sköpuðum okkur fín færi og að stórum hluta er ég mjög sáttur við spilamennsku liðsins með boltann,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Eftir aðeins tvær æfingar saman finnst mér ég sjá hluti sem er hægt að byggja ofan á en á móti kemur að mörkin tvö sem þeir skora eru full auðveld. Í seinni hálfleik riðlaðist leikurinn aðeins þegar við þurftum að skipta mönnum úr stöðum og misstum jafnvægið úr liðinu. Klárt mál að þetta er leikur sem að við getum byggt ofan á.“ Um mörk Vestra „Auðvitað er það kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn. Það er klárt mál að það er kjaftshögg fyrir alla sem koma að liðinu. En mér fannst við samt svara því vel en það var kannski erfiðara að fá annað markið á sig svona rétt undir lok hálfleiksins, það var pínu þungt.“ „Fannst við samt koma sterkir inn í seinni hálfleikinn, sköpuðum okkur helling af færum og fundum lausnir við ágætlega skipulögðu Vestra-liði.“ Um hvað má betur fara „En þú verður að nýta færin og það er næsta mál sem við þurfum að laga, svo er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi staðsetningar sóknar- og varnarlega í öftustu línu og það gerir að verkum að við vorum stundum auðsæralegir þegar þeir fóru í skyndisóknir. Það er svo sem hlutur sem er mjög auðvelt að laga. Þannig að eins og sárt og leiðinlegt það er að tapa þessum leik þá er þetta klárlega leikur og frammistaða sem við getum byggt ofan á,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá HK sem er í fallsæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
„Fannst við koma okkur í frábærar stöður og leysa lágblokkina þeirra mjög vel og sköpuðum okkur fín færi og að stórum hluta er ég mjög sáttur við spilamennsku liðsins með boltann,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Eftir aðeins tvær æfingar saman finnst mér ég sjá hluti sem er hægt að byggja ofan á en á móti kemur að mörkin tvö sem þeir skora eru full auðveld. Í seinni hálfleik riðlaðist leikurinn aðeins þegar við þurftum að skipta mönnum úr stöðum og misstum jafnvægið úr liðinu. Klárt mál að þetta er leikur sem að við getum byggt ofan á.“ Um mörk Vestra „Auðvitað er það kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn. Það er klárt mál að það er kjaftshögg fyrir alla sem koma að liðinu. En mér fannst við samt svara því vel en það var kannski erfiðara að fá annað markið á sig svona rétt undir lok hálfleiksins, það var pínu þungt.“ „Fannst við samt koma sterkir inn í seinni hálfleikinn, sköpuðum okkur helling af færum og fundum lausnir við ágætlega skipulögðu Vestra-liði.“ Um hvað má betur fara „En þú verður að nýta færin og það er næsta mál sem við þurfum að laga, svo er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi staðsetningar sóknar- og varnarlega í öftustu línu og það gerir að verkum að við vorum stundum auðsæralegir þegar þeir fóru í skyndisóknir. Það er svo sem hlutur sem er mjög auðvelt að laga. Þannig að eins og sárt og leiðinlegt það er að tapa þessum leik þá er þetta klárlega leikur og frammistaða sem við getum byggt ofan á,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá HK sem er í fallsæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira