Rekstraraðilar misvel undirbúnir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 13:28 Þau Sigurhans og Ástríður höfðu ekki gert ráðstafanir vegna reglugerðar um kynhlutlaus klósett. vísir Rekstraraðilar eru misvel búnir undir reglugerðarbreytingu sem gerir þeim skylt að bjóða upp á kynhlutlaus salerni. Varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu. Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni er æskilegt að merkja salerni eftir aðstöðu en kynhlutlaus klósett skulu vera til staðar þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Þá er spurningin hvort rekstraraðilar hafi gert einhverjar ráðstafanir. Fjallað var um málið og rætt við rekstraraðila í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Nei við höfum enn ekki gert neinar ráðstafanir, en það kemur til með að við gerum það,“ segir Ástríður Kristín Ómarsdóttir rekstrarstjóri Kex hostel. „Við vorum nú bara að frétta af þessu núna í dag, við förum örugglega að skoða þetta. En eins og staðan er núna erum við bara með þetta eins og hefur verið,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson veitingastjóri Íslenska barsins. „Við höfum frá byrjun bara merkt salernin okkar þannig að það eru pissuskálar hér og klósettskálar þarna. Þannig já, við erum klárir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen. Minna öryggi? Ósanngjarnt? Reglugerðarbreytingin hefur strax skapað umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem einhverjir lýsa áhyggjum yfir því að minna öryggi fylgi því að blanda saman kynjum. Það var gert í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Einhverjir bentu á að fyrirkomulagið hafi gengið án vandræða um nokkurt skeið á ýmsum stöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gantaðist með málið í færslu á Facebook. Hann segir mikinn mun á kvenna og karlaklósettum og það viti allir karlar sem hafi óvart villst inn á kvennaklósett. „Þeir sem hafa upplifað slíkar sekúndur ættu þó að vita hversu ósanngjarnt það er að hafa slík rými af konum og ætla þeim að vaða þvagpollana karlamegin þar sem maður er þakklátur fyrir það þegar klórlyktin er nógu sterk til að fela það sem undir liggur,“ skrifaði Sigmundur. Alex Diljar varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu „Kynhlutlaus salerni eru fyrir öll, þetta er ekki bara fyrir kvárin. Það geta allir nýtt sér þessa aðstöðu. Það felst mjög lítil breyting í þessu í rauninni.“ Þegar séu mörg kynhlutlaus klósett til staðar. „Það er ekki verið að taka neitt af neinum, bara verið að auka aðgengi fyrir öll.“ Alex Diljar segir margt eftir að gera í lagabreytingum eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Hann vill að umræða um transfólk færist frá klósettumræðu.vísir/ívar fannar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni er æskilegt að merkja salerni eftir aðstöðu en kynhlutlaus klósett skulu vera til staðar þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Þá er spurningin hvort rekstraraðilar hafi gert einhverjar ráðstafanir. Fjallað var um málið og rætt við rekstraraðila í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Nei við höfum enn ekki gert neinar ráðstafanir, en það kemur til með að við gerum það,“ segir Ástríður Kristín Ómarsdóttir rekstrarstjóri Kex hostel. „Við vorum nú bara að frétta af þessu núna í dag, við förum örugglega að skoða þetta. En eins og staðan er núna erum við bara með þetta eins og hefur verið,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson veitingastjóri Íslenska barsins. „Við höfum frá byrjun bara merkt salernin okkar þannig að það eru pissuskálar hér og klósettskálar þarna. Þannig já, við erum klárir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen. Minna öryggi? Ósanngjarnt? Reglugerðarbreytingin hefur strax skapað umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem einhverjir lýsa áhyggjum yfir því að minna öryggi fylgi því að blanda saman kynjum. Það var gert í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Einhverjir bentu á að fyrirkomulagið hafi gengið án vandræða um nokkurt skeið á ýmsum stöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gantaðist með málið í færslu á Facebook. Hann segir mikinn mun á kvenna og karlaklósettum og það viti allir karlar sem hafi óvart villst inn á kvennaklósett. „Þeir sem hafa upplifað slíkar sekúndur ættu þó að vita hversu ósanngjarnt það er að hafa slík rými af konum og ætla þeim að vaða þvagpollana karlamegin þar sem maður er þakklátur fyrir það þegar klórlyktin er nógu sterk til að fela það sem undir liggur,“ skrifaði Sigmundur. Alex Diljar varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu „Kynhlutlaus salerni eru fyrir öll, þetta er ekki bara fyrir kvárin. Það geta allir nýtt sér þessa aðstöðu. Það felst mjög lítil breyting í þessu í rauninni.“ Þegar séu mörg kynhlutlaus klósett til staðar. „Það er ekki verið að taka neitt af neinum, bara verið að auka aðgengi fyrir öll.“ Alex Diljar segir margt eftir að gera í lagabreytingum eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Hann vill að umræða um transfólk færist frá klósettumræðu.vísir/ívar fannar
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent