„Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2024 23:41 Strákarnir sem leigðu af Sæbjörgu héldu risastórt partí í bakgarðinum. Vísir Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. „Ég er oft búin að leigja einhverjum yfir Þjóðhátíð, og ég vissi alveg að ég þyrfti að skúra og skipta um á rúmum sko, en þetta var bara eitthvað annað. Heimilið var bara ógeðslegt,“ segir Sæbjörg. Hún greinir frá því að bjórpollar hafi verið á víð og dreif um húsið, eldhúsplatan væri skemmd vegna bleytu sem og gólfið inni á baði, gardína ónýt, þakið væri beyglað og rusl, lummur, dósir væru á víð og dreif um húsið. Þá væru óhreinir sokkar og nærbuxur á hverju strái. Hún kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég hugsaði bara vá mig langar bara að kveikja í húsinu.“ Óhreinir sokkar og nærbuxur voru um allt gólf.Vísir Dósir og bjórpollar út um allt.Vísir Fyrir viku síðan var greint frá því að hópur fólk sem samanstóð af hljómsveitinni Húbbabúbba og aðstandendum þeirra, hefði lagt heimili Skærings, sem þeir leigðu yfir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í rúst. Búið var að brjóta myndaramma og rúður, og heimilið undirlagt rusli og viðbjóði. Hann sagði að mesta óvirðingin hefði verið að þeir hafi ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Húbbabúbba tróðu upp í risapartíi í garðinum Þeir sem leigðu hjá Sæbjörgu voru ekki þeir sömu og hjá Skæringi, en á myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá Húbbabúbbamenn í partíi í húsinu hennar, þar sem þeir héldu tónleika. Sæbjörg segir að hún hafi leigt tíu strákum húsið, ekki þrjú hundruð. Einnig hafi húsið ekki verið leigt sem skemmtistaður.Vísir Á myndbandi má sjá risastórt garðpartí sem haldið var í garði Sæbjargar. Þar héldu Húbbabúbbamenn tónleika, sem og Prettyboitjokko. Vilja ekki borga allt tjónið Sæbjörg segir að tjónið hljóði upp á 530.000 krónur, en strákarnir vilji ekki borga meira en 216.000 krónur. Hún segir að samskipti við þá hafi gengið brösulega síðustu vikur. Þakið á kofa í garðinum er beyglað eftir partíið.Vísir Stólarnir brotnir og pallurinn þakinn klessum og viðbjóði.Vísir „Ég er búin að vera í viðræðum við þá, að láta þá borga. Þeir fara bara neðar og neðar,“ segir hún. Hún segist hafa talað við lögfræðing og að næsta skref sé að senda innheimtu beint í heimabankann hjá þeim hún hefur verið í samskiptum við. „Fyrir utan það er ég ekki einu sinni búin að fá afsökunarbeiðni,“ segir hún. Gólfið á baðinu bólgnaði upp vegna vatnsskemmda.Vísir Borðplatan í eldhúsinu skemmdist.Vísir Ætlar að senda þeim nærbuxurnar í pósti Sæbjörg segir hún hafi verið í heila viku að þrífa húsið. „Ég var að skúra í níunda skiptið eftir þetta í dag,“ segir hún. „Ég gat ekki boðið börnum mínum að vera hérna fyrst um sinn. Yngsti strákurinn minn var hjá pabba sínum, ég hefði aldrei getað boðið honum að vera hérna,“ segir hún, en yngsti sonur hennar er fjögurra ára. Hún kveðst aldrei hafa séð annan eins viðbjóð og þegar hún kom heim eftir hátíðina. „Ég er að tína upp naríur eftir einhvern annan, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég tók þær upp og setti þær í ruslið. En ég ætla að taka þær aftur upp og senda þeim þær í pósti,“ segir hún. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
„Ég er oft búin að leigja einhverjum yfir Þjóðhátíð, og ég vissi alveg að ég þyrfti að skúra og skipta um á rúmum sko, en þetta var bara eitthvað annað. Heimilið var bara ógeðslegt,“ segir Sæbjörg. Hún greinir frá því að bjórpollar hafi verið á víð og dreif um húsið, eldhúsplatan væri skemmd vegna bleytu sem og gólfið inni á baði, gardína ónýt, þakið væri beyglað og rusl, lummur, dósir væru á víð og dreif um húsið. Þá væru óhreinir sokkar og nærbuxur á hverju strái. Hún kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég hugsaði bara vá mig langar bara að kveikja í húsinu.“ Óhreinir sokkar og nærbuxur voru um allt gólf.Vísir Dósir og bjórpollar út um allt.Vísir Fyrir viku síðan var greint frá því að hópur fólk sem samanstóð af hljómsveitinni Húbbabúbba og aðstandendum þeirra, hefði lagt heimili Skærings, sem þeir leigðu yfir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í rúst. Búið var að brjóta myndaramma og rúður, og heimilið undirlagt rusli og viðbjóði. Hann sagði að mesta óvirðingin hefði verið að þeir hafi ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Húbbabúbba tróðu upp í risapartíi í garðinum Þeir sem leigðu hjá Sæbjörgu voru ekki þeir sömu og hjá Skæringi, en á myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá Húbbabúbbamenn í partíi í húsinu hennar, þar sem þeir héldu tónleika. Sæbjörg segir að hún hafi leigt tíu strákum húsið, ekki þrjú hundruð. Einnig hafi húsið ekki verið leigt sem skemmtistaður.Vísir Á myndbandi má sjá risastórt garðpartí sem haldið var í garði Sæbjargar. Þar héldu Húbbabúbbamenn tónleika, sem og Prettyboitjokko. Vilja ekki borga allt tjónið Sæbjörg segir að tjónið hljóði upp á 530.000 krónur, en strákarnir vilji ekki borga meira en 216.000 krónur. Hún segir að samskipti við þá hafi gengið brösulega síðustu vikur. Þakið á kofa í garðinum er beyglað eftir partíið.Vísir Stólarnir brotnir og pallurinn þakinn klessum og viðbjóði.Vísir „Ég er búin að vera í viðræðum við þá, að láta þá borga. Þeir fara bara neðar og neðar,“ segir hún. Hún segist hafa talað við lögfræðing og að næsta skref sé að senda innheimtu beint í heimabankann hjá þeim hún hefur verið í samskiptum við. „Fyrir utan það er ég ekki einu sinni búin að fá afsökunarbeiðni,“ segir hún. Gólfið á baðinu bólgnaði upp vegna vatnsskemmda.Vísir Borðplatan í eldhúsinu skemmdist.Vísir Ætlar að senda þeim nærbuxurnar í pósti Sæbjörg segir hún hafi verið í heila viku að þrífa húsið. „Ég var að skúra í níunda skiptið eftir þetta í dag,“ segir hún. „Ég gat ekki boðið börnum mínum að vera hérna fyrst um sinn. Yngsti strákurinn minn var hjá pabba sínum, ég hefði aldrei getað boðið honum að vera hérna,“ segir hún, en yngsti sonur hennar er fjögurra ára. Hún kveðst aldrei hafa séð annan eins viðbjóð og þegar hún kom heim eftir hátíðina. „Ég er að tína upp naríur eftir einhvern annan, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég tók þær upp og setti þær í ruslið. En ég ætla að taka þær aftur upp og senda þeim þær í pósti,“ segir hún.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira