Lewandowksi sá til þess að Börsungar byrja á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2024 21:40 Robert Lewandowski skoraði bæði mörk Börsunga í kvöld. EPA-EFE/Biel Alino Robert Lewandowski skoraði bæði mörk Barcelona þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Valencia í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Það vakti athygli að İlkay Gündoğan var ekki í leikmannahóp Barcelona í kvöld. Hann er sagður vera meiddur en spænskir fjölmiðlar vilja meina að hann sé á leið frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokar. Dani Olmo, nýjustu kaup Börsunga, var heldur hvergi sjáanlegur en sagan segir að félagið þurfi að selja leikmenn svo hægt sé að skrá hann í leikmannahóp þess. 🔴𝐍𝐎𝐓𝐈𝐂𝐈𝐀 𝐒𝐏𝐎𝐑𝐓 | Ilkay Gündogan ha pedido salirEl centrocampista alemán ha trasladado al club su deseo de abandonar el Barça y pactar una salida antes de finalizar el mercado✍️ Tomàs Andreuhttps://t.co/lJ9qywGLTy— Diario SPORT (@sport) August 17, 2024 Hvað leik kvöldsins varðar þá var hann nokkuð jafn framan af og undir lok fyrri hálfleiks komust heimamenn í Valencia yfir þegar Diego Lopez átti sendingu á kollinn á Hugo Duro sem skoraði með góðum skalla og staðan 1-0 í hálfleik, eða hvað? 🕺🦇@hugoduro14 x @Diegolopez_n9#LALIGAHighlights | #LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/QirkKyLkud— LALIGA (@LaLiga) August 17, 2024 Á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Lewandowski með fínni afgreiðslu af sæmilega stuttu færi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Það var svo snemma í síðari hálfleik sem Cristhian Mosquera gerðist brotlegur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Lewandowski fór á punktinn og lúðraði boltanum framhjá Giorgi Mamardashvili í marki Valencia. 9️⃣⚽⚽ pic.twitter.com/zMxnt8DqlI— LALIGA (@LaLiga) August 17, 2024 Staðan orðin 2-1 gestunum frá Barcelona í vil og það reyndust lokatölur. Hansi Flick byrjar veru sína sem þjálfari Börsunga á sigri. Spænski boltinn Fótbolti
Robert Lewandowski skoraði bæði mörk Barcelona þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Valencia í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Það vakti athygli að İlkay Gündoğan var ekki í leikmannahóp Barcelona í kvöld. Hann er sagður vera meiddur en spænskir fjölmiðlar vilja meina að hann sé á leið frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokar. Dani Olmo, nýjustu kaup Börsunga, var heldur hvergi sjáanlegur en sagan segir að félagið þurfi að selja leikmenn svo hægt sé að skrá hann í leikmannahóp þess. 🔴𝐍𝐎𝐓𝐈𝐂𝐈𝐀 𝐒𝐏𝐎𝐑𝐓 | Ilkay Gündogan ha pedido salirEl centrocampista alemán ha trasladado al club su deseo de abandonar el Barça y pactar una salida antes de finalizar el mercado✍️ Tomàs Andreuhttps://t.co/lJ9qywGLTy— Diario SPORT (@sport) August 17, 2024 Hvað leik kvöldsins varðar þá var hann nokkuð jafn framan af og undir lok fyrri hálfleiks komust heimamenn í Valencia yfir þegar Diego Lopez átti sendingu á kollinn á Hugo Duro sem skoraði með góðum skalla og staðan 1-0 í hálfleik, eða hvað? 🕺🦇@hugoduro14 x @Diegolopez_n9#LALIGAHighlights | #LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/QirkKyLkud— LALIGA (@LaLiga) August 17, 2024 Á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Lewandowski með fínni afgreiðslu af sæmilega stuttu færi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Það var svo snemma í síðari hálfleik sem Cristhian Mosquera gerðist brotlegur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Lewandowski fór á punktinn og lúðraði boltanum framhjá Giorgi Mamardashvili í marki Valencia. 9️⃣⚽⚽ pic.twitter.com/zMxnt8DqlI— LALIGA (@LaLiga) August 17, 2024 Staðan orðin 2-1 gestunum frá Barcelona í vil og það reyndust lokatölur. Hansi Flick byrjar veru sína sem þjálfari Börsunga á sigri.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti