Kirkjugarðar, minningarreitir og eða grafreitir Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 16:00 Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Ég hef reyndar tekið þessi mál upp á mína arma á vettvangi þingsins þar sem ég hef bæði lagt fram þingmál tengt dánaraðstoð og frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Hvað varðar lög um um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá árinu 1993, þá hafa þau vissulega tekið einhverjum breytingum en þó minniháttar. Frá árinu 1993 hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi. Þannig er minna hlutfall íbúa í þjóðkirkjunni, fleiri aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru ekki trúaðir. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers og eins að velja trú sína og við sem samfélag getum fagnað fjölbreytileika mannlífsins og valfrelsi einstaklinga, en á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um kirkjuna sem mótað hefur íslenskt samfélag. Til þess þarf kirkjan og þjónusta sem við hana er tengd að þroskast og þróast í takt við samfélagið. Kirkjugarðar eru gjarnan tengdir kirkju og kristinni trú, en meðhöndlun jarðneskra leif snýst um margt annað en trúarbrögð. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem velja líkbrennslu í stað almennrar greftrunar og er það óháð trúarbrögðum og uppruna. Samkvæmt lögum er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Í lögum segir líka að búa beri um öskuna í þar til gerðum duftkerum sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Heimilt er að grafa kerið í annarri gröf og þá segir líka að sýslumaður geti heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt? Ég tel svo ekki vera og sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef ítrekað lagt frumvarp þess efnis fram á þinginu en því miður hefur það ekki enn fengið brautargengi. Í öll þau skipti sem ég hef lagt málið fram hef ég fengið fjölda skilaboða og símtala um mikilvægi þessara breytinga. Hjartnæmar sögur aðstandanda sem ekki gátu uppfyllt hinstu ósk ættingja vegna þess að lögin heimiluðu það ekki. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu, enda sýnir reynsla annarra landa það. Regluverk í nágrannalöndum okkar er ekki jafn strangt og hér á landi í málaflokknum og hlýtur aukið frjálsræði í þessum efnum að teljast sjálfsagt í nútímasamfélagi. Dómsmálaráðherra hefur nokkrum sinnum lagt fram minni háttar breytingar á umræddum lögum sem taka þó ekki á auknu frelsi varðandi dreifingu ösku. Ég hef kallað eftir heildarendurskoðun á lagabálknum og vona ég að okkur lánist á komandi þingi að auka frelsið í þessum efnum. Því hvað er fallegra en að virða hinstu ósk nákomins ættingja? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Ég hef reyndar tekið þessi mál upp á mína arma á vettvangi þingsins þar sem ég hef bæði lagt fram þingmál tengt dánaraðstoð og frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Hvað varðar lög um um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá árinu 1993, þá hafa þau vissulega tekið einhverjum breytingum en þó minniháttar. Frá árinu 1993 hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi. Þannig er minna hlutfall íbúa í þjóðkirkjunni, fleiri aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru ekki trúaðir. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers og eins að velja trú sína og við sem samfélag getum fagnað fjölbreytileika mannlífsins og valfrelsi einstaklinga, en á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um kirkjuna sem mótað hefur íslenskt samfélag. Til þess þarf kirkjan og þjónusta sem við hana er tengd að þroskast og þróast í takt við samfélagið. Kirkjugarðar eru gjarnan tengdir kirkju og kristinni trú, en meðhöndlun jarðneskra leif snýst um margt annað en trúarbrögð. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem velja líkbrennslu í stað almennrar greftrunar og er það óháð trúarbrögðum og uppruna. Samkvæmt lögum er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Í lögum segir líka að búa beri um öskuna í þar til gerðum duftkerum sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Heimilt er að grafa kerið í annarri gröf og þá segir líka að sýslumaður geti heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt? Ég tel svo ekki vera og sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef ítrekað lagt frumvarp þess efnis fram á þinginu en því miður hefur það ekki enn fengið brautargengi. Í öll þau skipti sem ég hef lagt málið fram hef ég fengið fjölda skilaboða og símtala um mikilvægi þessara breytinga. Hjartnæmar sögur aðstandanda sem ekki gátu uppfyllt hinstu ósk ættingja vegna þess að lögin heimiluðu það ekki. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu, enda sýnir reynsla annarra landa það. Regluverk í nágrannalöndum okkar er ekki jafn strangt og hér á landi í málaflokknum og hlýtur aukið frjálsræði í þessum efnum að teljast sjálfsagt í nútímasamfélagi. Dómsmálaráðherra hefur nokkrum sinnum lagt fram minni háttar breytingar á umræddum lögum sem taka þó ekki á auknu frelsi varðandi dreifingu ösku. Ég hef kallað eftir heildarendurskoðun á lagabálknum og vona ég að okkur lánist á komandi þingi að auka frelsið í þessum efnum. Því hvað er fallegra en að virða hinstu ósk nákomins ættingja? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun