Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 06:52 Paetongtarn Shinawatra bíða krefjandi verkefni en meðal þeirra er að halda embættinu, sem hefur reynst fjölskyldunni erfitt. AP/Sakchai Lalit Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. Alls greiddu 319 atkvæði með því að útnefna Paetontgtarn forsætisráðherra og 145 gegn. Hún er fjórða manneskjan úr Shinawatra fjölskyldunni til að setjast í embættið en hin þrjú, þeirra á meðal faðir hennar Thaksin og frænka hennar Yingluck, voru hrakin úr embætti í kjölfar valdaráns eða dómsúrskurða. Fráfarandi forsætisráðherra, Srettha Thavisin, var einnig hrakinn úr embætti með dómsúrskurði eftir að dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið af sér með því að skipa lögmann sem hafði setið í fangelsi í ríkisstjórn sína. Paetongtarn sagði í samtali við blaðamenn í gær að hún harmaði brotthvarf Srettha en þau tilheyra sama flokki. Paetongtarn ásamt föður sínum á flugvelli í Bangkok í fyrra.AP/Sakchai Lalit Paetongtarn gekk í einkaskóla í Taílandi og stundaði háskólanám í Bretlandi, áður en hún hóf störf hjá Rende hótelsamsteypunni, sem er í eigu fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar starfar einnig hjá Rende. Hún gekk í Pheu Thai flokkinn árið 2021 og var útnefnd leiðtogi flokksins árið 2023. Thaksin var í júní ákærður fyrir að vanvirða konungveldið en samkvæmt BBC hefur ákvörun dómstóla um að koma Srettha frá verið túlkuð sem viðvörun til Thaksin um að halda sig á mottunni. Thaksin, sem snéri aftur til Taílands í fyrra eftir 15 ára útlegð, er enn sagður hafa tögl og hagldir í Pheu Thai. Taíland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira
Alls greiddu 319 atkvæði með því að útnefna Paetontgtarn forsætisráðherra og 145 gegn. Hún er fjórða manneskjan úr Shinawatra fjölskyldunni til að setjast í embættið en hin þrjú, þeirra á meðal faðir hennar Thaksin og frænka hennar Yingluck, voru hrakin úr embætti í kjölfar valdaráns eða dómsúrskurða. Fráfarandi forsætisráðherra, Srettha Thavisin, var einnig hrakinn úr embætti með dómsúrskurði eftir að dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið af sér með því að skipa lögmann sem hafði setið í fangelsi í ríkisstjórn sína. Paetongtarn sagði í samtali við blaðamenn í gær að hún harmaði brotthvarf Srettha en þau tilheyra sama flokki. Paetongtarn ásamt föður sínum á flugvelli í Bangkok í fyrra.AP/Sakchai Lalit Paetongtarn gekk í einkaskóla í Taílandi og stundaði háskólanám í Bretlandi, áður en hún hóf störf hjá Rende hótelsamsteypunni, sem er í eigu fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar starfar einnig hjá Rende. Hún gekk í Pheu Thai flokkinn árið 2021 og var útnefnd leiðtogi flokksins árið 2023. Thaksin var í júní ákærður fyrir að vanvirða konungveldið en samkvæmt BBC hefur ákvörun dómstóla um að koma Srettha frá verið túlkuð sem viðvörun til Thaksin um að halda sig á mottunni. Thaksin, sem snéri aftur til Taílands í fyrra eftir 15 ára útlegð, er enn sagður hafa tögl og hagldir í Pheu Thai.
Taíland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira