Verkfræðingar segja vald SA „óeðlilega mikið“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:02 Í Karphúsinu er skellt í vöfflur þegar kjarasamningar eru í höfn. Verkfræðingar segjast vart eiga aðkomu að viðræðum lengur, eftir að línur eru lagðar í samningum við stóru félögin. Vísir/Vilhelm Menntun er ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var, segja framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segja þeir að í raun hafi samningsréttur háskólamenntaðra verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært „óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði“. Árni B. Björnsson og Gunnar Sigvaldason segja mikillar óánægju gæta meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, bæði á almennum og opinberum markaði. Engar eiginlegar samningaviðræður eigi sér stað, heldur sé samninganefndunum afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu, upp á 3,25 prósent hækkun fyrsta árið og 3,5 prósent hækkun næstu þrjú árin. „Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar,“ segja Árni og Gunnar. Á meðan hafi kaupmáttur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra háskólahópa ekki aukist frá aldamótum, á sama tíma og kaumáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. Árni og Gunnar segja að hvað varðar hálfopinber fyrirtæki hafi þau framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins en í viðræðum sé launaliðurinn ekki ræddur heldur mönnum sagt að sækja launahækkanir í launaviðtölum. Þau gefist misvel. „Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum.“ Þróun mála sé til þess fallin að letja fólk frá því að sækja sér æðri menntun. „Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði,“ segja Árni og Gunnar. „Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.“ Kjaramál Háskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segja þeir að í raun hafi samningsréttur háskólamenntaðra verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært „óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði“. Árni B. Björnsson og Gunnar Sigvaldason segja mikillar óánægju gæta meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, bæði á almennum og opinberum markaði. Engar eiginlegar samningaviðræður eigi sér stað, heldur sé samninganefndunum afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu, upp á 3,25 prósent hækkun fyrsta árið og 3,5 prósent hækkun næstu þrjú árin. „Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar,“ segja Árni og Gunnar. Á meðan hafi kaupmáttur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra háskólahópa ekki aukist frá aldamótum, á sama tíma og kaumáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. Árni og Gunnar segja að hvað varðar hálfopinber fyrirtæki hafi þau framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins en í viðræðum sé launaliðurinn ekki ræddur heldur mönnum sagt að sækja launahækkanir í launaviðtölum. Þau gefist misvel. „Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum.“ Þróun mála sé til þess fallin að letja fólk frá því að sækja sér æðri menntun. „Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði,“ segja Árni og Gunnar. „Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.“
Kjaramál Háskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum