Svakaleg dramatík þegar ÍBV kastaði frá sér stigum í toppbaráttunni Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 20:04 Tómas Bent Magnússon skoraði fyrra mark ÍBV í kvöld. Facebook/@IBVKnattspyrna Þrátt fyrir að vera manni fleiri og 2-0 yfir þegar tíu mínútur voru eftir urðu Eyjamenn að sætta sig við að fá aðeins eitt stig gegn ÍR, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Þeir misstu því af dýrmætum stigum í baráttunni um toppsæti deildarinnar. Liðin gerðu á endanum 2-2 jafntefli og það þrátt fyrir að ÍBV fengi víti í lokin á uppbótartíma, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði spyrnu Sverris Páls Hjaltested. Spírumaður leiksins!☘️BESTI MARKMAÐUR LENGJUDEILDARINNAR!🤍💙 pic.twitter.com/vhAlRc0Mmo— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 14, 2024 Stigið dugar ÍBV þó til að fara upp fyrir Fjölni og á topp deildarinnar, vegna betri markatölu, en Fjölnir er þessa stundina að spila við Njarðvík í leik sem hófst klukkan 19:15. Útlitið var afar gott hjá ÍBV lengi framan af leik en hinn ungi Viggó Valgeirsson kom liðinu yfir með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV, í fyrri hálfleik. Jordian Farahani var rekinn af velli á 60. mínútu og ÍR-ingar því orðnir manni færri, og þar að auki kom Tómas Bent Magnússon ÍBV í 2-0 skömmu síðar. En gestirnir gáfust ekki upp og Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn af vítapunktinum áður en Marc McAusland jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þá átti ÍBV þó enn eftir að fá víti en eins og fyrr segir varði Vilhelm spyrnuna frá Sverri Páli. ÍR-ingar halda því áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sæti sem stendur með 27 stig, og á góðri leið með að komast í umspilið sem liðin í 2.-5. sæti fara í, um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Aron tryggði Aftureldingu sigur Afturelding þurfti að hafa mikið fyrir 3-1 sigri sínum gegn Dalvík/Reyni fyrir norðan. Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum reyndar snemma yfir en heimamenn jöfnuðu metin í 1-1 á 60. mínútu, þegar Amin Guerrero Touiki skoraði. Aron Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja Aftureldingu sigur með tveimur mörkum. Afturelding er því komin með 24 stig í 6. sæti og nálgast næstu lið, í baráttunni um sæti í umspilinu. Dalvík/Reynir er hins vegar enn með 13 stig í næstneðsta sæti. Öruggt hjá Grindavík gegn Þór Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni og komst þar með upp fyrir Akureyringa í 8. sæti, með 20 stig. Einar Karl Ingvarsson skoraði mark úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric bættu við mörkum í seinni hálfleik. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 en í Njarðvík mæta heimamenn Fjölni, Þróttur og Grótta eigast við í Laugardal og Leiknir mætir Keflavík í Breiðholti. Allar upplýsingar um markaskorara eru af vef Fótbolta.net. Lengjudeild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Liðin gerðu á endanum 2-2 jafntefli og það þrátt fyrir að ÍBV fengi víti í lokin á uppbótartíma, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði spyrnu Sverris Páls Hjaltested. Spírumaður leiksins!☘️BESTI MARKMAÐUR LENGJUDEILDARINNAR!🤍💙 pic.twitter.com/vhAlRc0Mmo— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 14, 2024 Stigið dugar ÍBV þó til að fara upp fyrir Fjölni og á topp deildarinnar, vegna betri markatölu, en Fjölnir er þessa stundina að spila við Njarðvík í leik sem hófst klukkan 19:15. Útlitið var afar gott hjá ÍBV lengi framan af leik en hinn ungi Viggó Valgeirsson kom liðinu yfir með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV, í fyrri hálfleik. Jordian Farahani var rekinn af velli á 60. mínútu og ÍR-ingar því orðnir manni færri, og þar að auki kom Tómas Bent Magnússon ÍBV í 2-0 skömmu síðar. En gestirnir gáfust ekki upp og Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn af vítapunktinum áður en Marc McAusland jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þá átti ÍBV þó enn eftir að fá víti en eins og fyrr segir varði Vilhelm spyrnuna frá Sverri Páli. ÍR-ingar halda því áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sæti sem stendur með 27 stig, og á góðri leið með að komast í umspilið sem liðin í 2.-5. sæti fara í, um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Aron tryggði Aftureldingu sigur Afturelding þurfti að hafa mikið fyrir 3-1 sigri sínum gegn Dalvík/Reyni fyrir norðan. Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum reyndar snemma yfir en heimamenn jöfnuðu metin í 1-1 á 60. mínútu, þegar Amin Guerrero Touiki skoraði. Aron Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja Aftureldingu sigur með tveimur mörkum. Afturelding er því komin með 24 stig í 6. sæti og nálgast næstu lið, í baráttunni um sæti í umspilinu. Dalvík/Reynir er hins vegar enn með 13 stig í næstneðsta sæti. Öruggt hjá Grindavík gegn Þór Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni og komst þar með upp fyrir Akureyringa í 8. sæti, með 20 stig. Einar Karl Ingvarsson skoraði mark úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric bættu við mörkum í seinni hálfleik. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 en í Njarðvík mæta heimamenn Fjölni, Þróttur og Grótta eigast við í Laugardal og Leiknir mætir Keflavík í Breiðholti. Allar upplýsingar um markaskorara eru af vef Fótbolta.net.
Lengjudeild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira