Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 19:00 Guðmundur Ingi segir að Vinstri græn vilji ganga lengra í stefnumörkun um vindorku en umhverifs-, orku- og loftslagsráðherra gerði í tillögu sinni á síðasta þingi. Vísir/Arnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. Í gær kynnti franska félagið Qair niðurstöður umhverfismats fyrir Dalamönnum en félagið hyggst byggja upp vindmyllugarða í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Landið er í eigu félagsins SBH1 efh., sem var stofnað af Sunnu Birnu Helgadóttur eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, en er nú í eigu föður hans og föðurbróður. Eins tilkynnti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í morgun að til skoðunar sé að kæra útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Brúfellslundi. Hún segir innviði raforkukerfisins staðsetta í hreppnum þó garðurinn yrði staðsettur í Rangárþingi ytra. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu samning um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar, í dag. Enn á sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu. Landvernd hefur undanfarna daga gagnrýnt mjög áform um vindorkuver. Formaðurinn kallaði í gær eftir að þau fari ekki fram úr regluverki og eftir heildrænni stefnumörkun í málaflokknum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, segir mikilvægast að marka stefnu um hvar við viljum að slík orkuver rísi á landi og tryggja að þau séu í eigu þjóðarinnar. „Þetta verkefni og fjölmargar hugmyndir um allt land um vindorkuverkefni sýna okkur að það er gríðarlega mikil þörf fyrir það að leggja fram stefnumörkun um vindorkuver á Íslandi, þar sem við ákveðum hvar þau geta verið og hvar ekki,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við eigum að reisa vindorkuver, ef það er gert á landi, á fáum stöðum, á röskuðum svæðum, eignarhald sé fyrst og fremst ef ekki eingöngu á hendi þjóðarinnar og við tökum eðlilega auðlindarentu af notkun þessarar auðlindar líkt og annarra. Ég er mótfallinn því að raforkuframleiðsla á Íslandi sé í höndum annarra en hins opinbera.“ Sem umhverfisráðherra lagði Guðmundur Ingi fram stefnumörkun í málaflokknum. „Ég held að það sé algjört forgangsatriði að umhverfisráðherra komi með þetta fram að nýju í haust,“ segir Guðmundur Ingi. Formaður Landverndar sagði í viðtali í gær að framleidd sé nóg orka á Íslandi en henni þurfi að ráðstafa betur. „Ég tek undir þetta að mörgu leyti. Við þurfum í fyrsta lagi að spara orku miklu betur en við gerum. Það er líka hægt að draga úr tapi orku með því að styrkja flutningskerfið. Komi til þess að við þurfum að afla nýrrar orku þurfum við að forgangsraða henni vegna aukningar til almennra nota og í þágu innlendra orkuskipta.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagði fram stefnumörkun í málaflokknum á síðasta þingi sem fékk ekki fram að ganga. „Ég tel að það þurfi að gera ákveðnar breytingar á því, ég og minn flokkur. Við erum tilbúin til að halda áfram með þá vinnu enda byggir hluti þeirrar vinnu á því sem ég lagði fram á sínum tíma, árið 2021.“ Fréttin var uppfærð 16. ágúst 2024. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að landið að Sólheimum í Dalasýslu væri í eigu eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar. Orkuskipti Vindorka Orkumál Vinstri græn Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. 14. ágúst 2024 13:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Í gær kynnti franska félagið Qair niðurstöður umhverfismats fyrir Dalamönnum en félagið hyggst byggja upp vindmyllugarða í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Landið er í eigu félagsins SBH1 efh., sem var stofnað af Sunnu Birnu Helgadóttur eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, en er nú í eigu föður hans og föðurbróður. Eins tilkynnti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í morgun að til skoðunar sé að kæra útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Brúfellslundi. Hún segir innviði raforkukerfisins staðsetta í hreppnum þó garðurinn yrði staðsettur í Rangárþingi ytra. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu samning um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar, í dag. Enn á sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu. Landvernd hefur undanfarna daga gagnrýnt mjög áform um vindorkuver. Formaðurinn kallaði í gær eftir að þau fari ekki fram úr regluverki og eftir heildrænni stefnumörkun í málaflokknum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, segir mikilvægast að marka stefnu um hvar við viljum að slík orkuver rísi á landi og tryggja að þau séu í eigu þjóðarinnar. „Þetta verkefni og fjölmargar hugmyndir um allt land um vindorkuverkefni sýna okkur að það er gríðarlega mikil þörf fyrir það að leggja fram stefnumörkun um vindorkuver á Íslandi, þar sem við ákveðum hvar þau geta verið og hvar ekki,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við eigum að reisa vindorkuver, ef það er gert á landi, á fáum stöðum, á röskuðum svæðum, eignarhald sé fyrst og fremst ef ekki eingöngu á hendi þjóðarinnar og við tökum eðlilega auðlindarentu af notkun þessarar auðlindar líkt og annarra. Ég er mótfallinn því að raforkuframleiðsla á Íslandi sé í höndum annarra en hins opinbera.“ Sem umhverfisráðherra lagði Guðmundur Ingi fram stefnumörkun í málaflokknum. „Ég held að það sé algjört forgangsatriði að umhverfisráðherra komi með þetta fram að nýju í haust,“ segir Guðmundur Ingi. Formaður Landverndar sagði í viðtali í gær að framleidd sé nóg orka á Íslandi en henni þurfi að ráðstafa betur. „Ég tek undir þetta að mörgu leyti. Við þurfum í fyrsta lagi að spara orku miklu betur en við gerum. Það er líka hægt að draga úr tapi orku með því að styrkja flutningskerfið. Komi til þess að við þurfum að afla nýrrar orku þurfum við að forgangsraða henni vegna aukningar til almennra nota og í þágu innlendra orkuskipta.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagði fram stefnumörkun í málaflokknum á síðasta þingi sem fékk ekki fram að ganga. „Ég tel að það þurfi að gera ákveðnar breytingar á því, ég og minn flokkur. Við erum tilbúin til að halda áfram með þá vinnu enda byggir hluti þeirrar vinnu á því sem ég lagði fram á sínum tíma, árið 2021.“ Fréttin var uppfærð 16. ágúst 2024. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að landið að Sólheimum í Dalasýslu væri í eigu eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar.
Orkuskipti Vindorka Orkumál Vinstri græn Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. 14. ágúst 2024 13:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07
Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01
Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. 14. ágúst 2024 13:01