Eyddu sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 13:31 Sprengjan var af gerðinni mortar sem skotið var úr sprengjuvörpum í seinni heimsstyrjöldinni. Grenndargralið Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi breskri sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli fyrir viku síðan. Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og umsjónarmaður síðunnar Grenndargralsins, var viðstaddur eyðinguna og segir allt hafa gengið vel. Þeir sem gengu fram á sprengjuna tilkynntu þegar í stað um fundinn. Eftir að hafa ráðfært sig við Landhelgisgæsluna og sent myndir suður, var það staðfest að um svokallaða mortar-sprengju væri að ræða sem skotið var úr þartilgerðum sprengjuvörpum en breskt herlið var með æfingasvæði í Hlíðarfjalli á hernámsárunum. Sprengjan var um 13 sentimetra löng.Grenndargralið Í síðustu viku kom svo teymi sprengjusérfræðinga frá Reykjavík til Akureyrar og gekk upp á fjallið daginn eftir. Eftir rannsókn á gripnum var það staðfest að virk sprengja væri á ferðinni sem hætta stafaði af. Ákveðið var að henni skyldi eytt. Jónas Þorvaldsson, sviðsstjóri séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sprengjusveitin hafi sett hraðvirkt og öflugt sprengiefni á mortar-sprengjuna sem kom henni af stað. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fer í útkall í Hlíðarfjall. Brynjar segir að í hittifyrra hafi heljarinnar hvellur heyrst um allan bæ þegar önnur slík mortar-sprengja var sprengd. Sprengjan var sprengd með sérstökum búnaði svo engin hætta stafaði af.Grenndargralið Brynjar tekur fram að svæðið þar sem sprengjan fannst sé utan skíðasvæðisins og úr alfaraleið en að alltaf beri að hafa varann á þegar um virkar sprengjur ræðir. Hættan sé alltaf til staðar og rétt sé að fara að öllu með gát. Akureyri Landhelgisgæslan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Þeir sem gengu fram á sprengjuna tilkynntu þegar í stað um fundinn. Eftir að hafa ráðfært sig við Landhelgisgæsluna og sent myndir suður, var það staðfest að um svokallaða mortar-sprengju væri að ræða sem skotið var úr þartilgerðum sprengjuvörpum en breskt herlið var með æfingasvæði í Hlíðarfjalli á hernámsárunum. Sprengjan var um 13 sentimetra löng.Grenndargralið Í síðustu viku kom svo teymi sprengjusérfræðinga frá Reykjavík til Akureyrar og gekk upp á fjallið daginn eftir. Eftir rannsókn á gripnum var það staðfest að virk sprengja væri á ferðinni sem hætta stafaði af. Ákveðið var að henni skyldi eytt. Jónas Þorvaldsson, sviðsstjóri séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sprengjusveitin hafi sett hraðvirkt og öflugt sprengiefni á mortar-sprengjuna sem kom henni af stað. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fer í útkall í Hlíðarfjall. Brynjar segir að í hittifyrra hafi heljarinnar hvellur heyrst um allan bæ þegar önnur slík mortar-sprengja var sprengd. Sprengjan var sprengd með sérstökum búnaði svo engin hætta stafaði af.Grenndargralið Brynjar tekur fram að svæðið þar sem sprengjan fannst sé utan skíðasvæðisins og úr alfaraleið en að alltaf beri að hafa varann á þegar um virkar sprengjur ræðir. Hættan sé alltaf til staðar og rétt sé að fara að öllu með gát.
Akureyri Landhelgisgæslan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24