Braut olnbogann á lokahátíð Ólympíuleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 10:31 Gregorio Paltrinieri með silfurverðlaunin sem hann vann í 1500 metra skriðsundi á leikunum í París. Getty/Mondadori Portfolio Ítalski sundmaðurinn Gregorio Paltrinieri vann tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í París en leikarnir enduðu þó ekki nógu vel fyrir kappann. Fyrir suma keppendur þá var lokahátíðin nefnilega hættulegri en þeir bjuggust örugglega við. Paltrinieri var fánaberi Ítala á lokahátíðinni eftir að hafa unnið silfurverðlaun í 1500 metra skriðsundi og bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi. La Gazzetta dello Sport segir frá óhappi Paltrinieri á lokahátíðinni. Hann braut nefnilega vinstri olnbogann á kvöldinu þegar íþróttafólkið kvaddi leikana. „Ég braut olnbogann á kvöldi lokahátíðarinnar en ekki þó þegar ég var að veifa fánanum,“ sagði Paltrinieri. „Það var mjög gaman að vera fánaberi. Ég er búinn að fara í aðgerð og sný fljótt til baka,“ sagði Paltrinieri. Hann birti mynd af sér í sjúkrarúminu með olnbogann í fatla. Paltrinieri er 29 ára gamall en hefur nú unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum þar af gullverðlaun í 1500 metra skriðsundi á leikunum í Ríó 2016. Hann er líka nífaldur heimsmeistari þar af sex sinnum í 1500 metra skriðsundinu, þrisvar í 50 metra laug og þrisvar í 25 metra laug. Það fylgir því greinilega einhver óheppni að vera fánaberi Ítala á Ólympíuleikum því frægt varð þegar hástökkvarinn Gianmarco Tamberi missti giftingarhringinn sinn í Signu á setningarhátíðinni. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira
Fyrir suma keppendur þá var lokahátíðin nefnilega hættulegri en þeir bjuggust örugglega við. Paltrinieri var fánaberi Ítala á lokahátíðinni eftir að hafa unnið silfurverðlaun í 1500 metra skriðsundi og bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi. La Gazzetta dello Sport segir frá óhappi Paltrinieri á lokahátíðinni. Hann braut nefnilega vinstri olnbogann á kvöldinu þegar íþróttafólkið kvaddi leikana. „Ég braut olnbogann á kvöldi lokahátíðarinnar en ekki þó þegar ég var að veifa fánanum,“ sagði Paltrinieri. „Það var mjög gaman að vera fánaberi. Ég er búinn að fara í aðgerð og sný fljótt til baka,“ sagði Paltrinieri. Hann birti mynd af sér í sjúkrarúminu með olnbogann í fatla. Paltrinieri er 29 ára gamall en hefur nú unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum þar af gullverðlaun í 1500 metra skriðsundi á leikunum í Ríó 2016. Hann er líka nífaldur heimsmeistari þar af sex sinnum í 1500 metra skriðsundinu, þrisvar í 50 metra laug og þrisvar í 25 metra laug. Það fylgir því greinilega einhver óheppni að vera fánaberi Ítala á Ólympíuleikum því frægt varð þegar hástökkvarinn Gianmarco Tamberi missti giftingarhringinn sinn í Signu á setningarhátíðinni. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira