Stöð 2 Sport 2
Klukkan 18.45 hefst útsending frá leik Real Madríd og Atalanta sem fram fer í Varsjá í Póllandi. Um er að ræða árlegan leik sem kallast Ofurbikar Evrópu en þar mætast ríkjandi sigurvegarar í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni.
Vodafone Sport
Klukkan 18.55 hefst útsending frá Elland Road þar sem Leeds United tekur á móti Middlesbrough í enska deildarbikarnum. Bæði lið leika í ensku B-deildinni.
Klukkan 21.00 er U.S. Amateur-mótið í golfi á dagskrá.