Athöfnin fór fram í garði við glæsihótelið Hampton Manor, sem er fimm stjörnu hótel, rétt fyrir utan Birmingham.
Hótelið, sem áður var gamalt sveitasetur, er búið 24 herbergjum og hefur verið gert upp á heillandi máta þar sem hinn upprunalegi byggingarstíll fær að njóta sín með nútímalegu ívafi.
Rakel klæddist fallegum hvítum brúðarkjól með slör í hárinu og Andri svörtum smóking. Þegar líða fór á kvöldið skipti Rakel í stuttan hvítan kjól með fjöðrum.





Litríkir kjólar og gott partý
Fjöldi fólks lagði leið sína til Bretlands til að samfagna brúðhjónunum. Meðal gesta var Svana Lovísa Kristjánsdóttir, blómaskreytingarkonu og áhrifavaldur, sem hefur gefið fylgjendum sínum á Instagram innsýn í brúðkaupið og hótelið sjálft.
„Svo stiklað sé á stóru. Besta partý ever,“ skrifaði Svana Lovísa um brúðkaupið sem virtist hið glæsilegasta.





